Seint um síðir en kemur þó….

Bastich skoðar: Dwarfs


Stutt yfirlit: Eitt elsta heimsveldið í Warhammer-heiminum (og það elsta í “Old World”) er veldi dverganna í Worlds Edge Mountains, sem eru kölluð það vegna þess að þau eru talin austasta brún “gamla heimsins”. Landfræðilega séð eru það Úralfjöllin í Rússlandi, en dvergarnir sjálfir eru allt annað en Rússar! Dvergar búa í stórum virkjum, sem kallast “Karak”, sem þýðir líka “ávallt standandi” (enduring). Dvergar eru tæknivæddasti herinn í Warhammer, en í staðinn fyrir að vera með brjálaðar uppfinningar sem eru jafnlíklegar til að drepa notandann (Skaven) þá eru dvergarnir með tæki og tól sem eru gerð til að gera sitt verk, og gera það öldum saman.


Helstu styrkir: Dvergar eru besti varnarherinn í Warhammer, punktur. Hver einasti dvergur hefur T4 og Ld 9, og flestir þeirra eru í Heavy Armour í þokkabót! Þeir hafa líka mjög stórt úrval af War Machines sem hægt er að sérsníða með rúnum. Rúnirnar eru líka sterkur punktur, því þær leyfa dvergunum að sérsníða galdravopn, brynjur og aðra hluti. Síðan má ekki gleyma að þeir hafa góða galdravörn, en það er góð ástæða fyrir því….


Helstu gallar: Dvergar eru ekki spretthlauparar. Með Movement 3 eiga þeir mjög erfitt með að bregðast við þegar þess þarf. Dvergar hafa heldur enga galdrakarla, ekkert Cavalry og engin Monsters til að ferðast á! Allt í allt, skortir herinn líka mikla fjölbreytni. Flestir dvergaherir eru sitjandi á feita rassinum sínum og skjóta allt í spað sem hreyfist!


Jafnvægi hersins: Dvergaherinn er því miður ekki í jafnvægi, en það er aðallega í fjölbreytileika. Þó eru sveitirnar í góðu jafnvægi, allar vel nothæfar fyrir utan tvær War Machines sem fengu dálítið slæma útreið, reglulega séð. Herinn er best settur að hreyfa sig sem minnst, og skjóta allt það sem þeim líst illa á. Hægt er að spila sóknarher með dvergum, en hann er reyndar bara varnarher sem færist 6“ áfram í hverju turni. Að drepa einn dverg er miklu meira vesen heldur en að drepa einn mann eða jafnvel einn Orc, hvað þá heilan her af þeim! Þess vegna eiga margir spilendur það til að ásaka dverga um að vera leiðinlega, vegna þess að dvergar eiga í litlum vandræðum með að drepa aðra! En það er alveg hægt….ef þú veist hvernig. :)


