Undanfarið hefur margt gerst í Yugioh!-heiminum; ber þar helst að nefna tvo nýja tilbúna stokka, svipuðum og byrjendapökkum, sem litið hafa dagsins ljós. Heita þeir „Dragon Roar“ og „Zombie Madness“ og gefa nöfnin vel til kynna hvernig innihald þeirra er.
Annar merkilegur hlutur er að tilkynntur var nýr bannlisti sem á að ganga í gildi 1. apríl (dagsetninguna má flokka sem tilviljun). Ekki er verið að banna blákalt spil, þar er bara auðveldara að segja „bannlisti“ heldur en „takmörkunarlisti“ eða „listi yfir spil sem má bara hafa eitt eða tvö af í stokk“. Allavega ætla ég að fara yfir þær breytingar sem verða á listanum.

Ný spil sem má bara hafa 1 af í stokk:
D.D. Warrior Lady
Deck Devastation Virus (Kannist þið við „Crush Card“? Þetta er svipað)
Lightning Vortex (Spil úr Flaming Eternity sem er svipað og Raigeki, bara lélegra)
Makyura the Destructor (Nýja spilið úr Dark Beginning 1)
Sacred Phoenix of Nephys (8 stjörnu, 2400-ATK skrímsli úr Flaming Eternity sem hefur endurlífgunarhæfileika eins og Vampire Lord)

Ný spil sem má bara hafa 2 af í stokk:
Abyss Soldier
Dark Scorpion - Chick the Yellow
Emergency Provisions
Gravity Bind
Level Limit - Area B
Night Assailant
Upstart Goblin
Vampire Lord
Good Goblin Housekeeping (Gildra úr Flaming Eternity sem er einhverskonar blanda af Graceful Charity og Jar of Greed)

Ástæður fyrir því að þessi spil lentu á listanum:
 Dark Scorpion - Chick the Yellow
Ég áfellst engann sem hefur aldrei heyrt um þetta spil þar sem enginn hefur nokkurn tímann notað það (og af góðri ástæðu, þetta er frat-spil). En það er víst einhver svaka brella sem hægt er að gera með þessu spili og Makyura the Destructor. Ég hef litið á spilin og sé satt að segja ekki hvernig það ætti að virka, en það þótti allavega það öflugt að ástæða var til að takmarka notkun Dark Scorpion - Chick the Yellow.
 Emergency Provisions
Þeir sem hafa mætt á mót reglulega muna væntanlega eftir því í október í fyrra þegar Mystical Space Typhoon car takmarkaður við 1 í stokk. Ein af ástæðunum fyrir þessari takmörkun var spil sem heitir Mirage of Nightmare. Fólk setti út Mirage of Nightmare og Mystical Space Typhoon á hvolfi, dró fullt af spilum og notaði svo Mystical Space Typhoon til að rústa Mirage of Nightmare áður en það þurfti að henda þeim aftur. Með að takmarka Mystical Space Typhoon var vonast til að fólk myndi hætta þessu. En snjallir leikmenn dóu ekki ráðalausir og fóru að nota Emergency Provisions í staðinn. Og hér er því komin ástæðan fyrir takmörkun Emergency Provisions.
 Night Assailant
Flestir ættu að þekkja þetta skrímsli sem getur náð í FLIP-skrímsli úr grafreitnum. Aðalástæða fyrir takmörkun þessa spils tel ég vera það sem 2 svona saman geta gert. Öðrum er hent sem kostnað og látinn ná í hinn, þeim hent og látinn ná í þann fyrri. Öflug og kostnaðarsöm spil verða þannig öflug og ódýr. Með Forced Requisition geta þeir líka neytt andstæðinginn til að kasta öllum spilum af hendi í grafreitinn í einni umferð.

Mín skoðum um nokkrar af breytingunum:
 Gravity Bind/Level Limit - Area B
Það var kannski of mikið að hafa 6 spil sem gera nokkurn veginn nákvæmlega það sama. Maður þarf samt ekki að kvarta þar sem Messenger of Peace og D.D.Borderline voru látin vera.
 Upstart Goblin
Þeir sem nota Exodia-stokk verða væntanlega ánægðir með þetta; að geta verið með Pot of Greed, Graceful Charity, tvö Upstart Goblin, tvö Good Goblin Housekeeping og þrjú Jar og Greed… 9 spil í 40 spila stokk sem ganga út á að draga fleiri spil.
 Vampire Lord
Mér finnst að það hefði ekki átt að leyfa annann Vampire Lord. Í þann stutta tíma sem mátti hafa þrjá í stokk var ekki óalgengt að einhver með þrjá í sínum stokk hefði þá alla úti á sama tíma. Spáð hefur ferið að uppvakningastokkar muni tröllríða keppnis-senunni.
———–
En, jæja, eins og ég minntist á áðan eru til tveir nýjir tilbúnir stokkar, „Dragon Roar“ og „Zombie Madness“ og með hverjum fylgir líka fimmta útgáfa af reglubókinni. Það væri því ekki svo slæm hugmynd að fara aðeins yfir reglurnar og t.d. slá föstu því sem er kannski eitthvað óljóst. Mér datt í hug að þýða hana yfir á íslensku en sá svo fram á að það tæki allt of langan tíma svo að í staðinn vil ég fara yfir nokkur atriði sem annað hvort hafa valdið misskilningi eða eru þannig að einhver sagði einhvern tímann að þau væru einhvern veginn og engum hefur síðan dottið í hug að rengja þau.
ATH: Þar sem mörg hugtök spilsins hafa ekki verið almennilega þýdd yfir á íslensku verð ég að nota ensku orðin; textinn verður hálf-bjagaður fyrir vikið.

