Jæja ég vill byrja á því að þakka vefstjóra fyrir að hafa slegið þessu áhugamáli upp á svo stuttum tíma.

Nú þegar Hordes of Chaos er komin út spyrja margir sig hvað er næst? Nú var að koma út nýr Annual og White Dwarf og ætti það að svala þorsta okkar í bili. En eins og allir vita þá eru Tomb Kings og Beasts of Chaos á leiðinni.
Tomb Kings er já auðvitað restin af gamla Undead armylistanum sem að ég sakna svo sárt. Með fyrstu herjunum sem komu í 6th Edition var Vampire Counts og þá vissi maður ekkert hvað maður átt að gera við þessar 30 múmíur sem maður var með uppí hillu. En nú loks kemur lausn á því.
Tomb Kings munu fá sitt eigið magic system ef svo má að orði komast og mun það vera mjög frábrugðið því sem hinir herirnir nota. Fyrir utan það þá fá þeir þetta nýja spennandi War Machine sem er Casket of Souls, sem verður að öllum líkindum svipað og Banshee howlið nema hvað að allt í Line of Sight lendir í þessu, mjög skemmtilegt. Svo er það hinn mikið umtalaði Bone Giant. Hann verður því miður ekki með jafn skemmtilegur og Orc&Goblin Giant en þó verður að öllum líkindum með 5 S6 attacks.

Beasts of Chaos verður restin af Chaos listanum, en það juicy við hann er það að eins og í Hordes of Chaos getur maður verið með Mortal her og þá Daemon sem Special. Þegar Beasts of Chaos kemur út getur maður blandað þessu öllu saman í eina kássu og þannig verið með Beastmenn sem Core og Daemon sem Special og þar kolli af kolli. En það er eitt í viðbót sem er yndislegt við þennan lista; Rare Choicein. En þar geta líka Hordes of Chaos valið úr. Og unitin sem er þar eru m.a. Ogres, Dragon Ogres(jibby) og GIANT!!! Já Chaos fá líka Giant… er þetta ekki yndislegt… get ekki beðið eftir að fara með Chaos Warrior, Beastmenn herinn minn á mót og skella einum feitum Giant á borðið!

Jæja, nú ættu þeir sem ekki spila þessa heri að verða orðnir nógu pirraðir og þeir sem spila þá glaðir þannig að ég dreg mig í hlé í bili.

Azmodan.