Sagan og bakgrunnur: Rík og djúp saga hjá dvergunum. Fyrir mörg þúsund árum byrjuðu dvergarnir að nema fjall undir fót og ferðuðust norður eftir Worlds Edge Mountains og byggðu mörg Karaks, og standa þau nær öll enn þann dag í dag. Stærst þeirra er Karaz-A-Karak (ævarandi fjallstindur) og hefur það aldrei verið sigrað. Dvergarnir sáu aldrei neina þörf til að fara frá fjöllunum þar sem þau voru full af því sem dvergar elska mest: Gull. Síðan var fullt af öðrum eðalmálmum, auk þess að fjöllin eru stór og örugg. Öryggið sýndi sig best þegar Chaos komu fyrst í heiminn. Þá földu dvergarnir sig í fjöllunum og sátu hjá mest-öllum vandræðunum sem komu upp (Ég segi nánar frá því þegar ég kem að álfa-bókunum). En þegar dvergarnir komu út aftur, voru þeir búnir að eignast nýja nágranna, álfana frá Ulthuan. Í fyrstu gekk allt í lyndi, en síðan réðust álfarnir á dvergana, og allt fór í háaloft. Eitt stærsta stríð sem Warhammer-heimurinn hefur séð, Stríðið um Skeggið (War Of The Beard) teygði sig um stórt svæði og varði í næstum 500 ár. Stríðinu lauk með dauða Fönix-konungs álfanna og brottför þeirra úr Gamla heiminum. En dvergar voru ekki lengi í Paradís. Skömmu síðar kom mikill jarðskjálfti (10+ á Richter) og stórskemmdi öll virki dverganna. Margir óprúttnir aðilar sáu sér leik á borði og hópuðust saman til að ráðast á dvergana. Á 1200 ára tímabili eftir þetta misstu dvergarnir meira en hálft veldi sitt, afhroð sem þeir hafa enn ekki náð sér af, og munu líklegast aldrei gera. En þó er ekki öll nótt úti enn, því þegar æðsti kóngur dvergana er eitt sinn handsamaður af Greenskins kemur mennskur ættbálkur undir leiðsögn Sigmars nokkurs og bjargar deginum. Upp frá þessum atburði er stofnað bandalag milli dverga og manna, og leiðir þetta til stofnunar mennska Keisaraveldisins (Empire). Upp frá því hefur dvergaveldið náð að halda sér lifandi, en lítið meir. Þeir eru heimsveldi sem hægt og rólega er að deyja út, líklegast því það er margfalt fleiri Greenskins og Skaven á ferðinni heldur en dvergar….

Varandi Stóra Skjálftann: Það eru tvær mögulegar ástæður gefnar fyrir honum. Sú fyrsta er sú líklegri, en hún er að Slann-froskarnir ákváðu að fylgja vilja meistara sinna, og færðu eina heimsálfu smá til. (Svona eins og við færum húsgögn í stofunni. Þeir eru ÞAÐ kröftugir) Hin útgáfan er frá Skaven. Clan Skryre gerðu tilraun með því að búa til vél sem átti að safna saman fullt af Light Magic og geyma það til brúks seinna (risastór rafhlaða). En eitthvað fór úrskeiðis (fastir liðir eins og venjulega hjá Skaven) og ”rafhlaðan“ sprakk. Sprengingin var svo öflug, að allar rotturnar voru næstum því þurrkaðar út, og höggbylgjan kom af stað jarðskjálftanum stóra. Seinni kenningin var sett fram á þeim tíma þegar Lizardmen voru ekki her, þannig að þær stangast dálítið á.


Fyrir þá sem spiluðu ”gamla“ Warhammer: Þetta er næstum því sami herinn, en þó mun kraftminni en þið munið eftir. Organ Gun er ekki lengur Drápsmaskína Dauðans, og ”Stealth“-rúnin margfræga er orðin sanngjörn. Þá hafa rúnirnar þeirra sömuleiðis verið skornar niður. Á móti kemur að herinn er orðinn hraðskreiðari, ef hægt er að kalla dverga ”hraðskreiða“….


Herinn sjálfur: Gull, skegg og fullt af bjór….

Spes reglur: Fyrst ber að nefna Hatrið þeirra. Dvergar Hata Greenskins! Þetta gerir ”Greenskins vs Dwarfs“ bardaga að skemmtilegum bardögum (og Night Goblins vs Dwarfs bardaga ennþá fyndnari) en margir virðast gleyma þessarri reglu nútildags. Sannur dvergur gleymir aldrei hverja hann hatar!

Sökum þess hversu stuttfættir dvergar eru, þá Elta þeir og Flýja (Pursue & Flee) einni tommu minna heldur en venjulega. Eins slæmt og þetta hljómar, þá er það oft sem þessi eina tomma bjargi manni frá því að yfirgefa borðið! En nýleg regla sem bætt var við og bjargar Dvergahernum frá ”Hægfarasti her spilsins“ verðlaununum er Relentless-reglan. Í stuttu máli, dvergar mega alltaf Marcha! Þetta kemur sér lygilega vel, og þýðir að hraðskreiðir, veiklynda hlutir eins og ofvaxnir fuglar, laumulegir álfar og stakir characters verða ekki eins áhrifaríkir og venjulega.

