The End Justifies the Means Af öllum Space Marine köflunum þá eru hinu Myrku Englar þeir virtustu og margir líta upp til Deathwing sveitarinnar sem þeir þjálfa og rækta. Fáir vita að bakvið þennan kafla liggur leyndarmál sem leggur bölvun sína á allan kaflann og keyrir þá áfram.

Stofnandi Myrku Englanna var Lion El'Jonson. Á tímum keisarans er hann sendi út hylki sem innihéldu Primarkanna varð Jonson fyrir þeirri óheppni að lenda á plánetu sem hét Caliban. Plánetan er þakin skógi sem inni heldur enga von. Dýrin sem lifa þarna eru flest öll umbreytt vegna áhrifa frá Chaos. Þrautir Jonson voru miklar á hans yngri árum og margir fræðimenn hafa velt því fyrir sér hvernig hann náði að lifa af.

Á plánetunni var nýlenda sem hafði náð að mynda samfélag eftir að Warpið hafði skorið öll tengsl við jörðina. Þetta fólk lifði í háum virkjum og köstulum sem gerði þeim kleyft að lifa af í hinu erfiða umhverfi. Þjóðfélagið var keyrt áfram af æðri stétt sem voru miklir stríðsmenn. Þessi æðri stétt eða aðalsmenn voru ávalt alin upp í bardaga og þekktu því lítið annað. Brynjurnar sem þeir klæddust voru ekki ósvipaðar þeim Kraft-Brynjum sem Space Marines klæðast nú. Með Keðju sverði í hendi og bolt skammbyssu í annarri riðu þeir til bardaga á risastórum stríðshestum sem kölluðust Destriers.

Á sínu tíunda ári hitti Jonson í fyrsta sinn aðrar mannverur. Þessar mannverur tilheyrðu aðals stéttinni en voru einnig í reglu sem hét einfaldlega Reglan eða “The Order”. Reglan hafði öðlast ákveðna frægð um þessa nýlendu og voru taldir vera merki um sanna aðalstign, óttaleysi og hreinleika. Meðlimir voru þeir sem höfðu sannað ágæti sitt í bardaga en ekki út af faðerni þeirra. Allir gátu orðið meðlimir sama hversu langt niðri í þjóðfélaginu þeir voru. Sveitir sendar af Reglunni ferðuðust vítt um hnöttinn til að hjálpa þeim sem þess þurftu.

Það var í einum af þessum ferðum að lítil Reglu sveit komu að villimanni sem bjó skóginum. Í fyrstu sáu þeir einungis enn eina ófreskju í þessum unga dreng og voru að því komnir að drepa hinn unga Jonson þegar Luther, einn af föruneytinu sá eitthvað annað en félagar sínir í þessu unga skrímsli. Luther tók hann undir sinn verndarvæng og tók hann með sér til siðmenningar.

Útfrá staðnum sem hann bjó og vegna útlit hans ákváð Reglan að gefa honum nafnið Lion El’ Jonson, sem þýðir “Ljónið, sonur skógarins”. Jonson vandist fljótt siðmenningu og lærði fljótt að tala en hann sagði engum frá tíma sínum sem hann eyddi í skóginum fyrstu ár ævi sinnar.

Inn í virkis klaustrinu lærði Jonson á mannlegt þjóðfélag og hann og Luther urðu fljótt miklir vinir. Það virtist sem að þessir tveir félagar komu vel til móts við hvorn annan. Þar sem Jonson varð oft pirraður og vildi stundum ekki tala þá var Luther mikill sjarmur og gat fengið alla sitt band. Þar sem Luther var fljótfær og tilfinningamikill þá var Jonson mikill í alls konar herkænsku og ef hann var búinn að ákveða eitthvað þá gat enginn stoppað hann. Saman urðu þeir ósigrandi.

Þau ár sem fylgdu, uxu þeir báðir ásmegin og unnu sig fljótt upp í Reglunni. Hetjudáðir þeirra voru goðsagnakenndar og orðstír Reglunnar varð meiri. Fleiri og fleiri ungir menn óskuðu eftir skrá sig í Reglunna og því meira sem hún óx því fleiri klaustur reistu þeir um alla plánetu. Luther og Jonson fóru þá að berjast fyrir því að útrýma öllum þeim skrímslum sem lifðu á plánetunni og með orðaleikni Luthers náður þeir að fá Reglunna til að framkvæma ósk þeirra. Með Jonson í fararbroddi náði Reglan að eyða öllum skrímslum á plánetunni á einum áratug. Líf fólks á plánetunni varð auðveldara og þessi tími er kallaður gullaldartímabil Calibans.

Sem viðurkenningu var Jonson skipaður Æðsti Meistari Reglunnar og Calibans. Luther sagði ekkert en öfundssýki gróf sig inn í hjarta hans. Þessi neisti er sá sem átti eftir að draga hinu Myrku Engla til helvítis.


Á meðan Jonson vann sínar hetjudáðir hafði Keisarinn, faðir Jonsons, hafið krossför um himingeiminn til að sameina mannkynið undir einn fána. Einn af skátasveitum keisarans fann Caliban og við fregnir af því að sonur sinn væri á þeirri plánetu fór hann rakleiðis þangað. Hjarta keisarans fylltist af gleði er hann sá sinn týnda son og það fyrsta sem hann gerði var að gefa Jonson stjórn yfir sínum eigin kafla búinn til úr hans eiginn genum. Caliban var gerð að höfuðstöðvum hinna Myrku Engla og Reglan sameinaði krafta sína við þá. Þeir sem voru nógu ungir fengu geninn sem gerði þá að Space Marines og þeir sem voru of gamlir gengust undir uppskurð. Luther var einn af þeim sem fór í uppskurð og hélt eftir það að þjóna Jonson eins og hann hafði ávalt gert í Reglunni.

