Myndasögur Ég setti þetta sem ‘Bókmenntir’ því ég vil að allir lesi þetta.



Þetta voru niðurstöðurnar úr könnuninni ‘Lítur þú á myndasögur sem jafnoka annarra bókmennta?’:

Auðvitað: 15%
Já ég held það: 16%
Nah, ekki beint: 26%
Haha, nei: 21%
Ég bara veit það ekki…: 11%
Sumar: 11%

Gaman að sumir séu byrjaðir að líta á myndasögur með opnari hug og sést það á þeim 42% sem telja a.m.k. sumar myndasögur jafnoka annarra bóka.
Auðvitað fyrirgef ég þeim 26% sem segja ‘Nah, ekki beint’ enda eru myndasögur ekki fyrir alla og því gott hjá þeim sem fíla þær ekki að lítilslækka þær ekki um of. Hins vegar er mér stórlega misboðið yfir þeim 21%, TUTTUGU-OG-EITT PRÓSENT sem hlæja við tilhugsunina að myndasögur gæti talist til almenna bóka í gæðum. Fólk, fólk… vinsamlegast!

Af hverju er þetta álit svo margra?
Það var spurningin sem ég spurði sjálfann mig þegar ég las þetta og svarið sem ég kom með var auðviað það að meiruhluti þátttakenda hafi í raun aldrei lesið myndasögur – eða ekki nærrum því nógu mikið af þeim.

Þessi hópur hugsar líklega:
Andrés Önd!
Spider-Man!
Þegar þau heyra minnst á myndasögur (rétt eins og svo margir aðrir). En þannig er myndasöguheimurinn ALLS ekki.

Andrés gæti verið talinn sem barnaefni.
Það eru fullt af barnabókum til sem eru ekki myndasögur. Bara því að Kafteinn Ofurbrók (excellent bækur BTW) er til hljóta allar bækur að vera hryllilegt barnaefni, ekki satt?

Og þegar flestir hugsa um Spider-Man sjá þeir hann fyrir sér sveiflandi um New York borg. Svo sér hann vondann gæa ræna banka. “Stanzaðu!” segir Spider-Man þá.
“Urrg! Spider-Man! Þú stoppar mig aldrei! Ég mun sigra þig og svo ræni ég alla aðra banka í bænum því ég er svo yndislega illur! MUHAHAHA”
“Ó, nei!” segir Spider-Man, “þú kemst aldrei upp með þetta, þorpari!”
Svo bjargar Lói deginum og sveiflar sér í burtu.
Þetta vari það sem kallast Silfur-Aldar Spider-Man í Gull-Aldar aðstæðum – og tel ég að það sé hugmyndin sem flestir hafa af myndasögum í dag. En þetta er nú ekki alveg svo einfalt er ég hrddur um. Því árið 1986 byrjaði “The Modern Age of Comics” sem einkennist af flóknum söguþræði, gæða handritshöfundum en mest af öllu: Raunveruleika.
Hér eru nokkur dæmi:

Riddler
Hver kannast ekki við The Riddler, óvin Batman leikinn af meistara Jim Carrey í kvikmyndinni Batman Forever frá 1995?
Fyrst þegar Riddler var kynntur í heim myndasagnanna árið 1948 var hann algjört djók. Hann var fullkomið Gull-Aldar dæmi. Hann lék sér að glæpunum sem hann framdi, skyldi eftir spurningar sem vísuðu á felustað sinn fyrir Batman bara svona upp á fönnið.
Í hinum nýja heimi myndasagnanna passaði þessi persóna alls ekki inn. Svo rétt eins og Mr. Freeze var gefin sín fárveika eiginkona var The Riddler breytt til muna og gerður eins líkur því að hann væri til í alvörunni og mögulegt var - með svona vonlaust tilfelli eins og hann var: Svo þeir tóku nokkur element frá sjöunda áratugnum og létu hann, árið 1999 greinast með OCD. Þannig var það útskýrt að hann stjórnaði þessum glæpum sínum alls ekkert, þeir voru bara eitthvað sem hann þurfti að gera og gáturnar voru það eina sem hann gat notað til að leita að hjálp fyrir sig, því djúpt inni vissi hann að hann þyrfti hugsanlega á henni að halda.
Sjáið þið hvað ég meina?

Batman- Sjá ‘Batman: The Dark Knight Returns’ neðar. –

Svo bendi ég ykkur á Watchmen og Civil War til að skylja hvernig tekið er á ofurhetjum í raunverulegri myndasöguheiminum.

Svo er það Andrés.
Já, að vísu eru flestar sögurnar í hæsta lagi ágætis afþreygingarefni. En hefur einhver hérna heyrt minnst á nær guðlega veru sem nefnist Don Rosa?
Hann gæti mjög vel verið einn besti “sögumaður” sem uppi er IMO.
Hann bjó meðal annars til 12 blaða meistarastykkið ‘The Life and Times of Scrooge McDuck’ sem ættu að teljast bestu Andrés sögur allra tíma, ef ekki lang bestu. Þessi blöð unnu honum m.a. inn hin virtu Einser verðlaun og er bókin best seldasta bók Nexus, einu alvöru myndasögubúðar landsins.
Í Life and Times skoðar Don Rosa uppruna Jóakims frá barnæsku yfir í græðgi. Og aldrei gerði maður sér almennilega grein fyrir því hversu flókin og djúp persóna hann Jóakim er fyrr en maður sér tökuna á honum hérna. Svo sannarlega gallalaust verk, Life and Times er…



Svo eru það þeir (mörgu, tel ég) sem halda að allar myndasögur hljóti að teljast til krakkablaða og geti aldrei komist langt frá Andrés blöðunum. Það er svo ekki rétt. Hér eru nokkur dæmi:

Arkham Asylum: A Serious House on Serious Earth – Hugmyndin (Part 1)Arkham Asylum er geðveikrahælið fyrir glæpamenn úr Batman blöðunum. Þessi bók segir tvær sögur af því. Ein sagan segir frá því þegar fangarnir gera uppreisn, taka gísla og neyða Batman til að komast í gegnum hælið. Önnur sagan er forsaga Amadeusar Arkham stofnanda hælisins og söguna af því hvernig hann varð sjálfur geðbilaður.
“Hah, Batman!” hugsið þið sjálfsagt, “það getur nú varla verið svo slæmt.” En ég get sagt ykkur að þessi bók er stranglega bönnuð innan 17 ára og inniheldur – ásamt þess að vera virkilega distubing – mannát, morð á börnum og sjálfsmeiðingar.
Bókin einkennist einnig á því að myndskreytingarnar eru meira í líkingu við lítil málverk en venjulega myndasöguramma.

Hack/Slash - Útlitið
Forsagan hér er þannig að Cassie, aðal-persónan var mjög óvinsæl á sínum yngri árum og lögð í einelti. Mamma hennar vann í skólanum hennar sem matreiðslukonan. Einn daginn byrjuðu krakkarnir sem lögðu Cassie í einelti að hverfa. Hún komst fljótt að því að mamma hennar hafði drepið þau, búið til mat úr og gefið skólabörnunum að eta. Nammi, namm. En efir að móðir hennar framdi sjálfsmorð kom hún aftur sem “slasher” sem eru hér oftast uppvakningar komnir aftur til lífs til að drepa vegna reiði sinnar. Cassie drepur mömmu sína og ákveður þá að gera það að starfi sínu að drepa slashers ásamt Vlad, vini sínum sem felur andlit sitt bak við gasgrímu.
Ég efast virkilega um að ykkur takist að finna blóðugri myndasögur en þetta þó þið reynið.

Transmetropolitan - Umfjöllunarefnið
Þessi 60 blaða sería segir sögu manns eins að nafni Spider Jerusalem. Hann er keðjureykjandi, eiturlyfjanotandi, sí-drekkandi/blótandi og byssuglaður blaðamaður á framtíðartímum. Hann kemur aftur til blaðastarfa eftir að hafa verið frá öllu slíku í fimm ár og fer að taka á spyllingu í stjórnmálum og öðru slíku.
Sure, þessi blöð eru svo sannarlega ekki jafn stanslaust brútal á sama stigi og Arkham Asylum og Hack/Slash eru en þetta er samt jafn góð sönnun fyrir að myndasögur eru ekki bara fyrir krakka. Í fyrsta lagi ætti þetta ekki að vera lesið af markaðshópi Andrés blaðanna (ofbeldi, eiturlyfjanotkun og kynlíf) og í öðrulagi ættu krakkarnir ekki að VILJA lesa þessi blöð enda há-pólitísk.
Kapíss?
Fyrsta blaðið: http://dccomics.com/media/excerpts/1719_1.pdf

100 Bullets – Hugmyndin (Part 2)
Hefnd er aðal umfjöllunarefnið hérna.
Hver aðal persóna fær bara nokkur blöð. Hver saga hefur sýna persónu. Allt í allt nokkrar sögur sem spanna yfir 100 blöð.
Líf aðal persónunnar er alltaf í rugli. Maður einn kemur á fund þeirra. Hann gefur þeim nafn á manneskju og sannanir fyrir því að þessi manneskja sé ástæðan fyrir því að líf þeirra sé í messi. Svo gefur hann þeim byssu með órekjanlegum kúlum. Svo snýst framhaldið um það hvort einstaklingurinn sé tilbúinn að drepa til að fá “closure”. – Auk þess sem þetta inniheldur sinn slatta af ofbeldi, nekt og öðru slíku.