Síðan má ekki gleyma Slayers, litríkustu sveitinni í hernum. Þeir eru með spes hæfileika sem hækkar Strength hjá þeim eftir þörfum. Kemur sér mjög vel á móti hinum ýmsu skrýmslum sem hafa lyst á dvergum.

Síðast kemur galdrareglan. Dvergar hafa enga galdrakarla, og halda þá margir að þeir séu hálfvarnarlausir gegn þeim, er það ekki? Rangt. Allir herir fá að minnsta kosti tvo teninga í Dispel-hrúguna, en dvergar fá fjóra. Og hver Runesmith sem er í hernum bætir við einum til viðbótar. Það er því lítið mál fyrir dvergana að verjast gegn magic.

ATHUGIÐ: Jafnvel þótt dvergarnir hafi enga galdrakarla, þá fá þeir samt tvo teninga í Power-hrúguna sína. Þá teninga er hægt að nota til að slökkva á göldrum sem eru ”Remains in Play“.


Magic Items: Dvergarnir hafa þann lygilega sterka hæfileika, að þeir geta búið til sín eigin Magic Item. Í gamla Warhammer-kerfinu voru stórar exir búnar til sem voru svo hættulegar að fólk var skíthrætt við þær. Nú á dögum, þegar punktatakmörkun er komin á Magic Items, þá eru brynjur vinsælastar, og eiga dvergahetjur það til að drepast alls ekki fyrir vikið.

Dvergar fengu eitt Magic vopn úr Albion-herförinni sem ég tel vert að minnast á, en það er Blade Of Shining Death. ”+1 Strength, No Armour Save“ er ekkert mál að búa til úr rúnum, en tvennt vil ég benda á. Í fyrsta lagi, er þetta 10 puntkum ódýrara en rúnaútgáfan, og í öðru lagi leyfir þetta þér að vera með TVÖ ”No Armour Save“ vopn í hernum! Ekkert slor það!

Nokkrar góðar samsetningar á rúnum:

Vopn: Flestar Master Runes eru einfaldlega of dýrar til að vera virði puntkanna sinna, en þó er ein sem slær alltaf í gegn: Master Rune of Swiftness + 2 Runes Of Cleaving: Jafngildir Great Weapon sem byrjar alltaf! Kemur sér lygilega vel fyrir dverga sem byrja næstum alltaf seinast. 65 Pts.

2 Runes Of Striking + Rune of Cleaving: Gott fyrir lumbra á óvinum með hátt WS, til dæmis Chaos og vampírum. Kostar líka bara 40 pts.


Brynjur: Það er hægt að búa til lygilega sterkar brynjur fyrir dverga. Sú sterkasta myndi nota blöndu af: Master Rune Of Gromril + Rune of Resistance. 50 pts fyrir eina sterkustu brynju í spilinu! Og það er pláss fyrir eina rún til viðbótar….

Rune Of Shielding: Þessi kemur sér lygilega vel ef þú ætlar að hafa karlinn einan á ferð. Algjört ”must“ ef þú hefur Anvil Of Doom.

Munið að til þess að dvergacharacter geti tekið Runic Armour, þarf hann líka að kaupa venjulegt Armour! Nú vitið þið af hverju Light Armour er til boða! :)


Runic Standards: Ef þú tímir BSB, þá eru allar Master Runes hérna vel þess virði. Master Rune Of Valaya kemur sér best í stórum bardögum. Ég sé litla ástæðu til að fara nánar út í þessar rúnir, þar sem þær eru næstum allar þess virði, en þær tvær ódýrustu eru þó langbestar.


