Eins og stendur veit ÉG ekki hvenær næsta mót er (grunar að Brjánn viti það) en ég er búinn að vera að spá í ýmsu varðandi hverju mætti breyta eða bæta við.

Fyrst vil ég hrósa því að ákveðið hefur verið að “Revísed Lores Of Magic” dæmið verði LOKSINS tekið inn. Þetta skrúfar niður Lore of Heavens, á meðan Lore Of Life & Beasts verða sterkari. Aðeins fólkið sem getur ekki spilað án þess að hafa halastjörnu í hernum sínum hafa eitthvað á móti þessu. Fyrir þá eru þessi skilaboð: HÆTTIÐ AÐ GRENJA!

Annars vil ég heyra frá ykkur hugmyndir um hvað ætti að vera á framtíðarmótum.

Ég var mjög hrifinn af þessum “Scenarios” á mótinu. Þau gerðu mótið mun svo skemmtilegra. (Bæði það og að ég gjörsigraði í öllum þrem Scenario-bardögunum) Ég hef rekist á tvö önnur Scenario sem ég myndi hafa mjög gaman af því að spila. Segið mér hvað ykkur finnst:

1: CAPTURE THE QUARTERS (Hirða landsvæði)

Einfaldlega það sem það segir. Að ná eins mörgum borðhlutum og mögulegt er. Þetta myndi þá vera gamla góða Pitched Battle með tveim góðum breytingum:

“Captured Quarters” er það eina sem gefur Victory Points.

Uppröðun (Deployment) er ská á móti hvort öðrum. Til að fá betri hugmynd, skoðið uppröðunarmyndina í reglubókinni fyrir Scenario 8: “The Fall Of Chaqua”. (Bls 211)

Þetta ætti að gefa af sér frábærlega skemmtilegan bardaga (en Grugni hjálpi dvergaspilurunum!)


2: HIDDEN DEPLOYMENT (Leynileg uppröðum)

Í gamla daga var uppröðunin aðeins öðruvísi: Stór skermur var settur yfir mitt borðið, og fólk raðaði upp öllum hernum í einu. Seinnameir var notast við “skissumynd” sem sýndi allan herinn uppraðaðan, og átti að fylgja henni.

Plúsinn við þetta er sá, að þú verður að raða hernum upp, með gott sem enga vitneskju um hvernig andstæðingurinn þinn raðar hernum upp. Það kemur svona “Surprise!” inn í þetta. Þá þarf fólk mögulega að bregðast við lygilegustu aðstæðum, og það snögglega.

Mínusinn er sá, að það er virkilega erfitt að framfylgja þessu. Besta leiðin er að nota “hlífðarskerm”, en það er ekki beinlínis auðvelt að finna hæfilega skermi.

Ástæðan fyrir því að ég er að stinga upp á þessu, er sú að ég er orðinn hundleiður á núverandi deployment-reglum. (“Ég með eina sveit, þú með eina sveit,o.s.frv”) Til að bæta gráu ofan á svart eru nokkrir spilarar farnir að hafa óþarflega margar sveitir (Brjánn!) í herjunum sínum til að snúa þessarri reglu sér í hag.

Ég er ekki að segja að ég vilji fara til gamla deployment kerfisins, heldur bara fá einhverja smá tilbreytingu. Á seinasta móti var “Meeting Engagement” scenario, sem reynir að breyta þessu. En gerir það bara ekki nógu vel. Betri hugmynd væri að setja Marching Order frá hlið. Þá á ég við: Sveit 1 er lengst til vinstri, næsta við hliðinna á henni, o.s.frv. þangað til seinasta sveitin er lengst til hægri. OG SKILA ÞESSARRI RÖÐ INN TIL DÓMARA ÁÐUR EN MÓTIÐ HEFST!

…eða bara að hafa almennilegt “Ambush!” Scenario. ÞAÐ mundi vera gaman að spila……

Allavega, hvað finnst ykkur?