fyrir þá sem vita það ekki, þá er blood bowl borðspilsútgáfa af ruðningi…með ýmis konar aukahlutum eins og hnífum, kökum og drýslum (goblins)…

umhverfi blood bowl er warhammer fantasy heimurinn þar sem liðin eru byggð á kynþáttum þess heims s.s. high elves, wood elves, dwarfs, chaos og lizardmen…

spilið er gífurlega taktískt en jafnframt mjög einfalt…ætti í raun að hæfa hverjum sem byrjar ekki á því að spila við mig ;)

það gengur þannig fyrir sig eins og í warhammer spilunum að leikmenn skiptast á að láta allt liðið sitt gera, ef eitthvað fer úrskeiðis þá fer spilarétturinn yfir til andstæðingsins.
allt í allt fær hvort lið fyrir sig 16 umferðir til að skora sem flest mörk eða koma hinu liðinu fyrir kattarnef (ég hef aldrei skilið þetta orðatiltæki…)
það er nú einu sinni miklu auðveldara að skora ef það er enginn andstæðingur inni á vellinum…ekki satt?

hvor lið hefur 16 leikmenn og fær að halda þeim á milli leikja og getur skráð niður hvað hinn og þessi leikmaður gerir til þess að hann verði mögulega betri í næstu leikjum (eins og í mordheim og necromunda…bloodbowl er forveri þessarra spila)

ef fólk hefur áhuga, þá má það svo sem alveg hafa samband við mig og reyna að fá mig eða einhvern sem ég þekki til þess að hafa smá sýnikennslu…

vefsíða: http://www.games-workshop.com/Warhammerworld/bloodbowl/ news.htm

bj0rn - …