Jæja, ég er í einhverju hrikalegu stuði þannig að ég ætla að látta flakka svona eina tvær greinar. Auðvitað á ég að vera að læra fyrir mikilvægt próf en allt fyrir ykkur kæur hugarar.
Þetta er hvernig mig dreymir að bardaginn á milli mín og Sinza myndi vera. Ég ætla ekki að hafa of miklar áhyggjur af stafsetningarvillum en ég reyni að hafa greinarskilin einhver :)Ójá, ehm, ég nenni ekki að vera að “kaupa” kalla og svo fá Codexinn hans Sindra lánaðann til að kaupa úr honum eða eitthvað þannig að þetta verða bara einhver unit sem eru kúl :D Ég hef heldur enga eiginlega reynslu á reglunum þannig þetta er eiginlega svona cross over á milli sögu og battle reports.

CHAOS SPACE MARINES- THE BLACK LEGION OF ABBADON THE DESPOILER
______________________Commander: Webboy ___________________________

———————— -VS———————————–

SPACE MARINES- THE ULTRAMARINES OF THE EMPEROR
______________________Commander: Sinzi_____________________________


Bardaginn byrjar á því að við köstum uppá hver byrjar, sindri fær 3 og ég fæ 2! Fjárinn sjálfur eða eitthvað. Hann byrjar að hreyfa…

ROUND 1, SPACE MARINES
———–Movement————-
Hann lætur 3 sveitir af space marines færa sig í skjól bakvið grjót og slíkt, hann fer síðann með land raiderinn aðeins nær mér. Hmm, ég hefði getað svarið að það hafi verið þarna einn eða tveir dreadnought….
Hann er ekk í neinu færi þannig að hann skýtur ekki. Heldur raðar þessu bara einhvernveginn upp.

ROUND 1, CHAOS SPACE MARINES
———–Movement—————–
Jæja, ég byrja með því að færa Chaos bikes aðeins nálægra kletti þar sem ég sá einhverja gaura eitthvað að leika sér. Nei! Þarna er dreadnoughtinn :s Jæja, allavega, ég kem Abbadon gamla uppá klett þar sem hann horfir yfir svæðið og lítur ógnandi út (rosa vel málaður…hvað, mann má nú dreyma. Kíkið á síðustu síðu nýja chaos codexsins…þetta er minn Abbadon í þykjustunni :D). Og svo læt ég Obliterator cultið mitt fara í felur rétt hjá einni space marine sveit á meðan hann fær sér mountain dew og sér ekki. Hmm, já. Og svo fær dreadnoughtinn svo að hann sjái til að ógna honum.
———shooting—————
Þá er komið að því að skjóta, bikerarnir mínir þurfa að díla við dreadnoughtinn svo þeir skjóta eitthvað á hann enn bolterinn bara er ekki að meika það á móti front armornum. Svo að ekkert gerist í raun. Hmm, jæja það er nú eiginlega ekki meira að gera þá, byrjar hægt. En jæja, ehemm, ég fer ekki í neitt bölvað návígi.

ROUND 2, SPACE MARINES
———-Movement———–
Já nú lifnar yfir þessu. Sindri slurkar djúvið og fyllist eldmóði. Hann færir voða kúl gaur fram sem ég veit ekkert hvað gerir en hann er nálægt Obliterator cultinu mínu þannig að ég er byrjaður að ákveða hvaða vopn ég eigi að nota á hann. Svo hreyfir hann nokkar sveitir eitthvert útí rassgat og ég skil ekkert hvert hann er að fara, líklega að lokka mig í gildru.
———–Shooting————
Jæja, þá tekur hann kúl gaurinn og segist að hann sé með eitthvað drasl sem getur skotið voða langt. ókei. Það er guess weapon. ókei. Hann segist ætla skjóta Abbadon. NEI!!!!. Þá er hann í færi einhvern veginn. Ok, fíflið giskar á 32 tommur. HAHAHA, það voru 35 tommur aumingi. Neibb, þá kastar hann scatter dice og fær scatter…3 tommur til baka. Andskotinn hittir Abba en hann nær einhverju seivi sem er víst gott en ég er nú ekkert að fíla þennan kúl gaur. Og allt í einu segist hann ætla að skjóta chaos marines sveit. Ha!?! Ég sá enga SM í færi, þá er kvikindið búinn að læðast uppað mér. Hann skýtur með þessum tíu á mína tíu. Drepur 3. Djöfulsins vandræði. Síðan skýtur hann með dreadnoughtinum og rústar 4 bækerum! 6 eftir í þessari sveit (o, marr á nokkrar). Fjandans vandræði. Ég skoða innihaldslista mountain dewsins vel. Ekkert sem bendir til þess að í því sé neitt efni sem gæti haft áhrif á leikinn.
———–Assaults—————-
Dreadnou ghtin ybbir sig eitthvað á móti bikunum og ræðst á þá. Hann kálar 3. Þá eru þrír eftir og hann olli já 3 sárum. Fjandans vandræði. Þeir sem eftir eru komast aftan að andskotanum og eyðileggja hann, þá neyðist Sindri að taka þetta fína módel í burtu af borðinu. Hann felur það frá mér svo ég gleymi að ég hafi gert þetta. Getur ekki lifað með skömmina. Allavega var það ekki meira assaults á hann