The Last Christmas
Kjaronrkustyrjöld rústar flestu sem við þekkjum í heiminum. Hryllingur grípur um sig. Allir missa vonina. En hann Sveinki heldur ennþá gleðinni. En einn daginn ráðast stökkbreytlingar á norðurpólinn og skjóta Frú Clause til dauða. Jólasveinninn sekkur þá í djúpt þunglyndi. Að lokum reynir hann að fremja sjálfsmorð en uppgötvar að hann getur það ekki, því svo lengi sem a.m.k. eitt barn trúir enn á hann getur hann aldrei dáið. Þá gerir hann sér strax grein fyrir því hvað hann þarf að gera: Hann þarf að fara á algjört “Homicidal Rampage” og drepa alla sem hann finnur því þannig hlýtur hann að ná að drepa þetta eina barn sem trúir enn. Þá getur hann loks drepið sjálfan sig.
… Þarf að segja meira?

Preacher
Preacher hefur verið kölluð sú bók sem á auðveldast með að fara fyrir brjóstið á fólki, sérstaklega þó stangtrúuðu kristnu fólki, þar sem Guð er hér sýndur í sínu versta ljósi.
Jesse er prestur sem yfirgefur staf sitt þegar hann verður andsetinn af verunni Genesis og brennur kirkjuna sína og tekur með sér líf allra sem voru í messu á þeim tíma. Jesse hefur þá hinsvegar öðlast yfirnáttúrulega hæfileika sem gæti nær jafnast á við krafta Drottins. Hann fer þá í ferð yfir landið í leit að Guði ásamt leigumorðingjuanum Tulip og vampírunni Cassidy.
Þetta er talin ein ofbeldisfyllsta myndasaga allra tíma og alls ekki fyrir viðkvæma.

Þetta var bara pínulítill hluti. Sannleikurinn er sá að fæstar myndasögur í dag eru ætlaðar börnum. Ég minni á að ‘A History of Violence’, ‘Oldboy’, ‘Ichi: The Killer’, ‘300’, ‘Sin City’, ‘The Punisher’ og ‘Road to Perdition’ eru allt myndir gerðar eftir myndasögum.



Og svo að lokum eru hér nokkrar myndasögur sem ættu að fá a.m.k. helming ykkar trúleysingja til að breyta svari ykkar í ‘Sumar’. Þetta eru allt myndasögur sem af mörgum eru taldnar meðal betri bókmennta (en einungis brot af því besta):

Batman: The Killing Joke (1988)
Eftir: Alan Moore
Söguþráðurinn hér hljómar kannski nokkuð ómerkilegur. Joker sleppur af Arkham hæli og ætlar að gera Gordon lögreglustjóra klikkaðan með því að veita honum versta dag lífs síns.
Hinsvegar er það ekki næstum allt í þessari bók. Heldur er aðal tilgangur hennar að segja uppruna Jokersins og útskýra persónu hans betur ásamt spurningunni hvort Batman sjálfur sé ekki bara klikkaður líka. Hugmyndin sem Jókerinn hefur hér er að hver sem er gæti verið hann, maður þarf bara einn slæman dag til þess. Og átti Batman ekki einmitt sinn slæma dag líka?
Þessi bók er líka gott dæmi um það að myndasögur eru ekki alltaf fyrir krakka þar sem þessi saga sýnir í björtu ljósi hversu brjálaður og sjúkur Joker er þegar hann brýst inn á heimili Gordons skítur dóttur hans fyrir framan hann tekur nektarmyndir af henni, ásamt því sem hann rænir sjálfum lögreglustjóranum.
Mikilvægur hluti sögunnar er einmitt líka forsaga hans sem flakkað er inná nokkrum sinnum yfir blaðið. Þar var hann bara góðhjartaður grínisti sem vildi hið besta fyrir fjöldskylduna sína áður en hann varð fyrir deginum hræðilega. Eða eins og hann orðaði það sjálfur “Madness is the emergency exit — you can just walk out on all the horrible things that happened and lock them away forever!”
Ég skil vel að þið hikið við að lesa Batman sögu en ég skal segja ykkur það að þetta er magnað stykki sem þarf að lesa. Christopher Nolan leikstjóri Batman Begins hefur m.a. sagt að hann byggi Jokerinn í næstu mynd, The Dark Knight á þessari bók – og er það nóg ástæða til að kíkja á hana.

