[WH40k] Kroot mercenaries Í þesari grein mun ég fjalla um Kroot mercenaries.

Kroot mercenaries voru gerðir fyrir Tau en nú held ég
að allir herir geti tekið þessa skemmtilegu fíra.
Kroot eru mjög flexible. Basic kroot er með 4 í
strength og 4 í weapon skill og kosta aðeins 7
púnkta hver. Jafnvel ómerkilegasti Kroot
er með 2 árásir.

Þessir eiginleikar gera þá að mjög góðum hand-to-hand
gaurum (surprise!). Þeir eru mjög nytsamlegir og gott að hafa
nokkra sem “living shield” fyrir restina af hernum.

Fjölbreytileiki Kroot felst í þeim sveitum sem að geta “joinað” þá:

Kroot hounds: Þessir náungar kosta bara skít á priki (afsakið)
og eru nytsamlegir. Þegar hinir óheppnu óvinir flýja frá hinum
hræ-ódýru en sterku Kroot þá fær sveitin á sig 1 strength 4 hit
fyrir hvern kroot hound í sveitinni. Þetta, til samans við það
að geta barist í close-combat með 2 basic árásir, er stórfínt.
Ég hef tekið nokkra tilgerðar bardaga (bara ég að kasta teningum)
og þá hef ég komist að því að 10 manna kroot sveit með 4 kroot hounds
og einn Krootox útrýmir nánast alltaf 10 manna space marines!

Krootox: Heavy support unitið hjá kroot. Þetta fyrirbæri er
stórskemmtilegt í notkun þar sem það sameinar góðan skotkraft
og góðan close-combat hæfileika. 3 til 4 strength 6 árásir
er algjör draumur og bætir verulega útkomuna í návíginu.

Síðan ber að nefna Kroot shaper sem er snilld. Einn kroot í
sveitinni má vera uppfærður í kroot shaper fyrir 21 punkt
aukalega. Ef að þú lætur hann halda venjulega kroot rifflinum
sínum þá er hann með 4 basic árásir, og svo með venjulega
Kroot eiginleika.

Þetta sýnir að kroot eru mjög fjölbreyttir og skemmtilegir
í spilun, þeir eru hálfgerðir orkar.

Ég vona að þessi grein hafi frætt þig um hina vanmetnu Kroot.
Einn kosturinn við Kroot er að óvinurinn á það til að
hundsa þá og er svo bara barinn í klessu í close combat.
Kroot eru hálfgert möst fyrir alla Tau heri þar sem að
það er sjaldan sem að það kemur ekkert návígi í leik, og ef
að óvinurinn kemst í návígi við Tau her, þá er eins gott
að það sé við Kroot.
Svo er líka alltaf gaman að hugsa til þess að Kroot éta hina látnu
þegar þeir eru búnir að lemja þá í klessu…