Ágæt leið til þess að mála Úruk Hai í LOTR Ég fékk eitthvað LOTR dót í jólagjöf og er búinn að finna ágætis leið til þess að mála Úruk Hai orkanna.

#1- Þá ,,undercoat-aru“ manninn allan svartan.Ég hef prófað að gera það með Chaos Black málningu og svo auðvitað svarta spreyjinu.
Þótt að munurinn sé ósköp lítill þá finnst mér það aðeins betra með því að gera það með málningunni.

#2- Þá málarðu með Tin Bitz á brynjuna, skjóldinn, sverðið, hjálminn og skóna og að lokum á hlífarnar sem eru á höndunum á náunganum.

#3- Þetta ætti eiginlega að vera númer 3 en þá málar maður yfir allt Tin Bitz með Mithril Silver eða Chainmail það breytir ekki. Þá færðu smá svona glimmer áferð á silfrið.

#4- Þá ferðu aftur og í seinasta sinn með Tin Bitz yfir Mithril Silver. Samt skal maður ekki mála alveg allstaðar heldur frekar svona letilega (fann ekki betra orð). Þá kemur út brynja eins og í myndunum nema að hún er eins og aðeins ryðguð, mér finnst það mikið flottara og meira real.

#5- Þá málar maður bara smá-pinkulítið með hvítum á sverðið.Eða ef hann er með svona langt spjót (þið vitið hvað ég er að tala um, þetta er í öllum LOTR:TTT trailerunum) þá málið þið það ekki allt heldur bara hálft með Tin Bitz/Mithril Silver/Tin Bitz og svo auðvitað oddinn með litnum sem hæfir ykkur. Ég gerði smá hvíta línu á endanum en það breytir ekki máli. Þið málið helminginn sem gaurinn heldur í en ekki hinn.

#6- Þá málið þið allt skinn sem sést í á honum og málið hárið líka svart. Þeir eru allir með eitthvað skraut rétt hjá naflanum (held ég). Ég geri það bara hvítt. Svo er að gera tennurnar. Ég geri þær hvítar en nota svo tannstöngul til þess að gera svart á milli tanna og þannig (orkar nota auðvitað ekki tannkrem). Hann er líka með belti um sig og það mála ég með Bestial Brown.

#7- Þá er komið að handahlífunum. Þær geri ég með Bestial Brown og svo böndin sem festa þær geri ég svört. Það eru líka einhver bönd á skónum sem ég geri bara svört líka.

#8- Nú er það skjóldurinn. Á honum sleppi ég ryð-áferðinni og geri bara Tin Bitz/Mithril Silver/Tin Bitz og sleppi að mála ,,letilega” eins og ég orðaði það. Svo geri ég hönd Sarúmans á skjóldinn með Skull White (eins og í myndunum og bókunum).
Ef gaurarnir eru ekki með skjöld þá geri ég höndina
ýmist á framan á hjálminn eða á skjaldarbringuna.


QDOGG
GoodFella