The Sandman (1988-1996)
Eftir: Neil Gaiman
Nei, þetta er ekki sá Sandman sem þið sáuð í þriðju Spider-Man myndinni, heldur persóna (og sería undir sama nafni) byggð á goðsögninni um sandmanninn og draumana. “Mister Sandman, bring me a dream”
Sandman er Vertigo sería. Vertigo er undirtitill hjá DC Comics (þeir sem gefa út Batman og Superman) fyrir blöð sem taka á efni sem þykir ekki hæfa börnum. Allt í allt voru gefin út 75 Sandman blöð.
Sandman er oft þekkt sem sú myndasögusería sem hefur unnið sér inn fleiri verðlaun en nokkur önnur sería miðað við hversu fá blöð voru gefin út. Böðin unnu m.a. þrenn ár í röð Eisner verðlaunin fyrir bestu myndasöguseríunna og var eina myndasagan til að vinna World Fantasy verðlaunin. Sex af bókunum tíu hafa t.d. fengið fjórar og hálfa stjörnur á amazon.com og fjórar þeirra 5 af 5 - frá 30 til 100-og-eitthvað gagnrýnum.
Í Sandman heiminum hafa frá byrjun tímans verið til sjö verur, The Endless. Í byrjun seríunnar, í kringum 1900 reynir maður einn að fanga dauðann - eina af verunum – með göldrum en tekst í staðinn að fanga Dream (aka Sandman). Hann lokar Dream inni í fangelsi í 100 ár. En þegar Dream sleppur byrjar serían fyrir víst. Þá þarf hann að takast á við breytingarnar í heiminum á meðan hann var í burtu.
Sandman sögurnar eru allt í allt tíu og eru safnað saman í þessum 75 blöðum. Þetta byrjar sem hryllingssería en fer svo yfir í fantasíu.
Nema að dómarnir ljúgi ættuð þið ekki að sleppa því að lesa þetta.

Maus (1973-1991)
Eftir: Art Spiegelman
Hún hefur verið kölluð mikilvægasta myndasaga allra tíma.
Hér segir Art Spiegelmansögu föður síns í seinni heimsstyrjöldinni. Fjöldskyldu líf hans og gjöreyðingabúðirnar.
Hér eru gyðingar túlkaðir af músum og nasistar af köttum. Ásamt því að allar mannverur eru einhverskonar dýr sem endurspegla hlutverk þeirra frá þessum tímum.
Það er ekki óalgengt að í skólum sé þessi bók skyldulesning í sögutímum og er þá mikið sagt um hana.
Þessi myndasaga gerði hinn nær ómögulega hlut að verða sér inn um Pulitzer verðlaun og telst það einstaklega góður árangur fyrir venjulegar bækur, hvað þá myndasögur. Bókin vann líka L.A. Times-, Eisner- og Harvey verðlaun ásamt mörgum öðrum.

Fables (2002-????)
Eftir: Bill Willingham
Þessi sería hóf göngu sína árið 2002 og hefur þegar unnið sjö Einser verðlaun. IGN.com hefur m.a. sagt þetta vera hugsanlega bestu myndasögu seríu síðari ára og gæti toppað Sandman ef þetta heldur sínu striki.
Þessi sería tekur klassískar ævintýra persónur og setur inn í heim okkar þar sem þær fara huldnu höfði í New York. Svo segja blöðin margar sögur ævintýraveranna. Hér eru morðmál á ferðinni, samsæri og jafnvel hjónabandsvandamál hjá Fríðu og dýrinu.
Þetta er svona myndasaga sem er ekki auðvelt að útskýra, maður þarf að lesa hana sjálf/ur.

