Pæling : Warhammer : Hrein nördska? já þetta er önnur ,,pælinagreinin“ sem ég sendi hér inn á huga. Pælingin er hvort það sé bara stimpill á okkur Warhammer menn að við séum nördar?

Oki, vanaleg viðbrögð þegar ég segji að ég safni Warhammer, eru bara hlátur og kannski: Ertu ekki að djóka??? Ég er kannski samt ekkert að halda þessu leyndu því ég skammast mín engann veginn fyrir þetta og ég er stoltur ef eitthvað er. Af hverju er akkurat þetta eitthvað ,,nördalegt”?

Af hverju þykjir þetta asnalegt, þetta er náttúrulega tindátaleikur, sem segjir sitt, en þetta er einnig mikið meira. Þetta eru ekki bara litlir kallar og teningar, heldur mórallinn við að mála og spila og sjá yfir sinn fullmálaða her, það er frábær tilfinning. Að finnast vera herforingji og ráða yfir heilum her, þetta er frábært! Það virðist sem fólk virðist ekki skilja þetta. Það þarf kannski að hafa smá anda í sér og fíling fyrir þessu, en samt.

Spáið í því ef fólki þætti þetta bara mjög venjulegt, haldiði þá að það myndu fleiri safna? Er þetta kannski bara einsog að koma úr skápnum? Kannski er málið að auglýsa þetta meira og kynna þetta fyrir fólki. Ekki að ég sé að vera leiðinlegur en Nexus auglýsir nærrum því ekkert. Þetta berst bara fólks á milli.

En pælingin er bara af hverju fólki finnst þetta svona ,,nördalegt". Svarið þessu og komið með rök endilega:)


kv.
Quentin Doggfathe
GoodFella