Hvernig setur þú upp herinn þinn?
Hvernig setur þú saman þær herdeildir sem þú ætlar að nota í hernum? Byrjaru á Heroes, eða byrjaru á core choice sem þú verður að vera með?
Well, hvort sem þið viljið lesa það eða ekki, þá langar mig að segja ykkur hvernig ég geri þetta…
Tek sem dæmi 2000 stiga her, skiftir ekki máli hvaða her það er. Ég byrja á 3 core sveitum, þeim sem ég verð að hafa. Hef þær ódýrar, en ekki þó alveg gagnslausar. Þessar sveitir eru alls ekki slæmar, þó þær séu ekki eins góðar og margt annað í hernum. Þar sem characters í hernum verða mjög líklega dýrustu módelin í honum, þá tek ég þá næst, ekkert endilega eins marga og hægt er, og alls ekki að eyða of mörgum stigum í þá. Eitt fallbyssuskot og 600 stig farin er ekki hlutur sem þú villt að komi fyrir þinn her.
Þá ertu kominn með að sem þarf, og nú er hægt að spá í hvað hægt sé að “krydda” með. Persónulega finnst mér meira en lítið bjánalegt að vera með td fleiri special sveitir heldur en core sveitir eins og sumir gera, því special eiga nú einu sinni að vera vandfundnari og sjaldgjæfari en core.
Rare choice læt ég yfirleitt mæta afgangi, þar sem það verða oft stór og dýr módel sem þurfa oft mikla heppni til að borgi sig. Ég hef td lent oft á móti orcs&goblins með risa og risarnir hafa aldrey náð að borga sig á móti mér, hvorki í casualties eða sem skotfæraseglar. Aftur á móti hafa Black orcs og chariots gert mér lífið leitt…
Jæja, þetta eru svona nokkurn vegin þær reglur sem ég set mér við að setja saman her. Og eitt í viðbót…. ekki gleyma litlum 25 stiga hlut sem kallast Dispel scroll. Það MUN borga sig!