* Special-summon only *
Sumum skrímslum er ekki hægt að leika beint af hendi heldur þarf að fara einhverja fjallabaksleið til að koma þeim á völlinn; svo sem Fusion-skrímslum, Ritual-skrímslum og skrímslum sem krefjast þess að eitthvað í grafreitnum sé fjarlægt úr umferð. Ef slíkum skrímslum er hent af hendi í grafreitinn er ekki hægt að endurlífga þau. En hinsvegar ef þeim er komið út á réttan hátt og svo rústað… þá er hægt að lífga þau við.
Það ætti að veita því athygli hvaða orð eru notuð í textanum á spilinu. Þetta á við um spil sem á stendur „This card can only be special summoned by“. Á sumum nýrri spilum stendur „This card cannot be special summoned except“, þau er ekki hægt að endurlífga þótt þau séu summon-uð á réttan hátt fyrst. Sú aðferð sem prentuð er á spilið er þá eina aðferðin sem er nokkurn tímann hægt að nota til að summon-a skrímslið, sama hvað tautar og raular.

* Replay *
Replay er hlutur sem gerist þegar búið er að lýsa yfir árás og fjöldi skrímsla á vallarhelmingi þess sem verið er að ráðast á breytist áður en árásin gengur í gegn. Þegar þetta gerist er bakkað að þeim stað þar sem árásaraðilinn velur skrímsli til að gera árás með. Þetta hefur ekki áhrif á árásir sem þegar er búið að gera fyrr í umferðinni.
Dæmi: Summoned Skull(ATK:2500) gerir árás á Sangan sem hefur United we Stand á sér(ATK:1800). Eigandi Sangan notar Scapegoat og Sangan er allt í einu kominn með 5000 í árás. Af því að fjöldi skrímsla verjanda breyttist má árásaraðilinn hætta við eða skipta um skotmark (og ráðast á geit í staðinn).

* Activation Costs *
Sum galdra- eða gildruspil eru þannig að það kostar eitthvað að nota þau, oftast spil af hendi eða líf. Þennann kostnað þarf alltaf að greiða, og ef andstæðingurinn gerir eitthvað sem veldur því að spilið virkar ekki er þessi kostnaður ekki endurgreiddur.
Premature Burial er dæmi um slíkt spil. Þegar það er notað er strax borgað 800 líf og skrímsli í grafreitnum valið. Áður en það kemur inn á völlinn fær andstæðingurinn tækifæri á að gera eitthvað og getur þá notað Mystical Space Typhoon til að rústa Premature Burial. Skrímslið kemst þá aldrei inn á völlinn og eigandinn situr eftir 800 lífum fátækari.

* The Fiend Megacyber * (Og smá sögupistill)
Þegar safnkortaspil hefur verið til í ákveðinn tíma er ekki ósennilegt að reglur þess taki ákveðnum breytingum og misskilningurinn í kringum The Fiend Megacyber er afleiðing þess.
Í gamla daga var það svo að skrímsli sem var komið á völlinn með hjálp effects var undantekningalaust flokkað sem special summon og skipti þá ekki máli hvaðan effect-ið kom, mátti það alveg koma frá skrímslinu sjálfu. Það var á þessum tíma blómsturs og tærra vatna sem The Fiend Megacyber kom út. Nú er öldin önnur og til eru öflug skrímsli sem hægt er að koma út ódýrt þegar viss skilyrði eru uppfyllt og samt kalla það normal summon. En tilkoma slíkra skrímsla breytir ekki hvernig eldri skrímsli virka, og var því tekið fram á The Fiend Megacyber að um special summon væri að ræða þegar hann var prentaður fyrir Dark Beginning 1.
Fleiri spilum hefur verið breytt eftir að þau voru fyrst prentuð, hægt er að sjá lista yfir þau á síðu UDE, hér.

Þá er bara eitt eftir að segja frá (þraukaðu, þetta fer að verða búið) og það er væntanleg booster-sería sem heitir Flaming Eternity. Inniheldur hún 60 spil (asnalega lítið), jafn stór og Soul of the Duelist (sem var líka asnalega lítil) og búast má við að hún komi út 1.apríl. Þeir sem vilja sjá lista yfir spilin í Flaming Eternity geta gert það á þessari síðu.

Þá er ekki fleira í þessari grein, þakkir fyrir lesturinn og verið þið sæl. :)