Daemonhunters

Sælt veri fólkið! Ég ætla mér að ræða aðeins um Codex Daemonhunter og hvernig Games Workshop (GW) gersamlega klúðraði öllu sem heitir uppfærslur á sveitum (þungavopn og sérvopn). Einnig kem ég til með að benda á hvernig er hægt að nota punktana vel/betur.

En fyrst langar mig til að fjalla um þá galla sem varða uppfærslur á bæði venjulegum Gray Knight og Jusicars.

Byrjum á Gray Knights:

Venjulegur Gray Knight kostar 25 punkta. Með sömu tölur og Spacemarine og álíka góðar sérreglur er Gray Knight að borga 10 punkta (Spacemarine kostar 15 punkta) fyrir: str 6 vegna force weapon og að uppfæra bolter í Stormbolter. Þeir fá líka auka árás fyrir tvö vopn, auk þess sem þeir fá +1 í WS. Finnst mér þetta nokkuð sanngjarnt verð á Gray Knight ef við berum hann saman við venjulegan Spacemarine.

Svo kemur gallinn og það eru uppfærslur á vopnum, sem eru að mínu mati verðlögð kolvitlaust. Það er eins og GW hafi gersamlega gleymt því að þegar Gray Knigts taka sér í hönd t.d. PsiCannon þá missa þeir Stormbolter og NFW (Nemisis Force weapon) sem þeir höfðu, að mínu mati, borgað 7 punkta fyrir. Ef við gefum okkur það að WS 5 kosti 3 punkta (má vera að þetta mat mitt sé ekki rétt).

Hér ætla ég að fara í kosti og galla þess að uppfæra venjulegan Gray Knight í Gray Knight með PsiCannon. Þar sem Gray Knights eru bestir í návígi þá ætla ég að nota þær tölur sem PsiCannon er með þegar sveitin er á hreyfingu (drífa 18” í stað 36”).

Gróðinn :
+2 str þegar skotið er (PsiCannon með str 6. Stormbolter með str 4).
+1 skot (PsiCannon er assault 3. Stormbolter er assault 2).
+1 AP PsiCannon með AP4. Stormbolter með AP5).
Ignorar Inv. save (gef ekki mikið fyrir þetta þar til ég hitti Seer Counsil).

Tapið:
-6” í ,,range” (PsiCannon með 18”. Stormbolter með 24”). Trúið mér, þessar 6” eru mikilvægar.
-2 str í návígjum (NFW gefur +2 í str).
-1 árás í návígjum (True Grit, Stormbolter og NFW).
-25 punktar (uppfærsla í PsiCannon kostar 25 punkta).

Mitt persónulega mat er að það sér varla hægt að ,,eyða” 25 punktum verr en í PsiCannon fyrir venjulegan Gray Knight. Fyrir sama punktafjölda (25) er hægt að kaupa 1 stk. Gray Knight í viðbót og þá er hægt að setja dæmið upp svona: einn Gray Knight með PsiCannon á móti tveimur Gray Knights með Stormbolter og NFW.

Skotbardagar:
Gray Knight með PsiCannon fær þrjú STR6 skot sem eru AP4 og drífa 18” (Ignorar inv. save).
Tveir Gray Knights með SB og NFW fá fjögur STR4 skot sem eru AP5 og drífa 24”.

Þar sem mér finnst flestar sveitir í 40K heiminum hafa annað hvort 3+ eða 5+ brynjur (4+ er frekar óalgengt miðað við hitt) þá finnst mér ekki mikið koma til AP mismunarins á þessum vopum. +2 STR er að sjálfsögðu kostur. Stormbolterinn hefur það fram yfir PsiCannon að hafa fleiri skot á lengra færi.

Návígi: (Áhlaup ekki tekið með)
Gray Knight með PsiCannon fær eina STR4 árás.
Tveir Gray Knights með SB og NFW fá fjórar STR6 árásir.

Að auki eru tveir karlar sem auðvitað þarf báða að drepa.

Hvað varðar skotbardaga þá held ég sveimér þá að ég vildi frekar vera með tvo Gray Knights með Stormbolter heldur en einn með Psicannon og er ég þá aðallega að horfa í þær 6” sem Stormbolter drífur lengra. A.m.k. er þetta mjög nálægt því að vera 50/50 hvort maður vill hafa. Ég þarf væntanlega ekki að útskýra fyrir ykkur hvort ég vildi frekar hafa í návígi.

Og þá að Justicar. Hann er nákvæmlega eins og venjulegur Gray Knight nema hvað hann er með A+1, Ld+1 og NFW hans er Powerweapon. Fyrir þetta borgar maður 25 punkta, 10 fyrir auka árás og leadership (sem að mínu mati er of dýru verði keypt) og 15 punkta fyrir powerweapon. Semsagt karl upp á 50 punkta. Og hvað svo ef maður vill vera með Powerfist til að eiga smá séns í skepnur með hátt toughness og tæki eins og Drednoghts. 25 auka punktar!!! Og hvað verður um powersword? - sem hann borgaði 15 punkta fyrir. Geymir karlinn það í footlokkernum sínum eða kannski í rassvasanum?
Hvernig finnst ykkur svo að borga 75 punkta fyrir Justicar með Powerfist og stormbolter, á meðan maður borgar 60 punkta fyrir SM veteran Sgt með powerfist og stormbolter. Hefði ekki verið eðlilegra ef undir Justicar kaflanum hefði staðið eitthvað á þá leið að Justicar mætti skipta á NFW fyrir powerfist fyrir +10 punkta?

Þess má að lokum geta að Gray Knight Terminator getur fyrir 25 punkta (sama og Gray Knight í powerarmor) skipt út Stormbolter fyrir PsiCannon!?! Afhverju borgar Terminator 25 punkta fyrir að fá Psicannon fyrir stormbolter á meðan Gray Knight í powerarmor borgar 25 punkta fyrir PsiCannon í skiptum fyrir bæði NFW og Stormbolter ?

Hver veit, kanski eru Daemonhunters með frábært codex og ég er bara vanþakklátur…..

Kveðja
Volrath