War Machine Runes: Hér eru nokkrar djöfullegar rúnir. Margar þeirra eru löngu orðnar sígildar og sjást í hverjum einasta dvergaher, en þó er einn hlutur sem er dálítið nýr af nálinni: Master Rune Of Skewering + 2 Runes of Penetrating: Á meðan rúnirnar eru dýrari en maskínan sjálf, þá tekur skamman tíma að vinna aftur punktakostnaðinn! Sérstaklega ef þú nærð Flank-skoti á riddarasveit! Runes Of Penetrating á Stone Thrower er líka góð fjárfesting.


Talismanic Runes: Lúxusrúnirnar. Hver einasta rún hér er þess virði að taka. Takið eftir að Rune Of Luck leyfir bara re-rolls fyrir þann sem er með rúnirnar! Á móti kemur að þú mátt kasta hvaða teningi sem er. Meira um það seinna…


Lords: Þar sem skeggið er geymt í brókunum….

ATHUGIÐ: Great Weapons og Gromril Armour (4+ AS) eru bestu vinir dverganna.

Lord: Lítilfjörlegt nafn, ekki satt? Þó er Dwarf Lord ekkert lamb að leika sér við. Leiðtogi dvergahersins (þótt það sé lítið þörf á því í þessum her) og andskoti seigur í close combat. Flestir Lords þurfa bara Great Weapon og góða brynju til að kljúfa niður óvinina. Þess vegna er gott að kaupa galdrarúnir á hann sem gagnast hernum í heildina. Master Rune Of Kingship og Dismay eru góðar uppástungur. Að kaupa Crossbow eða Handgun á hann er sóun á punktum, eins og það er oftast með skotvopn á Lord-characters.

Í gamla daga mátti Dwarf Lord sitja á Throne of Power, sem var hásæti borið af 4 dvergum. Því miður er þetta ekki leyft lengur, en þar sem reglur fyrir það voru birtar í ”War of the Beard“ pakkanum (65 pts, Magic Resistance 2, og fjórar WS 5 S4 aukaárásir), sé ég enga ástæða til að leggjast gegn þessu í vinalegum bardaga. Módelið er virkilega flott og setur svip á herinn.


Runelord: Langafarnir. Þessi er meiri leiðtogi, minni stríðsmaður heldur en Lord, plús það að hann hjálpar hernum meira. Til að byrja með má hann taka allar þessar ”Runesmith only“ rúnir, og þar er margt gott að hafa. 3 Runes of Spellbreaking (”Dispel Scroll“ rúnirnar) eru klassík. Þar að auki bætir hann við einum Dispel tening í Dispel Dice-hrúguna. Ef þú byggur herinn upp á engu nema Runesmiths/Runelords, þá þarf litlar áhyggjur af hafa af óvinagöldrum, en þeim mun meiri áhyggjur af close combat. 2 árásir er dálítið slappt fyrir Lord-character, en WS 6 og T 5 bæta upp fyrir það. Runesmiths/Runelords eru einmitt týpurnar til að geta komið að einhverju gagni með Crossbow eða Handgun, en mega þeir nota þá? Nei, auðvitað ekki!

Runelord má draga með sér Anvil of Doom. Í gamla daga var það hreyfanlegt og hafði bara einn galdur: Eldinguna góðu. Í dag flokkast þetta sem terrain, sem þýðir að það má ekki færa það! En á móti kemur að það er vel varið gegn skotárásum, og gefur dvergunum heila 4 galdra. Og það ekkert slor galdra! Ef venjulegur galdakarl myndi sjást með þessa galdra, væri hann skotinn á staðnum! En hár punktakostnaður á Anvil of Doom leiðir til þess að það kemur sér ekkert vel fyrr en farið er í 3000 pts bardaga….


Daemon Slayer: Berrassaður Dwarf Lord með +1 I! VÁ! En í alvöru talað, þessi Lord er sjaldséður. Fyrir gaur sem hefur ekkert nema T 5 til að halda sér lifandi, er hann allt of dýr. Hann má bara vera með vopnarúnir (Master Rune Of Swiftness + 2 Runes Of Fury eru fínar) og hefur takmarkað notagildi, aðallega vegna þess hvað hann er hægfara. En munið, hann er eins manns tjörupyttur, og honum gefst tækifæri á, getur hann tafið stóra og feita sveit HEILLENGI.