Batman: The Dark Knight Returns (1986)
Eftir: Frank Miller
Þetta er ein af tveimur myndasögum sem er talin hafa gert myndasögur að því sem þær eru nú í dag.
Þessi bók er þekkt fyrir það að hafa fundið upp margt sem notað er í myndasögum nú til dags. Eins og slow-motion, hyper-realism, samskipti ofurhetja og breytingarnar á Batman. Áður var Batman nokkuð líkur Gull-Aldar dæminu fyrr í greininni með Spider-Man. Svo komu Adam West þættirnir í “the ‘60s” sem gerðu Batman að algjörum djók. Hann varð þó aðeins myrkari í “the ‘70s” myndasöguheiminum – en almenningurinn sá hann ennþá sem hinn dansandi Adam West. Svo kom The Dark Knight Returns og breytti Batman algjörlega og gerði svo myrkan að margir töldu það ósæmilegt. Hann var einnig sýndur sem mjög geðtruflaður náungi hérna. Þessi útgáfa Batmans hafði mikil áhrif á alla sem unnu við eithvað Batman tengt og varð þeta sá Batman sem Tim Burton notaði í mynd sinni árið 1989 og sömuleiðis var Batman Begins byggður á TDKR að miklu leiti.
Í þessari sögu er Batman orðinn gamall og gráhærður og hefur ekki verið Batman í tuttugu ár. Hann finnur þó köllun sína og verður Batman aftur. En á sama tíma snúa margir gamlir óvinir hans aftur líka.

From Hell (1991-1998)
Eftir: Alan Moore
Þetta er sagan af morðingjanum fræga, Jack the Ripper á Viktoríutímum London. Bókin styðst við þekkta samsæris kenningu um Jack the Ripper sem hefur reyndar oft verið sannað að sé rétt.
Ólíkt myndinni með Johhny Depp er bókin ekki “thriller” og sakamál heldur segir hún bara eina útgáfuna af sögu Jack the Rippers og skoðar geðbilun hans og innri mann.
Lesendur Comic Buyer’s Guide kusu þetta bestu “limited series” árið 1997 og seinna bestu myndasögu í bókaformi árið 2000.
Vann Einser verðlaunin ’93 fyrir bestu söguna.
Hefur fengið fjórar og hálfa stjörnu af fimm á amazon.com frá 90 gagnrýnum. Þar af eru aðeins átta sem hafa gefið henni þrjá stjörnur eða minna.

V For Vedetta (1982-1988)
Eftir: Alan MooreÞegar V For Vendetta kom ut hafði ekkert slíkt sést áður. Þetta var alvarleg bók og hræðileg framíðarsýn.
Hún var einmitt sköpuð til að sýna að myndasögur gætu ger annað og meira en þær voru vanar að gara og að ná fleira fólki inn í lesningu myndasagna sem höfðu ekki lesið þær áður.
Ástæðan fyrir að V For Vendetta tókst ekki að gera sömu hluti og Watchmen og The Dark Knight Returns var sú að þetta var ódýr, svart-hvít saga (ekki þegar hún er endurútgefin þó), bresk og var ekki gefin út í mörgum eintökum. Hún var hálfgerð underground myndasaga. Reyndar fór fyrirtækið sem gaf hana út á hausinn áður en það náðist að klára hana og hún var ekki kláruð fyrr en nokkrum árum síðar þá gefin út af Vertigo í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur hún verið talið meistaraverk.
Sagan gerist í Bretlandi eftir að kjarnorkustyrjöld hefur verið háð sem eyddi flestum ríkjum heims. Bretland er þá aðal-landið og ríkir þar einveldi.
V er hryðjuverkamaður og skemmdarvargur með dularfulla fortíð sem vill ekkert meira en frelsi og hefnd.
Hann hittir svo Evey sem verður nokkurskonar aðstoðarmaður hans í baráttunni við stjórnina.
(Ég mæli með að þið kaupið DVD diskinn. Ekki vegna þess að myndin sé góð (sem hún er… þrátt fyrir að vera dálítið ólík myndasögunni) heldur vegna frábærs aukefnis á aukadisknum sem útskýrir mjög hversu breyttar og bættar myndasögur eru í dag frá “ykkar viðhorfum”)
Þetta er einnig þekkt sem ein af fyrstu myndasögunum til að notast ekki á við hugsunarblöðrur, heldur mun flóknari aðferð til að lýsa atburðum.

A Contract With God (1978)
Eftir: Will Eisner
Talin vera fyrsta ‘Graphic Novel’ allra tíma – eða myndasaga í bókarlengd.
Fjórar stuttsögur allt í allt. Að hluta til byggðar á ævi Eisners.
A Contract with God – Saga af manni sem gerir samning við Guð um að hann muni vinna hart af sér alla hans ævi í skiptum fyrir það að Guð muni gæta hans og gera líf hans gott. Svo brýtur Guð samninginn.
The Street Singer – Atvinnulaus maður vinnur fyrir sér með því að syngja á götunni. Kona nokkur uppgötvar hæfileika hans og ætlar sér að græða á honum.
The Super – Saga af þýskum húsverði og fólkinu sem hann kynnist í starfi sínu.
Cookalein - … er saga af ungu, fátæku fólki sem þykist vera ríkt til að ná sér í ríka/n eiginmann/konu.

