Þar sem Gourry var að skora á menn að birta armylista og segja til um af hverju eitthvað var valið ákvað ég að ríða á vaðið og sýna ykkur armylistann minn. Þetta er herinn sem ég fór með á síðasta mót, en ég er að spá í að gera smá breytingar fyrir næsta til að halda mér ferskum!

2000 Pts – Orcs & Goblins Army


Orc Warboss @ 176 Pts
General; Choppa; Great Weapon
Warboss Um's Best Big Boss At [30]
Drog's Dead Ard Armour [30]

Ég tek alltaf orc warboss í hernum mínum og skelli honum í miðja fótgönguliðssúpuna mína. Þess vegna hef ég hann augljóslega fótgangandi. Hans hlutverk númer eitt, tvö og þrjú er að gefa aðal sveitunum mínum leadership 9. Venjulegir orkar eru með 7 og gobbar með 6 svo ekki veitir af ef guttarnir eiga að komast í bardaga í gegnum örvaregn og gegn fear og terror.

Orc warboss er harður nagli einn og sér, með Toughness 5. Þegar maður bætir við 1+ armour save og 5+ ward save er hann sjaldan í hættu á að falla of snemma, án þess þó að vera ódrepandi helvíti. Hann er hægt að nota á tvennan hátt. Ef andstæðingurinn er með harðann bardagamann í sinni sveit reyni ég að koma warbossinum mínum í challenge við hann til að harði naglinn geri ekki of mörg wounds í combat result. Ef andstæðingurinn er ekki með harðan nagla er um að gera að leifa warbossinum að hamra niður óbreytta eins hratt og hann getur. Og hafa gaman að :)

Warbossinn fer alltaf inn í annað hvort big’uns sveitina mína eða sveit af venjulegum orc boyz. Henn fer í big’uns sveitina ef andstæðingurinn er með mjög öfluga bardaga sveit beint á móti þeim sem þeir þurfa hjálp við að berja niður. Hann fer hins vegar í venjulega orkasveit ef andstæðingurinn er með margar veikar sveitir.

Orc Shaman @ 150 Pts
Magic Level 2
Dispel Scroll [25]
Dispel Scroll [25]

Goblin Shaman @ 140 Pts
Magic Level 2
Dispel Scroll [25]
Nibbla’s Itty Ring [25]

Þessir tveir shamanar gefa mér 6 power teninga og 4 dispel teninga. Með þeim er ég með mjög trausta vörn gegn óvinagöldrum og á alveg séns á að gera smá skaða líka… Nibbla’s itty ring gefur mér eitt auka headbutt, sem er eðal gott til að hræða litla galdramenn og drepa champions og chaos knights.

Gallinn við orka og gobba shamennin er að þeir eiga það til að sprengja af sér (og nánum vinum) hausana í tíma og ótíma með því að miscasta (þeir eru með aðra töflu en aðrir galdramenn), sem eins og skiljanlegt er er ákveðið vandamál. Þess vegna kýs ég að treysta sem minnst á að þeir geri nokkuð. Ef ég fer á móti her með ótrúlega mikið magn af göldrum kýs ég stundum að láta þá ekki kasta göldrum til að byrja með og verst bara. Þá veit ég að þeir lifa af nógu lengi til að nota dispel scrollin sín.

Ég hef reyndar efasemdir um að 3 skroll séu nauðsynleg fyrir minn her. Á mótinu kom það ágætlega í ljós að 4 teningar og 2 scroll hefðu yfirleitt verið feykinóg. Það er ekki eins og maður hafi áhyggjur af 1d6 S4 fireball ef maður er með 75 orka á borðinu!

Goblin Big Boss @ 88 Pts
Great Weapon; Light Armour
Guzzla's Backbone Brew [35]
Wolf @ [12] Pts

Þessi gobbi leiðir stóru wolfrider sveitina mína. Hann er í henni í tvennum tilgangi. Annars vegar til að hækka leadership hennar í 7 (10 fyrir eitt kast þökk sé Backbone Brew) og hins vegar til að gefa nokkur auka S6 hits þegar sveitin ræðst til atlögu. Það munar um það…

25 Orc Big ‘Uns @ 303 Pts
Choppa; Spear; Light Armour; Shield; Standard; Musician
Nogg’s Banner of Butchery [25]:
Boss upgrade @ [13] Pts

Þetta er öflugasta sveitin í hernum mínum. 25 orkar með WS og S 4, vopnaðir með spjótum. Þeir eiga séns í næstum hvað sem er á borðinu. Gallinn er að andstæðingurinn veit það oftast og dúndrar á þá öllu sem hann getur áður en þeir komast í návígi! En þannig er bara lífið…

25 Orc Boyz @ 178 Pts
Choppa; Light Armour; Shield; Standard; Musician
Boss upgrade @ [13] Pts

25 Orc Boyz @ 178 Pts
Choppa; Light Armour; Shield; Standard; Musician
Boss upgrade @ [13] Pts

Venjulegir orkar eru í raun ótrúlega góðir í bardaga miðað við það sem maður gæti haldið. Ein sveit er ekki að fara að gera neinn óskaplegan skaða, en þeir eiga alltaf vini svo andstæðingurinn verður oftar en ekki að hrekja þá á flótta sem fyrst til að fá ekki eitthvað vont í hliðina.