Heroes: Og skeggið styttist…

Thane: Týpísk hetja. Þó veldur það mér smá vonbrigðum að þeir fá ekki +1 T, eins og Greenskin og mannahetjur, en meiri vonbrigðum. að þeir fá ekki +1 LD, eins og næstum allar aðrar hetjur. Þrátt fyrir það eru Thanes seigir andskotar, og vel virði punktanna sinna. Nema þú kaupir á þá Handgun eða Crossbow.


Runesmith: ”Bara“ afi gamli. Dýrari en Thane, lélegri í combat, en kemur að miklu meira gagni. Auk þess má hann hafa 75 pts í rúnum, sem er akkúrat nóg fyrir 3 Runes Of Spellbreaking. Alltaf gott að hafa 1 í hverjum her.


Engineer: Venjulegur dvergur með 2 wounds of +1 BS. Úúúúú. En hann er nothæfari en Empire Engineer, þrátt fyrir að hann hafi ekki ”Sniper“ Riffilinn. Spes reglan hans fyrir War Machines leyfir þér að giska tvisvar upp á fjarlægðir, sem er þrusugott á Stone Thrower. Á Bolt Thrower máttu kasta aftur ef þú hittir ekki. EN það sem hann er langbestur í er að hafa tvær Runes Of Luck. Þá máttu re-rolla hvaða teningakasti sem er. (sem tengist honum beint) Eins og til dæmis Scatter & Artillery teningunum. Spurningin er þá, auðvitað, hvort maður er ekki farinn að eyða allt of mikið af punktum í að láta eina War Machine svínvirka. Þrátt fyrir hæfileika sína, er hann best settur í 3000+ pts bardaga. Tvær Pistols eru betri en ein.


Dragon Slayer: Ódýrari útgáfa af Deamon Slayer, ennþá með +1 I. Þessi er mun nothæfari, vegna ódýrari punktakostnaðs, en hefur bara T 4 til að halda sér lifandi. Ef þú ert með stóra Slayer-sveit, sakar ekki að troða honum þangað….


Core troops: Hæ hó, hæ hó…..

Warriors: Sterkur þáttakandi í ”besta Core-sveit spilsins“. Það afl sem þarf til að drepa eina svona sveit (hvað þá vinna hana) er gífurlegt miðað við punktakostnað. Fyrir 9 pts (Heavy Armour, Shield) ertu kominn með gaura sem lifa af lygilegustu hluti. Fyrir 11 pts (Great Weapon) ertu kominn með gutta sem geta barið illilega til baka. Ég mæli sterklega með að minnsta kosti einni svona sveit í hvern dvergaher. Svona 20 manns er pastlega mikið.


Crossbowmen: 12 pts er dálítið mikið fyrir Crossbowmen, ef miðað er við að Empire-menn borga 8 pts fyrir þá. En menn eru líka ræflar og þola ekki neitt. Auk þess er Light Armour innifalið. Skondinn hlutur er að kaupa á þá skjöld. Þá verða þeir andskoti seigir í close combat, með 4+ save!


Thunderers: Næstum því tvöfalt meira verð heldur en Empire borgar! En fyrir utan það sem vitað er um manngreyin, þá eru Dwarven Handguns BETRI. Þær MEGA hreyfa sig og skjóta (lygilega kröftugt) og fá +1 to hit ef innan við Short Range. Stundum er gott að færa sig 3 tommur áfram bara til að fá skotmarkið inn í short range. Þá breytist talan frá ”5+ til að hitta“ í ”4+ til að hitta“. :) Thunderers eru líka skemmtilegir í að kaupa skjöld á, en verða þá dálítið dýrir fyrir vikið.

Thunderer Champion má skipta út byssunni sinni fyrir 2 Pistols. Haldið rifflinum, 16 pts fyrir 2 skammdrægar árásir er brandari.


