Hafið þið tekið eftir því hversu margir spilarar eru með svo til eins módel? Ok, við málum allir á mismunandi vegu, en come on, að sjá td lizard men eða high elves, ALLIR notandi Teclis sem general eða Slann. Svo er auðvitað þetta forljóta dwarf lord módel sem GW gaf út.
Ég hef tekið eftir því að margir spilarar gera ótrúlega lítið fyrir módelin sin til að bæta þau og gefa þeim svolítinn “character”. Af hverju ekki að vera með Dwarf queen með stórt kökukefli, eða Slann með kokkahúfu, eða high elf mage sem heldur á blómi eða eitthvað? (þessa 2 fyrstu hef ég by the way gert *SMÆL*)
Allar svona breytingar þurfa ekki endilega að vera stærra og flottara sverð eða meira “baddass” hestur. Þetta getur verið bara til að gefa hernum smá persónulegt yfirbragð. Tók sérstaklega eftir því hjá Brjáni á mótinusíðast. Hann var með æðislegar “conversions”, td með snotlings og goblin wolf chariots. Ég er ekki að segja að við þurfum allir að gera eitthvað svo svakalegt, heldur bara aðeins að lífga uppá kallana.