Risk (Conquer the world) Eftir að hafa rekist á grein eftir QDOGG um að það þyrfti að koma þessu áhugamáli aftur á legg áhvað ég að skrifa smá grein um Risk og áhuga minn á því spili.

Í þessu borðaspili geta sex manns spilað í einu og eiga þeir að framkvæma ýmis mission til að sigra. Í byrjun spilsins er leikönnum úthlutað löndum og einu missioni handahófskennt og stillir hver leikmaður herjum sínum (sem honum er úthlutað eftir fjölda leikmanna í spilinu) upp á þann hátt sem hann telur þjóna hagsmunum hans best. Síðan hefst spilið, en þetta er teningaspil og ráða teningarnir úrslitum í bardögum leikmanna.
Þetta spil krefst mikillar hugsunar og útsjónasemi og getur verið mjög spennandi og taugaþrungið enda eru oft 6 aðilar að reyna að framkvæma sín mission þvert á móti missionum annara leikmanna.

Þar sem ég er friðarsinni en hef þó mikinn áhuga á hinum ýmsu stríðum þá er þetta spil hentugt fyrir mig til að fá útrás. Risk er eins og skemmtileg skák þar sem ekki eru einungis ferningar heldur fullt af löndum sem hvert býður upp á möguleika um árás á fullt af stöðum.

Ef þið hafið prófað þetta spil, þá þarf ég ekki að segja ykkur hversu frábært það er en fyrir þá sem ekki hafa prófað það þá hvet ég ykkur alla til að verða ykkur úti um eitt slíkt. Stór kostur vi þetta spil að MÍNU mati er að maður sleppur við umstangið við að líma og mála kallana, þarna er þetta ellt tilbúið til að vera tekið upp um leið og maður kaupir það.

Vonandi vakti ég áhuga einhvers ykkar á þessu spili (sem er víst nokkuð gamalt miðað við það sem ég hef heyrt)
Enjoy
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”