Á mótum í Warhammer fantasy hafa aldrei verið gefin stig fyrir málun. Afhverju ekki ? Það er ekki eins og þeir tapi eitthvað á því. Ef að það yrðu gefin stig fyrir málun myndu sennilegast færri koma, haldið þið. Enn þannig er það ekki. Ef að stig yrðu gefin fyrir málun myndu margir sem eiga málaða herji og eru orðnir leiðir á að keppa við ruslahrúgur (algjörlega ómálaða herji) koma.
Ef að hefðu verið gefin stig fyrir málun á síðasta móti hefði Brjánn unnið mótið, því að fullt hús fyrir málun gefur eitt massacre (allavega á 40k mótum) og hafði Brjánn meira en nógu vel málaðann her til að fá fullt hús stiga fyrir málun.
Hér eru tillögur mínar að stigakerfi sem gefur aukastig fyrir málun:
Það ætti sama regla að gilda og á 40k mótum að aðeins full málaðir herjir með máluðum stöllum fái stig. Því að betra er að hafa öll módel máluð (ekkert endilega rosalega vel) heldur en hafa bara eitt og eitt regiment vel málað. Það kemur bara mikið betur út í fjarlægð ef allur herinn er málaður.
Stigagjöf:
Allt málað með plöttum (að minnsta kosti 3 litir)
:8 stig aukalega.
Allir smáhlutir á módelinu málaðir:8 stig aukalega
Vel málaður her með módelabreytingum(converts): 1-4 stig aukalega

Ég persónulega á ekki fullmálaðann her en ég stefni að því.

Verið svo dugleg við að láta í ljós skoðanir ykkar á þessu!

Kv.
Kreoli