[WHFB]listin að mála orka (fyrir styttri komna). jæja, hér ætla ég að fjalla um hvernig er þægilegt, fljótlegt og flott að mála orka. Í fyrsta lagi þá eru orkar grænir, og ganga um í alls kyns drasl leður klæðum sem þeir skella saman á sig og svo ganga þeis líka oft um, “prýddir” beinum t.d kjálkum og þannig. En nú er komið nóg um það, skellum okkur í málningarnar. Ég tek það fram að þetta er ekki ráð frá snillingi en ég tel mig vera nógu góðan til að gefa öðrum ráð sem ég hef fengið vítt og breitt um “landið” (hehe, segji bara svona).

Til að stytta þetta tel ég upp svona lista hvernig ég geri þetta í röð/pörtum. Ég skipti semsagt niður hvað ég geri fyrst #1, næsta #2 og síðan koll af kolli.

Alla orkana þarf að “undercoata” með svörtu spreyji áður en lengra er haldið.

#1. Ég lími allan kallinn saman, nema hendurnar, hausinn og skyldina á höndunum. Ef að orkinn er með tösku eða eitthvað þess háttar þá skulið þið ekki líma það á strax

#2 Nú byrja ég að mála búkinn og lappirnar. Ég mála þetta í brúnum og svörtum litum t.d Chaos Black, Bestial Brown og Snakebite Leather. Brynjubútarnir og allt járn drybrushast með Chainmail. Það eru stundum stórir saumar á Buxum og fleira en mér finnst best að “drybrusha” þá í gráum eða bara einfaldlega brúnum litum, mikilvægt er að draga pensilinn þvert yfir saumana því að annars fer oft málning inn í staði þar sem þeir koma ekki vel út. Síðan mála ég hálsinná orkanum en hann málast eins og fram kemur hér fyrir neðan.

#3 Núna mála ég alla húð á orkunum, hendurnar og andlitið (hálsinn var málaður á sama tíma og búkurinn). Ég mála þessa staði á orkunum svona. Fyrst mála ég allt vel yfir með Dark Angels Green en dry brusha síðan Goblin Green yfir. Ef þið viljið hafa þá dekkri þá er líka hægt að nota Snot Green í stað Goblin Green. Hérna ítrena ég að drybrusha vel og vandlega á flötu svæðin svo að húðin verði ekki algerlega röndótt. Þegar maður málar puttana þarf að hafa í huga að drybrusha Þvert yfir þá alveg eins og með saumanna, Þá kemur dökkt svæði á milli þeirra.

#4 Skyldina tek ég fyrir næst. Ég drybrusha tréið á þeim oftast bara með Snakebite leather eða skreyti það með munstrum. Járn bitarnir á þeim drybrushast bara með Chainmail eins og vanalega og beinin mála ég eins og fram kemur að neðan.

#5 Tennurnar og beinin mála ég næst. Tennurnar eru núna undercoataðar svartar svo að það er ekki einfaldara en það að taka Skull white og drybrusha ÞVERT yfir tennurnar. Síðan eru það beinin. Það er hægt að mála þau á marga vegu en ég ætla að telja upp tvær aðferðir til þess. Fyrsta leiðin er að hafa beinið svart (undercoatað eins og allt ætti nú að vera hérna) og drybrusha síðan Bestial Brown og næst skull white. Ekki setja of mikið hvítt né brúnt en samt ekki of lítið af hvítu, bara svo að þetta líkist gömlum beinum. Mér finnst flottara að hafa tennur ljósari og mála þær því oftast meira af Skull White. Önnur leiðin mín er einfaldlega sú að drybrusha Bleached Bone yfir beinin.

#6 Núna er allri málningavinnu lokið og ég lími kalinn saman.

——————————————— ———————

Ef það vantar einhverjar leiðbeiningar í málunununi ´þá skulið þér bara senda mér skilaboð.

Takk fyrir að lesa þetta og vonandi kemur þetta að góðum notum hjá einhverjum.

Kveða, Kári.