Jonson hjálpaði oft keisaranum, föður sínum, í krossför hans og fór oft frá sinni eigin plánetu með stóran flokk af Space Marines en skyldi ávalt Luther heima eftir til að sjá um Caliban og restina af Kaflanum. Frægð Jonson varð svo mikil að hún náði aftur til Caliban áður en hann kom sjálfur til baka. Luther vildi einnig þessa dýrð sem Jonson baðaði sig í og sá neisti sem hann kviknað rétt svo er Jonson varð Æðsti Meistari Reglunnar gróf sig upp á yfirborðið.


Svo kom tími sem margir vilja eflaust gleyma og er það tímabil sem er að mörgu leyti kallað Svik Horus. Meðan Keisarinn barðist um jörðina við Horus, þá barðist Jonson við hlið Leman Russ, sem var hinn fyrsti Geim Úlfur. Er þeir fréttu af svikum Horus fóru þeir eins hratt og þeir gátu aftur til jarðar en er þeir komu sáu þeir einungis rústir einar af veldi Keisarans og sáu að þeir höfðu komið of seint.

Mörg ár höfðu liðið síðan hann leit seinast augum yfir heimaplánetu sína. Er hann snéri aftur lenti hann í árás frá sinni eigin plánetu. Hann missti þó nokkur skip áður en hann ákvað að flýja af hólmi og reyna að átta sig á stöðu mála. Hann náði að góma lítið viðskiptaskip og frétti þaðan að Luther hafði með persónuleika sínum fengið restina af hinum Myrku Englum á sitt band og að Chaos hafi sáið sæði sínu í hjörtu þeirra.

Jonson trúði varla sínum eigin eyrum og skipaði hann flota sínum að ráðast á plánetuna. Flotinn eyðilagði fljótt varnir plánetunnar og hrakti alla þá Engla sem höfðu svikið Jonson inn í klaustrin. Sjálfur réðst Jonson á Stærsta klaustrið, þar sem hann vissi að Luther héldi sér þar. Þrátt fyrir ofurmannlega krafta Jonson voru þeir báðir jafnvígir þar sem Luther hafði öðlast krafta sína frá Guðum Chaos.

Það sem fylgdi var bardaga sem á sér enga líka nema bardagi Horus og Keisarans. Í bardaga sínum rifu þeir niður klaustrið sem þeir börðust í á meðan floti Jonson sprengdi hin klaustrin að ofan. Yfirborð Calibans byrjaði að rífa sig í sundur út af öllum sprengjuþunganum. Á sama tíma dró bardagi Luther og Jonson senn á enda. Vegna þreytu datt Luther niður og gaf Jonson tækifæri á að enda þetta en Jonson gat ekki fengið sjálfan sig til að drepa sinn eigin vin og með hjálp Chaos náði Luther að nota Hugöskur sem særði Jonson banvænu sári. Meðan Jonson engdist um var eins og tjöld hefðu verið dregin frá augum Luthers og hann sá þá að svik hans hefðu verið þrenns konar. Hann hafði svikið Keisarann, Englanna og sinn eigin vin. Sannleikurinn eyðilagði hug hans og hann datt niður við hlið Jonson og barðist ei meir.

Chaos sáu nú að þeir höfðu tapað enn einu sinni og sendu öfl sín að plánetunni og WarpBylur sem á engan sinn líka reif Caliban í sundur. Þeir svikarar sem enn lifðu soguðust inn í Warpið á meðan allt annað varð að engu. Það eina sem stóð eftir voru rústirnar sem Jonson og Luther höfðu barist í. Klaustrið og stórpartur af þeirri jörð sem það hafði staðið á var það eina sem var eftir af þeim heimi sem Englarnir kölluðu eitt sinn heimili sitt.

Englarnir sem eftir lifðu flugu niður að klettinum og rústunum og sáu þar Luther sem sat þarna og endurtók aftur og aftur að Augu Myrkursins hafi tekið Jonson og að einn dag myndi hann snúa aftur til að fyrirgefa Luther. Lík Lion El’Jonson fannst aldrei.


Nú til dags vita fáir af þessari sögu Kaflans fyrir utan þá sem eru hátt settir innan Kaflans og sumir halda jafnvel að Keisarinn viti þetta einnig.

Kaflinn er talsvert öðruvísi en aðrir Kaflar og er í raun part Klaustursregla en venjulegur Kafli. Meðlimir biðjast fyrir og tilbiðja bæði Keisarann og Jonson. Fyrsta og Önnur sveit Kaflans eru sérstök að því leyti að þær eru mjög sérhæfðar.

Önnur sveit er oftast þekkt sem Ravenwing og byggist sú sveit á fólk sem er þjálfað í meðhöndlun mótorhjóla og Landspeedera.

Fyrsta sveit er sú sveit sem er hvað frægust og er hún þekkt sem Deathwing. Við fyrstu sýn virðast þeir vera eins og hver önnur sveit en í raun notar Deathwing allt aðra taktík auk þess er það fyrst hérna sem Englar fá að vita af svikum Luthers og að enn þann dag í dag lifa svikarar. Það er þessi sannleikur sem keyrir Deathwing áfram til að hreinsa sögu Kaflans.

Leyndarmálið Mikla.
Enginn veit það nema sjálfur Keisarinn og enginn annar. Djúpt inn í Klettinum liggur Lion El’Jonson og bíður eftir kalli Keisarans er hann þarf að rísa frá dauðum til að vernda Keisaraveldið.



–Vona að þetta hafi verið gaman. Allt þetta er tekið upp úr Codex: Angels of Death(gamla Codex bókin) og er þetta að mörgu leyti stytt útgáfa af því sem stendur í bókinni.
[------------------------------------]