Já, þessi grein er með asnalegt greinarnafn þar sem að hún
á meira og minna eftir að fjalla um ekki neitt. Eiginlega er hún
bara vangaveltur og asnaskapur.

En fyrst ég er nú einu sinni búnað opna þetta blessaða
textabox, og hef aðeins takmarkaðan tíma hér á
veraldarvefnum, ætla ég að taka fyrir málefni sem að brennur
á vörum, allra þeirra semað safna ekki Warhammer.

“Afhverju í andskotan ertu að safna Warhammer!?”

Það er nefnilega málið, afhverju í andskotan erum við að
safna Warhammer? Er það kannski útaf því að okkur finnst
gaman að mála? Eða kannski afþví að við eigum of mikið af
peningum og við viljum losna við þá? Ástæðurnar geta verið
svo margar…
En samt er meginmálið eiginlega afhverju erum við að eyða
tíma okkar í þetta en eitthvað annað? Í fyrsta lagi er þetta dýrt, í
öðru lagi er þetta tímafrekt, og í þriðja lagi þá er þetta ótrúlega
óvinsælt meðal almennings.

Að það sé óvinsælt er ekkert sam þarf neitt að laga, sé
einhver að æpa á mann “helvítis njerði! safnar warhammer”
þá svarar maður bara “þetta er mitt áhugamál, hættu svo að
bögga mig eða ég slappa þig með harðfiski!” Ég finn enga
löngun í mér til að sanna mig fyrir einhverjum súkkulaði
strákum, sem að segja “ha?” þegar þú segir þeim að 1+1 séu
2.
Það að þetta sé tímafrekt sannar bara að við séum þolinmótt
fólk, sem að er mikil kostur í þessu samfélagi sem við lifum
í…
En það sem flestir segja að sé versti kosturinn er að þetta sé
svo dýrt. Það er frekar auðvelt að sjá að GW er bara að
blóðmjólka okkur fyrir eitthvað “plastdrasl” en fólkið sem
vinnur þar, vinnur löngum stundum að gera módelpartana
svona fullomna og gera svo mót til að fjöldaframleiða, að það
er kannski ekkert skrítið hversu dýrt það er…

Jæja, ég er nú bara ekkert að fara með þessu, en það sem ég
er að reyna að segja. Eða öllu heldur spyrja: Afhverju safnarðu
Warhammer, og það sem meira er. Afhverju safnaru því en?

Yðar einlægi, HackSlacka Árnason
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi