Fimmtudagana 27. mars og 3. apríl mun fara fram liðaorrusta í Warhammer Fantasy í spilasal Nexus.

Þema kvöldanna verður hið klassíska Good vs. Evil, en bakgrunnssagan (þ.e. af hverju eru menn að berjast þarna) fyrir kvöldin verður væntanlega kynnt þegar nær dregur. Hugmyndir vel þegnar.

Hver spilari spilar einn bardaga við einhvern úr hinu liðinu hvort kvöld og gengi hvors liðs talið saman eftir bæði kvöldin til að finna út hvort liðið vann. Sumir bardagarnir gætu verið Pitched Battles, en aðrir einhver önnur scenarios, jafnvel til að prófa fyrir næsta mót.

Mæting er klukkan 18:00 báða dagana.

Herjir eiga að vera 2000 pt.

Aðgangur er ókeypis, og veitingar fyrir spilara verða í boði Nexus.

Hámark 18 geta tekið þátt, og til að skrá sig þarf að senda email í nexus@heimsnet.is

Subject: Warhammer Team Battle
Þar þarf að koma fram:
-Nafn á spilaranum
-Hvaða her viðkomandi spilar
-Hvað generalinn í hernum heitir (MJÖG MIKILVÆGT)
-Hvort hann vill berjast á hlið góðs eða ills (sumir herjir eru að sjálfsögðu frekar til þess fallnir að vera góðir eða vondir, og ef ójafnt raðast gæti ég þurft að skúbba mönnum yfir)
-Í hvaða síma er hægt að ná í spilarann (GSM er best)

Svo er bara að tala við alla vini sína og fá þá til að mæta til að þetta verði góður hópur og gaman að spila. Eins og áður segir er hámarkið 18 spilarar, fyrstir skrá sig, fyrstir fá, svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst.

Ég vil samt taka það fram að fólk á ekki að skrá sig nema það GETI MÆTT, það er ekkert ósanngjarnara en það að skrá sig og mæta svo ekki, sérstaklega ef öðrum hefur verið vísað frá vegna þess að það var fullbókað. Ef þið skráið ykkur og getið svo ekki mætt, sendið mér email eða hringið og afboðið ykkur.

Fyrirspurnir og athugasemdir má senda á netfangið brjann@NOSPAMtalnet.is [takið út NOSPAM, ég vil ekki fá ruslpóst :)] eða í síma 696-1305.

Hvað finnst ykkur, á ekki að mæta???

Brjánn