Ok bara til að láta það koma fyrir fram að þetta er bara mitt álit og ef einhver er ekki sáttur við mínar skoðanir þá ok allt í lagi með það. Ég ætla að segja hvað “mér” finnst um herina.

WHFB.

Empire. Fínt lið að mínu mati. Mjög fjölbreytt og litskrúðugt.
Eru Lordarnir og heroarnir mjög flottir og nákvæmnir. Er mikið úrval af hermönnum og er sniðugt að láta bóndana (militia) koma fyrir. Eru með flottar og góðar vígvélar og í heild sinni flott lið. Empire fær 9/10 í einkunn.


Dwarfs. Fín módel. Eru kannski soldið flóknir að mála en samt. Mjög góðir í vörn og prýðis hermenn. Mikið úrval af hermönnum. Er þó lítið af Lordum og heroum. Þeir eru með mikið af vígvélum sem eru mjög nákvæmar og öflugar flestar. Eru Dwarfs Nokkuð flott lið. En það er frekar lítið af plastmódelum og meira af járnköllum.
Dwarfs fá 7/10 í einkunn.


Bretonnia. Flott lið, flott módel. Þetta er mjög litskrúðugt lið. Eru með góða heroa en enga special charactera sem mér finnst leiðinlegt. En eru með mikið úrval af riddurum og hermönnum. Er þó lítið af plastköllum og meira af járnköllum. Eru þeir ekki með neinar vígvélar. Bretonnia fær 8/10 í einkunn.


High Elves. Mjög fínt lið fínir kallar og góðir galdrar. Mikið úrval af hermönnum. Er mikið af flottum og öflugum lordum og heroum. Eru með mikið af riddurum og nokkuð af hermönnum. Styrkur þessa liðs byggist mest upp á göldrum. Er nokkuð af plastköllum og nátturulega eitthvað af járnköllum. High Elves fá 7/10 í einkunn.

Lizardmen. Eru nokkuð flott lið en lítið af lordum g heroum. Það eru engir special characterar í lizardmen og mér finnst það dáldið dautt lið. Það er eiginlega aldrei neinar sögur um þá þeir kunna ekki að tala og eru eiginlega bara eðlur og krókódílar. Mér finnst ágætt úrval af köllum og eru þó nokkur skrímsli en engar vígvélar.
Lizardmen fá 5/10 í einkunn.


Wood Elves. Mjög fínt lið en eins og Lizardmen dáldið dauðir. Emgir special characterar, mjög sjaldan sögur af þeim og svona. Eru næstum engir plastkallar og bara járnkallar svo að þetta er mjög vont lið fyrir þá sem að vilja byrja að spila strax. Nokkuð lítið úrval af köllum en þeir eiga góð monsters.
Wood Elves fá 6/10 í einkunn.


Dark Elves. Mjög flott lið. Er með gott úrval af hermönnum og mjög gott úrval af galdraköllum. Eru með góð monsters og ágætar vígvélar. Koma stundum nokkrar sögur af þeim og eru með mikið af lordum og heroum. Dark Elves fær 8/10 í einkunn.


Orcs & Goblins. Orcs & Goblins er mjög flott lið og mikið úrval af lordum og heroum. Eru með mikið úrval af köllum og allskonar riddurum. Eru með mikið af vígvélum og helling af monsterum. Eini gallinn er að þeir eru frekar heimskir og rífast mikið. Að mínu mati mjög flott lið (ég er nú einu sinni að safna þeim svo…) og er þetta tilvalið fyrir suma safnara. Orks & Goblins fá 9/10 í einkunn.


Vampire Counts. Mjög flott lið. Góðir lordar og heroar. Er mikið úrval af hermönnum en ekki jafnmikið af vígvélum. Eru með nokkuð mikið af riddurum og hermönnum. Nokkuð gott lið og með nokkur monsters. Vampire Counts fá 7/10 í einkunn.


Skaven. Ágætt lið. Með gott úrval af köllum warmachines,monsterum og lordum og heroum. Er nokkuð af plast köllum og ennþá meira af járnköllum. Eru með mikið af sérstökum unitum. Skaven fær 8/10 í einkunn.


Hordes of Chaos. Mjög flott lið. Mjög flottir Lordar og heroar. Með mikið af foot units og minna af riddurum og vígvélum. Eru ekki með neina skotkalla en nokkuð magnaða daemona. Eru með nokkra galdrakalla og galdra. Hordes of Chaos fær 8/10 í einkunn.


Tomb Kings of Khemri. Ég hef eiginlega ekkert kynnt mér þetta lið en mér skillst að það sé mjög flott.


Jæja loksins búinn (fjúff) vona að þetta sé einhvers virði.

Azi