Ég ætla að taka upp á ´því að skrifa greinar um hvernig maður getur búið til umhverfi. Svo að hér byrja ég.

Það sem þið þurfið er:

Frauðplast (1-2cm þykkt)
Trélím
Hreindýramosi (fæst í blómaval og öðrum líknandi búðum)
Static grass (spurjið bara um þetta í Nexus, á að líkjast grasi)
kannski smá sandur (bara einhvern veginn, smekkur er mismunandi)
—————————————— ——-

Þið byrjið á því að skera tvær sneiðar af frauðplastinu, eina stærri en hina. Þannig að ein þeirra passi upp á þá stærri án þess að fara út af endunum á henni. Hafið hliðarnar á sneiðunum í brekkum, svona 30°-45°. Límið síðan minni sneiðina með trélími á stærri svo að þetta er eins og hóll með litlum hóli upp á. Látum þetta þorna almennilega. Nú skulum við “lakka” hólinn með ágætu lagi af trélími og láta það þorna. Þetta gerum við svo að frauðplastið milni ekki niður. Þegar þessi “lakk” umferð er alveg þornuð byrjum við að láta grasið á. Við gerum þetta í pörtum og tökum lítið svæði í einu. Eins og flestum er ljóst lætur maður svona gras á með því að setja lag af trélími á staðinn þar sem grasið á að koma og dýfir hólinn í grasið eða stráir grasinu yfir. Þið getið búið til alls skyns hóla og flott er stundum að taka og búa til stíga yfir hólanna. Þá setjið þið sand á svæði svo að það líkist stígi með sömu að ferð og þið látið grasið á.

Nú er komið að því að láta runnana á hólinn og það er ekki einfaldara en svo en að taka bita af hreindýramosa og setja trélímsklessu undir bitann og líma hann á hólinn.

Vona að þetta hafi komið að góðum notum en é mun skrifa um hvernig á að búa til meira umhverfi hér á huga.is í nánustu framtíð.