Líkindareikningur er aðferð til þess að reikna líkur á að eitthvað gerist. Hana má nota í teningaspilum eins og Warhammer, svo að dæmi sé nefnt. Þetta er ekki flókin aðferð ef maður er með reiknivél á sér eða kann vel á margföldunnartöfluna. Sem dæmi um hvað árangursrík þessi aðferð er má nefna frænda minn, hann var oft að spila með þessari aðferð og valtaði bótstaflega yfir alla vini sína. Enginn fattaði hversu viss hann var alltaf um sigur á vissum svæðum. En jæja, skellum okkur í stærðfræðitíma svona fyrir þá sem kunna ekki líkindareikninginn.

Líkurnar að teningur fái 6 er 1/6, því að teningurinn hefur 6 hliðar og á einum af þessum hliðum er talan 6. það er líka 1/6 ef þú ætlar að fá 5, 4, 3, 2 eða 1.
Ef þú átt að fá fyrst 5 og næst 6 þá margfaldast líkurnar saman. Semsagt 1/6*1/6. Þá margfaldast bæði efri tölurnar saman og neðri, semsagt 1*1 og 6*6. Þá fáum við útkomuna 2/36. Það er semsagt ekki miklar líkur á því.
En oftast í spilinu á maður að fá t.d 4 eða meira. Þá eru líkurnar á því 3/6. og kannski þegar þú átt að særa (wounda) óvinin þá átu að fá 5 eða meira (2/6 sem má stytta niður í 1/2. Alltaf þarf að stytta áður en þið reiknið saman líkurnar). Þá er bara að fara að reikna og þá setjum við þetta upp, 3/6*1/2= 3/12. Þá styttum við svarið frá 3/12 í 1/4.
ef þú vilt fá prósentutölu þá deiliru efri tölunni með neðri og margfaldar þá tölu með 100.

———————————————– ——————-

Ef þið skiljið ekki shit í þessu þá er bara að snúa sér að kennaranum næstu önn.

Kveðja, Kári.