Ég ætla að reyna að koma af stað umræðum hvernig maður byrjaði að spila Warhammer. Ég ætla að byrja á því með því að segja hvernig ég byrjaði.

Ég var alltaf að leika við vini mína. En gallinn var sá að þeir voru alltaf að tala um þetta spil Warhammer, ég gat ekki verið með í umræðunum, svo ég ákvað að prófa að spila þetta spil. Fyrsta borðaspilið sem ég spilaði var Mordheim. Ég skildi ekkert hvað ég var að gera vinir mínir sem voru að leiðbeina mér sögðu alltaf “fáðu sexu” og ég fékk hana mjög oft og ég vann líka bardagann.

Síðan þá hef ég alltaf verið mjög mikið í Warhammer Fantasy en ég spila bara það. Ég vil gjarnan að þið segið frá ykkar fyrstu reynslu eða hvernig þið byrjuðuð eða bæði.
“I´ll be back”