Þar sem ég er ekki viss um að allir sem vilja sjái svar mitt í þræðinum þar sem það var skrifað upprunalega ætla ég að skella þessu hérna líka.

Það er sem sagt verið að stefna að því að hafa örlítið breytt fyrirkomulag á Warhammer mótunum á næstunni. Færa þetta örlítið nær því sem gengur og gerist úti í hinum siðmenntaða heimi.

Í fyrsta lagi verður farið að gefa stig fyrir að mála herji. Það ætti að virka hvetjandi á þá sem eru að mála, og fá þá sem ekki mála til að opna nýjar víddir á hobbyinu.

Einnig verða gefin verðlaun fyrir ‘most sporting player’. Hvernig ætti að þýða það, varst það ekki Siggi G sem kallaðir það ungmennafélagsanda? :) Það ætti að koma í gang betri anda, og vonandi verða verðlaunin fyrir það lítið síðri en fyrir fyrsta sætið.

Framkvæmdin á þessu tvennu er ekki alveg ljós, sennilega verður málun dæmd af einhverjum sem ekki keppir en hefur smá vit á málunum. Íþróttaandi verður sennilega gerður þannig að keppendur fylla út lítinn bleðil eftir hvern bardaga um hvernig þeim fannst að spila við andstæðinginn. Ekki ósvipað og Warhammer Players Society (www.players-society.com) notar.

Hvað málun og íþróttamennska gildir mikið á móti árangri í bardögum er ekki komið á hreint, og gæti alveg verið að það verði eitthvað rokkandi á meðan það er verið að koma þessu í gott horf. Það væri vissulega gott að fá ykkar álit á því hvað ykkur finnst hæfilegt.

Persónulega finnst mér stigagjöf fyrir málun í 40K vera eitthvað sem ég vil stefna á fyrir fantasy, en spurning hvort menn reyna að ganga áður en þeir fara að hlaupa… Þar eru gefin 8 stig fyrir fullmálaðan her +8 stig ef smáatriði á módelum eru máluð, +1-4 stig fyrir vel málaðan, characterful her og conversions. Þannig að samtals má fá 20 stig fyrir málun, og algengt að menn fái allavega 16 stig.

Fleiri breytingar sem eru væntanlegar eru þær að Dog of War verða sennilega ekki leyfðir í bili, og einnig verður væntanlega tekið alveg fyrir repping (að nota módel sem eru ekki réttu módelin). Ef þú átt ekki réttu módelin til að nota ákveðna sveit verður þú bara að nota eitthvað annað. Það er ekki eins og alvöru hershöfðingjar hafi alltaf haft eitthvað val um að nota bara það sem þeim langaði helst að nota.

Því miður stefnir samt í að það verði ekki mót fyrr en milli jóla og nýárs. Menn verða þá bara að nota tíman og mála!

Svo er bara að vona að það komi nógu margir á næsta mót, sérstaklega fólk sem hefur hingað til ekki nennt að koma. Nýjar reglur um málun, repp og sportmanship ættu að breyta slatta.

Hvernig er annars stemmingin fyrir móti milli jóla og nýárs? Ég tek fram að það er að mér vitandi ekki búið að taka frá salinn svo þetta er bara á hugmyndastiginu eins og er. Hvað vilja menn hafa bardagana stóra? Hverjir mæta? Hverjir þora í grænskinnana mína ógurlegu? :)

Brjánn Jónasson