Miners: Venjuleg Core sveit með Great Weapons og Heavy Armour. Og lygilega spes reglu. Þeir geta valið að grafa sig inn í orrustuna, sem þýðir að þeir geta komið inn á borðið frá einhverri borðbrúninni. Eini mínusinn er sá, að þeir geta ekki chargað þegar þeir koma inná. (Sem er algjört svindl. Sjá Skaven og Tomb Kings bækurnar til að skilja hvað ég á við.) Þetta er bæði hægt að nota til að drepa War Machines og koma aftan að óvininum, og til að styrka sinn eigin her þar sem þess er þörf. Ég mæli sterklega með þessari sveit.


Rangers: Ein sveit sem fólk á í mestu vandræðum með að fatta. Hvernig geta Dwarfs verið Scouts? Þeir eru feitir og svifaseinir, og það á að láta okkur trúa því að þeir geta LÆÐST?!? Með Great Weapons í þokkabót? En þar fyrir utan, er þetta sveit sem erfitt er að láta virka. Að láta þá hafa Crossbows er bara allt of dýrt, og Throwing Axes virka ekki með Movement 3. Best er bara að láta þá hafa skjöld og ”læðast“ aftan að óvininum og rota hann með þessum Great Weapons sem prangað var uppá þessi grey. Foresters-reglan er ENN asnalegri en það sem komið er, en hún var sett inn svo að þeir mundu ekki festast inn í skóg ef þeir byrja þar…..:)


Special Troops: …..ids ovv tú vörk ví gó!


Hammerers: Svona eiga dvergar að vera! WS 5, S 4 og Great Weapon gerir það að þeir hitta FAST. Skelltu hershöfðingjanum með þeim og þeir eru Stubborn á LD 10! Eini veikleiki þeirra er hár puntkakostnaður. Ef punktakostnaður er vandamál hjá þér, spáðu þá frekar í….


Longbeards: Alveg eins og Hammerers, bara ódýrari! Plús að þeir eru Immune To Panic, sem er frábært! Mesta drápssveitin í dvergahernum, hún ræður við næstum hvað sem er!


Ironbreakers: ”Skriðdrekarnir“ í dvergahernum, markmið þeirra er að lifa af, ekki drepa. Með 3+ Armour save (2+ í close combat) þá eru þeir jafnseigir og flestar riddarasveitir. Reyndar seigari. Flestar sveitir sem charga þá eiga það til að ”skoppa“ af þeim og vera hraktir á brott! Já, líka Chaos Knights! Veikleiki þeirra eru skotvopn, Ironbreakers skal drepa á færi, ekki í návígi!


Slayers: Tjörupytturinn hjá dvergunum er með betri tjörupyttum sem finnast. 2 árásir og ”tæknilega“ með S 6! Berrassaðir eins og venjulega, en T 4 heldur þeim lifandi í gegnum súrt og sætt. Munið að Slayers Hata Greenskins, þrátt fyrir að vera Unbreakable!

Slayers hafa eina aukareglu, sem leyfir þér að uppfæra eins marga Slayers upp í Giant Slayers (Champion) og þú vilt. Giant Slayers hafa +1 WS, S, I og aukaárás, en kosta líka 26 pts stykkið! Ég ráðlegg 2 Giant Slayers í mesta lagi.


Cannon: Veikari útgáfan af fallbyssum. Samt mun áreiðanlegri en Empire-fallbyssan, bæði út af rúnum, og áhöfninni.


Bolt Throwers: 2 fyrir 1 Special Choice gerir Bolt Throwers að góðum kjörum. Sú maskína sem græðir mest á rúnauppfærslum. Einn Bolt Thrower með Master Rune of Skewering kostar 60 pts, en hefur lygilega góða möguleika á að borga sig upp.


Stone Thrower: Stórhættuleg maskína á eigin spýtur, hún verður ennþá hættulegri þegar dvergar nota hana! Ein Rune of Penetrating bætir Strength um 1, þarf virkilega að segja meira?


