Eftir að Games Workshop fór að gera plast módel í pörtum og leifa okkur að líma saman eins og okkur sýnist breyttist margt fyrir módel fanatika eins og mig. Eitt af því er það að maður verður að passa sig á því að það sem maður setur saman passi saman í sveitir og það séu ekki skott, hendur, skildir eða spjót í bakinu eða maganum á köllunum í kring. Hver kannast EKKI við þetta vandamál?

Hér ætla ég því að fara aðeins í það hvernig ég set saman plast módel svo að þau passi saman en séu samt flott og lífleg. Ég hef ágætis reynslu, enda hef ég sett saman um 80 orka og tæplega 100 gobba á síðasta árinu…

1) Fyrst þarf að klippa plastið úr rammanum. Um að gera að klippa með lítilli rafnmagnstöng, eða skera mjög varlega til að brjóta ekki neitt og skera ekki inn í bútinn sjálfan.

2) Svo þarf að raða öllu saman. Ég geri það þannig að ég geri blað með stórum reitum fyrir hvert módel. Eg ég ætla að raða köllunum í 25 manna sveit, 5x5 á kant, strika ég A4 blað með 25 hólfum, 5x5. Svo þarf að raða bútunum á sína staði, einn búk, einar lappir o.s.frv. í hvert hólf. Með því að skipuleggja þetta svona getur þú forðast að módel séu hlið við hlið með eins vopn, eins brynju og þannig lagað.

3) Þessu næst þarf að skrapa og pússa af mótalínur. Það eru línurnar sem koma alltaf þegar módelin eru steypt, sérstaklega plast módelin. Það er auðvelt að skrapa þetta, ég nota lítinn dúkahníf og skrapa þær (sker ekki heldur skrapa…). Það er MJÖG mikilvægt að gera þetta vel, það er hund leiðinlegt, en samt er leiðinlegra að vera búinn að mála eitthvað þannig að línurnar sjáist.

4a) Svo er að byrja að líma! Notið plastlím, og ekki helv… Games Workshop draslið! Ef þið komist í Tómstundahúsið eða aðra viðlíka staði, kaupið þá lím í bláum plastbrúsa með nál út úr stútnum. Það er að svínvirka hjá mér… Svo þarf að bera límið á báða hlutana sem á að líma og halda vel saman. Það þarf að nota talsverðan þrýsting ef hægt er, límið bræðir plastið á báðum helmingum og því fastar sem þú heldur því betur gengur þetta allt í samruna!

4b) Það er best að byrja annað hvort á fremsta eða aftasta rankinum í hersveitinni. Mæli með aftasta því þá verður þú í æfingu þegar kemur að þeim köllum sem sjást hvað best, fremst í sveitinni. Límið kallinn alveg saman í einhverri viðunandi stellingu, og setjið hann aftur í reitinn sinn á blaðinu. Svo takið þið kallinn við hliðina á honum og límið saman, en passið ykkur að þeir passi vel saman. ATH – Ekki rugla köllunum, þú verður að vita hvar þú átt að setja þá í sveitina. Hér eftir á hver kall sinn stað!

Eitt sem vert er að taka fram er að ég lími skildina á kallana á þessu stigi, þá veit ég að þeir passa saman… Ég veit að það er í tísku að mála skildina sér (og jafnvel handleggi og hausa), en ég fylgi þeiri einföldu stefnu að ef ég kem ekki pensli að til að mála, þá sér það enginn. Ég er ekki sá eini með þessa filósófíu, kíkið á herinn hans Dan Tunbridge í VC bókinni, hann er allur málaður þannig. Og gobbarnir hans líka, sem þið getið séð á næstunni í White Dwarf.

Eitt trikk sem sumir nota, en aðrir (ég meðtalin) fíla ekki er að líma fleiri en eitt módel á einn platta. Í staðin fyrir að setja einn riddara á 25*50mm platta setur fólk tvo riddara á 50*50mm monster platta. Sama með infantry, í stað 4 kalla á 4 20*20mm plöttum setja þeir 4 kalla á 1 40*40mm platta. Þá er hægt að sveigja þá á alla kanta svo þeir passi betur saman. Bara að muna að hafa alltaf einhverja kalla á venjulegum beisum svo þú getir fjarlægt fallna án þess að lenda í vandræðum…

4c) Það er um að gera að nota þennan tíma til að gera módelin aðeins persónulegri. Skipta um vopn hér og þar, hafa smá ’interaction’ á milli kallana eða álíka. Í einni gobbasveitinni minni eru til dæmis nokkrir að slást (animosity strikes again). Í hinni nota ég tröll í staðin fyrir 4 gobba, og hef gobbana á eftir að reka á eftir því. Svona setur mikinn svip á herinn og er auðvelt að gera.

4d) Þegar þú ert búinn að setja saman alla kallana, og þeir passa allir saman þarf að númera þá undir beisunum. Ég gef hverjum kalli bókstaf og númer. Númerið er í hvaða ranki hann er (1 fyrir fremsta rankið, 2 fyrir þá fyrir aftan o.s.frv.), en bókstafurinn er hvar í röðinni hann er (A er lengst til vinstri, B við hliðina á honum, C í miðjunni o.s.frv.). Þetta skref gerir þér kleyft að raða köllunum saman hratt og vel, og sparar þér ómælt vesen við að reyna að koma köllunum saman þegar þú ert að spila.

4e) Síðasta skrefið hjá mér áður en ég grunna kallana er að líma segulstál undir plattann. Ég nota þunnt segulstál af þeirri tegund sem er notuð fyrir allar pizza-auglýsingarnar á ískápunum ykkar… Fór bara í prentsmiðju sem býr auglýsingarnar til og kaypti tvo fermetra :) Svo þarf bara að hafa movement tray úr málmi. Þá fékk ég í blikksmiðju, þeir geta klippt til upp á millimeter svo það er ekkert mál. Bara að þassa að máling fari ekki á segulinn, sérstaklega þegar módelið er grunnað. Ég lími lítinn gulan miða á hvert segulstál til að tryggja það áur en ég grunna.

4f) Svo er um að gera að búa til einn movement tray fyrir hverja sveit. Ef sveitin passar ekki á einhvern af Games Workshop plöttunum er um að gera að gera sína eigin. Ég nota eins og áður segir blikk, klippt í vél svo það er alveg beint. Svo lími ég á kanta úr balsa-viðarkubbi (fæst í Tómstundahúsinu), grunna svart, mála kantana græna og flokka. Mjög einfalt, frekar flott!

Nú ættir þú að vera kominn með hugmynd um hvernig er hægt að koma saman heilu hersveitunum svo vel sé. Og ekkert mál að raða þeim upp, sérstaklega ef þið notið seglana! Sumar sveitir eru áberandi erfiðar, eins og Skaven Clanrats, Chaos Warriors og jafnvel Orc Boyz. Með þessu ætti vandamálið að minnka…

Látið mig endilega vita ef það er eitthvað vit í þessu, eða ef ég er bara að bulla eitthvað :)

Brjánn Jónasson