Sælir

Eins og sjá má í annarri grein hér á Huga verða nýjar reglur teknar upp á Warhammer Fantasy mótum á nýja árinu.

Á meðal þess sem breytist er að farið verður að gefa stig fyrir málaða herji, og aukastig fyrir þá sem eru áberandi flottir.

Aukastigin verða gefin þannig að hver og einn spilari gefur öllum fullmáluðum herjum einkunn á bilinu 1-10. Gefin verða bónusstig fyrir sæti 1-3. Athugið að einkunnirnar fær einungis dómari að sjá, og einungis eru byrt fyrstu þrjú sætin!

Til að hafa eitthvað viðmið hef ég útbúið lítinn skala, bæði til að hjálpa mönnum að gefa einkunn, og til að sá sem er að mála hafi einhverja hugmynd um að hverju hann er að stefna.

Þetta er að sjálfsögðu bara viðmið, ekkert skrifað í stein. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvað mönnum finnst um þetta. Ég vil endilega fá athugasemdir, hugmyndir og annað svo þetta verði sanngjarnt.

1 stig: Ekki flottur her.
2 stig: Allt í lagi her. Máling ekki óviðeigandi fyrir þennan her.
3 stig: Ágætlega málaður her.
4 stig: Ágætlega málaður her. Einstaka módel eru flottari. Plattar undir herdeildunum eru vel gerðir.
5 stig: Flottur her. Öll smáatriði máluð. Góður heildarsvipur á hernum.
6 stig: Flottur her. Öll smáatriði eru máluð vel. Góður heildarsvipur á hernum.
7 stig: Mjög flottur her. Smáatriði máluð vel. Einhverjum módelum umbreytt.
8 stig: Mjög flottur her. Smáatriði máluð vel. Einhverjum módelum umbreytt. Mest áberandi módelin eru verulega flott.
9 stig: Verulega flottur her. Allt vel gert, flottar umbreytingar á nokkrum stöðum. Heidarsvipur er eins og mér finnst hann ætti að vera fyrir þennan her.
10 stig: Æðislegur her! Þessi ætti að koma í White Dwarf!

Látið mig endilega vita hvað ykkur finnst!

Brjánn Jónasson