ROUND 2, CHAOS SPACE MARINES
———–Movement————-
Ég færi abba í burtu og læt chaos havocs foka sér nær aðalforcinu þeirra. Emm já, og svo læt ég hina bike sveitina fara í átt að fíflunum sem skutu á CSM sveitina. Gömlu sveitina færi ég í átt að stað þar sem ég held að það sé eitthvað af köllum.
———–Shooting————-
Obliterators dúndra á kúl gaurinn gjörsamlega gereyða honum. Hin bike sveitinn dritar á sveitina sem böggaði mína og drepur alla nema 2. Þar að auki kom ég skoti á land raiderinn og immobilæsaði hann. Sindri kennir aðdráttarafli tunglsins og tíma dags um.
————Assaults————
Ekkert.

ROUND 3, SPACE MARINES
———–Movement————–
Damn, Sindri tekur aðra mountain dew flösku upp og drekkur hálfa flöskuna í einum sopa. Hann færir fram skriðdreka, predator eða einhver andskotinn. Síðan eru það bara einhverjir SM kallar sem ég veit ekkert hvað gera, hann er að búa sig undir að rústa mér.
———–Shooting—————
Fokk, land raiderinn þó immobilized skýtur og drepur Havoc gaur. Jæja, jæja. Svo kemur þessi fjandans predator og rústar bæki. Svo er það bara eitthvað rosa drit frá SM gaurum. Ein CSM sveit þurrkast út en ég á tvær í viðbót. Jamm, svo drepast allir Havocs sem eftir eru og svo er gömlu bike sveitinni ekki sýnd nein grið og eru allir drepnir í risasprengingu (grenade, ordnance eða eitthvað.)
———–Assaults—————–
Einhverjir SM gaurar gerast svo djarfir að fara í návígi við Obliteratorana, en þetta eru reyndar Terminators. Já ég er frekar nærsýnn :P Obliteratorarnir gera sitt verk og drepa þá en missa einn obba.

ROUND 3, CHAOS SPACE MARINES
———–Movement————–
Nú var nóg komið, allir úr skjóli og í bardaga. Meira að segja Abbi. Ég banna Sindra að fá sér meira djúv en fæ mér sjálfur kók.
———–Shooting—————
Jæja, það er algjör kássa af teningum því næstum allir skjóta hjá mér. Basic gaurarnir gera góða hluti og rústa alveg heilmiklu, aðallega venjulegum SM gaurum. Svo er það Abbi, hann rústar fullt af liði og er alveg að pæla í návígi við fjandans land raiderinn! Fullt af gaurum drepnir, ja, eitt round í viðbót myndi rústa þeim.
———-Návígi——————
Hérna ræðst það eiginlega, ég geri eitthvað damage í návígi en Sindri notar aðdráttarafl tunglsins sér til góðs og kastar vel. Hann drepur bara helling! Helvíti. Ég drep lítið þannig það er eiginlega jafnt eftir hjá okkur báðum. Nema þó að ég rústaðir land raidernum með Abba :D. Og nú á Sindri að gera… “fokk” segi ég við sjálfan mig og drekka allt kókið ásamt því að hella smá niður á peysuna mína.

ROUND 4, SPACE MARINES
———-Movement————-
Hann hreyfir sáralítið, bara til að komast nálægara eða í skjól
———-Shooting————-
Já. Hann kastar og kastar eitthvað milljón teningum og fær mjög gott á flestum köstum. Hann drepur MJÖG mikið drepur öll bike og rústar dreadnought. Og…NEI! Hann drepur Abba!!!!!!!!!!!!
———–Návígi————-
PAMM, hérna rústast allt. Við rústum hvor öðrum í þessu návígi. Nokkrir kallar eftir…. ÞAÐ ERU… Já, það er terminator chaplain (eða eitthvað) og einn aspiring champion (venjulegur)…ohhh nei, lítur ekki vel út

ROUND 4, CHAOS SPACE MARINES
———Movement————
Aðeins nær chaplaininum.
———-Shooting———-
Ég reyni að koma á skoti…
….



NEI!!!!!!
Ég opna aðra kók og drekk hana alla samstundis.
———-Návígi—————-
Ég charga á hann og attacka….


2 wounds! :D
Hann ræðst fram og veldur….




3 sárum…. NEEEEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIIIII!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!








Nei bíddu við, hann miskildi…. ekkert sár. JJJJJJJJJJJJJJJÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ


Þannig var það, ég vil taka það fram að þetta gerðist ekki ef þú fattaðir það ekki. Ég held kannski áfram með svona reports ef þið gefið gott feedback. Shit hvað þetta er langt. Ojæja, endilega commentið á þetta.

AUGLÝSING: THE NEXT BATTLE THE CHAOS SPACE MARINES SHALL FIGHT WILL BE AGAINST THE BIEL-THAN CRAFTWORLD OF THE ELDAR….STAY TUNED.
:P