Ég hef alla tíð haft mjög gaman af góðum borðspilum.Hver man ekki eftir því þegar að teningunum var kastað í fyrsta skipti. Spil á borð við “Snákaspilið”, “Lúdó” og það allt. Spilin sem maður byrjar að spila sem barn. Svo komu fleiri & fleiri og þá fór maður að vanda valið. Megnið af þeim spilum sem að eru smíðuð eru ekki mjög flókin. Yfirleitt eru þau byggð að einhverju leyti á sömu hugmyndum og hafa sömu markmið. En íslensk borðspil hafa jafnan skorið sig úr. Skortur á þeim gerir þau einstök. Spil eins og “Útvegsspilið”, “Rally-spilið” og fleiri hafa verið prentuð í mjög litlu upplagi, og á endanum gufað upp. Mikil lægð lá yfir íslenskum borðspilum eftir c.a. 1982. Að undanskildu “Trivial-Pursuit” útgáfu 1 í kringum ´90. Svo á síðustu 5 - 8 árum hafa ýmsir gert heiðarlegar tilraunir til þess að hanna ný spil (t.d. “Fimbulfamb”). Einhvað hefur borið á endurútgáfum og viðbótum (misgóðum). T.a.m er synd hve illa hefur farið fyrir “Trivial”, því ágæta spili. Spurningarnar er orðnar fáar og flokkarnir farnir að fölna, og ekki hjálpar síðasta útgáfa (bættu við c.a. 1000 nýjum spurningum fyrir yngsta aldurshópinn og hann hefur minnst gaman af þessu spili tel ég).
Nú, svo ég komi mér nú að efninu þá hefur mig lengi langað að vita hvort einhver er svo ríkur að eiga eitthvað af þessum spilum ? Veit einhver til þess hvort að þau eru til einhversstaðar öll á einum stað? Ég veit að til eru reglur um svokölluð “skylduskil” á prentefni á íslensku, veit einhver hvort að þessum spilum hafi öllum verið safnað saman einhverstaðar, t.d á Þjóðskjalasafninu eða þvíumlíkt? Nú, ef ekki, þá væri sniðugt að reyna að gera slíkt. Búa til litla sýningu, eða safn með öllum íslenskum borðspilum sem hafa verið gerð. Þetta hljómar kannski fáránlega, en spáið í því. Þetta eru jú handverk, listaverk, hönnun og hugvitsverk og umfram allt minjar um íslenska spilamenningu. Gaman væri að sjá lista yfir öll þau spil sem hafa verið gefin út hér á landi (á íslensku). Er slíkur listi til? Endilega bendið mér á hann eða póstið honum. Ég ætla að telja saman þau sem ég man eftir. Vinsamlegast fyllið í eyðurnar.

- Útvegsspilið
- Rallyspilið
- Fimbulfamb
- Undir sólinni
- Gettu Betur
- Séð & Heyrt spilið (hefur EINHVER spilað þetta?)
- Landnámspilið (eða söguspilið)
- Askur Yggdrasils
- “Slá í gegn” (fylgdi beð bókinni “Draumur okkar beggja”)
- Verðbréfaspilið
- Matador
- Ísland (held ég að það heiti, skilst að það sé monopoly ripp)
- Áfram Latibær ( svona krakka spil,þekki það ekki )
- Svo náttúrulega Trivial 1 (dökkbláa), Trivial 2 (ljósbláa), aukaspurningarnar (guli kassinn), Trivial 3 (Fjölskylduspilið), Trivial 4 (Barna & Fjölskylduspilið) + Viltu vinna milljón 1 & 2 (Barna & unglinga)

….allaveganna. Þetta er það sem ég man í augnablikinu. Vona að einhverjir hafi haft gagn & gaman af.