Ég spilaði Warhammer 40K fyrir mörgum árum og er byrjaður að spila á ný eftir að vinnufélagi minn stofnaði Warhammer spila klúb sem hittist
einu sinni í viku og spila Fantasy eða 40K.

Um daginn byrjudum við að spila Warhammer Fantasy Campaign. Í WFC getur þú valið 1500 punkta her, Empire, High Elves, Dark Elves, Dwarfs, Skaven, Undead, Chaos & Deamons, Lizardmen, Bretonians og Orkar, hvert race hefur advantage dæmi. ORkar geta forced march en missa hermen (þær sem dragast eftir á eru oftast svipaðir til dauða).

Einn spilarana tekur að sér að vera Guð og velur byrjunar stað fyrir leikmennina, eyja er skipt niður í reyti og getur hver leikmaður fært 3 reiti í hvert sinn eða stopað og sent scout til að kanna reitin. Tening er kastað til að ákveða hvað finnst, þorp námur eyðiland og svo framleiðis. Takmar leiksins er að kanna eyjuna legja undir sig reiti og ryðja andstæðinga þína úr vegi þegar leiðir ykkar liggja saman. Þegar orrusta á sér stað það er reiknað út penalty (penalty kerfið gerir orustuan sangjarnari). Síðan er örrustan útkljáð á spila borði. Eftir orustuna er reiknað út Experience fyrir hverja herdeild, eftir því sem líður á spilið munu sumar herdeildir verða reyndar og þú munt reyna halda þeim á lífi.

Við stefnum á að gera moves og scout í gegnum e-mail til Guðs og svo hittast einu sinni í viku og útklja orrustuna.

Ég hef stiklað á stóru og ef fólk vill þá get ég sennt ykkur leikreglurnar fyrir WFC. Hef ekki hugmynd hverslu lengi þetta mun taka. Kanski ég skrifi nokkrar greinar í viðbót eftir því sem líður á spilið.


Happy Gaming
Fairman.