Rare Choices: Og hér eru geymdar allar ”brjáluðu“ uppfinningarnar.


Organ Gun: Í gamla daga var þetta slátrunarmaskína sem kostaði 65 pts. Nú er þetta ”Mini-Me“ Helblaster, en kostar samt jafnmikið. Sem er einfaldlega of mikið. Ég er ekki að segja að hún sé ónýt, bara að hún kostar allt of mikið. Réttlátt væri að láta hana gera auka D6 hits í hvert skipti sem hún skýtur. En ekki hlustar GW á mig eins og venjulega…..


Flame Cannon: Önnur War Machine sem kostar ALLT of mikið. Hún dritar Flame-Template heilar 12” áfram. Allt sem lendir undir fær S 5 hit, fær D3 wounds og þarf að taka Panic test ef einhver deyr. Fyrir þennan kostnað er þetta bara brandari. Skaven geta keypt TVO Warpfire Throwers fyrir sömu punktana, og þeir eiga miklu betri möguleika á að nota þá almennilega, þrátt fyrir MINNA færi. Það þarf að láta líta á þetta.


Gyrocopter: Vandræðagripurinn hjá dvergunum, í flestum skilningum orðsins. Þetta apparat flýgur, sem gerir þetta hraðskreiðustu sveitina í dvergahernum. Hún er með litla byssu sem er góð í að angra fólk. En aðalstyrkurinn er samt flugið. Nú geta dvergar leikið sér að hægja á andstæðingnum, flogið við hliðina á eða jafnvel á bak við óvinasveitirnar. Þetta er kannski þyrla, en þetta er ekki Airwolf! Hún er best notuð í að hægja á óvininum og plaffa niður aðskotahluti eins og staka characters. Tvær Gyrocopters sem vinna saman eru algjör PAIN fyrir óvini….

Regluútskýringar: Games Workshop (eins og venjulega) voru óljósir í máli þegar kom að Gyrocopter, og vona ég hérna að geta hjálpað fólki að koma hlutunum á hreint.

Gyrocopter er Flying Unit, með Unit Strength 1, og á að vera á 40mm platta. Hún sér bara framfyrir sig í 90° boga. Gyrocopter er EKKI chariot, og HELDUR ekki War Machine, þannig að hún er ekki sett upp með öðrum War Machines. Best er að hugsa um þetta sem skrýmsli. Mjög asnalegt skrýmsli.


Hvernig spila skal Dwarfs: Með stóra bjórkönnu við höndina, hvað heldurðu! En í alvöru talað, er varnarleikur það sem dvergar sérhæfa sig í. Láttu óvininn koma til þín! War Machines og önnur skotvopn eru það sem drepur mest, dvergasveitirnar með stóru vopnin eiga að ganga frá því sem kemst í gegnum skothríðina. Síðan er alltaf gaman að hægja á andstæðingnum með Miners, Rangers og Gyrocopters til að hægt sé að skjóta hann ENN þá meira. Skjóttu öllu sem þú hefur á eitt skotmark, ef þú hefur heppnina með þér, geturðu hrakið hana á flótta, eða kannske bara þurrkað hana út!

En hvernig á að sigra dverga? Eins sterkir og þeir eru, þá eru þeir ekki ódrepandi. Skotvopnasveitir og War Machines þola close combat ekkert mikið betur heldur en hjá öðrum herjum, gott er að hafa litlar, hraðskreiðar sveitir sem hafa það eina markmið að stöðva skothríðina! Jafnvel þótt þær vinni ekki á endanum, ef þær ná að stöðva skothríðina í bara eitt turn, þá er markmiðinu náð! War Machines eiga það jafnvel til að drepa sig sjálfar, en ekki stóla á það! Dvergar eru ekki snarir í snúningum né margmennir, ef þú getur ráðist á þá frá mörgum áttum í einu, þá ættu þeir að falla eins og allir aðrir. ALDREI fara í challenge við dverga! Það er óhollt! Dvergar ELSKA hæðir, gott er að muna þetta.