30 Goblins @ 102 Pts
Shield; Light Armour; Standard; Musician

Gobbar eru til margra hluta nytsamlegir. Þeir geta vaðið óhræddir (hah!) í hvaða sveit sem er og ég veit að ef þeir tapa þá er gjörsamlega öllum sama. Þeir eru líka hentugir í snarl fyrir orcana ef andstæðingurinn leggur á flótta of snemma :)

Þeir eru líka ekkert svo galnir í bardaga, með 4+ armour save geta þeir oft hangið í bardaganum nógu lengi til að hjálp berist.

4 Snotlings @ 100 Pts

Þetta er snildarleg sveit af pínu litlum greenskinnum sem öllum, gjööööörsamlega öllum, er sama um. Þeir eru líka áberandi heimskir, of heimskir til að fatta að hlaupa í burtu þegar það er verið að búa til pinnamat úr þeim. Þeir eru þess vegna sérlega vel til þess fallnir að halda óvinasveitum uppteknum við að drepa þá meðan restin af hernum heldur áfram…

Og ekki dissa snottana mína, þeir hafa einir og sér drepið risa! Risinn réðist á þá, ákvað að hoppa á þeim, datt og þeir swörmuðu hann. Hann stóð á fætur og öskraði á snottana, sem var alveg sama og héldu áfram að éta á honum lappirnar. Hann öskraði aftur, og datt svo dauður niður með 16289 sár á löppunum eftir blóðþyrsta snotlings…

19 Goblin Wolf Riders @ 258 Pts
Spear; Light Armour; Shield; Standard; Musician
Boss upgrade @ [12] Pts
19 Wolfs

Eðal fín sveit, sérstaklega af því að hún hreyfir sig hratt og er með fullan rank bonus og unit strength 40 (þegar gobbo big bossinn er kominn með). Þeir eru líka með 4+ save í bardaga og þess vegna má líta á þá sem meðal infantry sveit með move 9! Eða frekar lélega riddarasveit með aðeins betra move en aðrar riddarasveitir, og tvöfalt betri rank bonus að meðaltali!

5 Goblin Wolf Riders @ 66 Pts
Spear; Shield; Musician
5 Wolfs

Fast cavalry sveit sem lifir undantekningarlítið ekki af bardaga. Þeir eru skotnir eða galdraðir í kjötfars, eða fórna sér merkilega átakaláust í veg fyrir öfluga óvinasveit, og flýja svo út af þegar hún sækir fram. En hverjum er ekki sama, þetta eru bara gobbar!

Goblin Chariot @ 67 Pts
4 Goblin Crew; Spear; Short Bow
2 Wolfs

Goblin Chariot @ 67 Pts
4 Goblin Crew; Spear; Short Bow
2 Wolfs

Goblin chariots eru ein af þeim bestu í spilinu. Gera 1d6+1 S5 impact hits, og að auki geta fjórir gobbar og tveir úlfar gert árás. Mjög góð til að styðja aðrar sveitir, en þau eru ekki nógu öflug til að taka út sveitir ein og sér, nema þau fari tvö saman. Gallarnir við þessi chariots eru að þau hrynja í sundur í einhverju öflugra en sterkum vindi, og þau eru með leadership 6.

Orc Chariot @ 86 Pts
3 Orc Crew; Spear
2 Boars

Orc chariotið fer hægar en gobba chariot, en þolir líka svona tvöfalt á við gobbana. Ég skelli því oftast inn í miðja infantry súpuna mína og læt það styðja við strákana þeð því að ráðast með þeim á sveitir. Þegar saman koma 25 orkar og eitt orka chariot þá verður slátrun…

Snotling Pump Wagon @ 40 Pts
Snotling Crew

Hver getur sleppt því að taka þessa undursamlegu vél dauðans (oftast nær þeirra eigin dauða, en hverjum er ekki sama…). Fyrir 40 punkta og eitt rare slot (sem ég var ekki að nota hvort eð er) fæ ég algerlega óútreiknanlegt chariot með geðbiluðum litlum snottum í. Andstæðingurinn veit sem er að ef hann tekur það ekki út þá gerir það 2d6 S4 impact hits og er unbreakable, en ef hann eyðir einhverju í að taka það út þá græt ég ekki þessa 40 punkta, og öllum í hernum er sama!

Casting Pool: 6 + 1 Bound Spell
Dispel Pool: 4

Models in Army: 140

Total Army Cost: 1999


Characters: 27%
Core: 59%
Special: 11%
Rare: 2%
Magical Items: 11%
Deployments: 12