Jæja ég hef sama og ekkert verið virkur á þessu áhugamáli og
það er fyrst og fremst útaf því að Borðaspil áhugamálið er gjörsamlega stopp. Reyndar er þarna nýr notandi ,,HackaSlacka“ að halda þessu uppi en án hans er þetta stöðvað. Ég veit að wh spjallið er komið og það þykjir betra og fullkomnara en það þýðir samt ekki að þetta áhugamál eigi bara að vera stopp.Þegar ég byrjaði að vera huganotandi í kringum nóvember 2002 þá sá ég þetta áhugamál og byrjaði alveg einsog brjálaður maður að senda inn greinar,korka og kannanir. Þá voru líka menn að skrifa eitthvað af viti en ekki eitthvað rugl. Þá var so mikið að gerast að það fóru mjög margir að senda inn fluff, málningargreinar og greinar um herinn sinn eða eitthvern sérstakan Character. Þá voru menn einsog Brjann,Azmodan,Sokratez (þá azi), QDOGG, kofi22,kjarrikorn og kreoli þessir virkustu menn og það var daglega nýtt efni eftir þá. Og var svo ekki bann á GW myndir og það var mikið umræðuefni, en núna er hver myndin á fætur annari.
Ég bara legg til, og næstum krefst, að við náum þessu áhugamáli í sitt gamlaform, hverjir styðja það?



Og einnig vildi ég ræða um áhuga minn á Warhammer.

Ég byrjaði að safna Warhammer um 2001 og keypti mér byrjunarmálningarpakka með Bretonnia því að mér fannst Fantasy flottara en 40k (no offense, 40k er samt æði). Ég málaði þá bara á no time og fór á heimasíðu GW og leist þá best á Empire. Eftir það var ég stanslaust að kaupa mér pakka og gat ekki hætt þessu. En svo sumarið 2002 þá hætti ég bara alveg. Ekkert warhammer. Svo í nóvember 2002 (22 ef ég man rétt:D) þá sá ég þetta áhugamál og byrjaði að stunda það á fullu og þá lifði ég bara fyrir huga nánast, aðallega borðaspil. Þá var einsog ég sagði þessi bylgja og það var alltaf eitthvað í gangi. Þá smitaði ég frá mér og það byrjaði 80% af strákunum í bekknum að safna. Svo prófaði ég að safna LOTR og því ég er brjálaður LOTR fan þá fílaði ég það meira og safnaði því meira af því. Ég var samt aldrei neinn spilari þótt ég kunni reglurnar og allt þá var ég meira svona ,,safnari”. Svo bara núna um byrjun sumars 2003 þá bara hætti ég og er ekkert byrjaður síðan. Getur ekki eitthver gefið mér ráð um hvernig ég á að fá áhugann aftur, ég er nýbyrjaður að lesa LOTR aftur þannig að kannski kviknar eitthvað út frá því. En já ég þarf hjálp með áhugann?





Og já ég vill bara að þetta áhugamál nái sínu formi og ég skora á þessa fyrrnefndu ofurhuga, og reyndar alla, að vera ekki feiminn við að senda inn greinar því að andinn hér á Borðaspil er ekki harður og það eru allir vinir:)


kv.
Q-dogg
GoodFella