Og síðast en ekki síst:
Watchmen (1986-1987)
Eftir: Alan Moore
Komst á lista Times yfir “100 bestu BÆKUR á ensku frá 1923”. - “told with ruthless psychological realism, in fugal, overlapping plotlines and gorgeous, cinematic panels rich with repeating motifs…a heart-pounding, heartbreaking read and a watershed in the evolution of a young medium.” – Og var það eina myndasagan á þeim lista.
“Remarkable” – New York Times, “Brilliant” – The Village Voice, “Groundbreaking” - USA Today, “Masterwork” – Entertainment Weekly.
Fékk fjögur Kirby verðlaun og fimm Eisner verðlaun þrátt fyrir að vera aðeins 12 blöð allt í allt.
Eina myndasagan sem hefur nokkurntíman unnið Hugo verðlaunin.
IGN.com hefur sagt hana vera ekki bara bestu myndasögu allra tíma heldur LANG bestu.
Hún er í fyrstu tveimur sætunum á lista Comic Book Data Base yfir bestu myndasögur allra tíma, í tveimur mismunandi útgáfum – Absoloute Edition og TPB.
Hún hefur fengið fjóra og hálfa stjörnu af fimm í einkunn á amazon.com frá 370 gagnrýnum.
Talin vera sú myndasaga sem gerði myndasögur almennt meira en bara “entertainment”. Þetta var líka bókin sem – ásamt The Dark Knight Returns – tók myndasögur frá Brons-Öldinni yfir í Nútímann.
Ef einhver hefur á ævi sinni heyrt talað um það að myndasögur geti verið meistaraverk eru meiri líkur á að sá hinn sami hafi heyrt minnst á Watchmen. Og ég tel ólíklegt að nokkur sem hefur lesið hana (eða bara heyrt eitthvað um hana) hafi valið “Haha, Nei” svar möguleikann.
Í heiminum sem bókin gerist í hafa allar ofurhetjur verið bannaðar með lögum og neyddar til að hætta störfum (þrátt fyrir að aðeins ein persóna hérna hafi ofurkrafta). Ein af fyrrverandi ofurhetjunum, The Comedian er myrtur og eina starfandi ofurhetjan Rorschach grunar að um samsæri til að eyða öllum ofurhetjunum sé að ræða. En hann grunar ekki hversu miklu stærra þetta mál er.
Hins vegar er það ekki söguþráðurinn sem gerir þessa bók það sem hún er heldur ótrúlega vel skrifaðar persónurnar – þær stóru og þær smáu. Hér fær maður að kynnast þeim öllum í gegnum flashbacks og kemst að því hversu ótrúlega djúpar bæði þær eru og heimurinn sem þessi bók gerist í.
Það er í rauninni ekki hægt að segja ykkur frá henni. Þið ÞURFIÐ bara að lesa hana. Ef þið lesið hana get ég lofað ykkur að “Haha, Nei” svörin fara niður í a.m.k. 5% en hækkar til muna í “Sumar” möguleikanum.
Hver stund sem er ekki notuð í að lesa þetta fer til spyllis.
(Kvikmynd væntanleg árið 2008 - og ef hún verður slæm er það kvikmyndaliðinu að kenna. Engum öðrum.)

Svo bendi ég á aðrar bækur sem taldnar eru með betri myndasögum allra tíma (sem ég ætla ekki að fara jafn vel í).
Sumar hafa verið nefndar áður:

100 Bullets,
Akira,
Animal Man,
Astro City,
Astonishing X-Men,
The Authority,
Batman: The Long Halloween,
Batman: Year One
Blade of the Immortal,
Criminal,
The Dark Tower: Gunslinger Born,
DC: The New Frontier,
Deadpool,
Death,
Death Note,
Ex Machina,
Fell,
Hellblazer,
Hellboy,
Invincible,
Kingdom Come,
League of Extraordinray Gentlemen,
A Life Force,
Lone Wolf & Cub,
Mage,
Nausicaa of the Valley of the Wind,
Powers,
Preacher,
Queen & Country,
Ronin,
Runaways,
Sin City,
Spider-Man: The Death of Gwen Stacy,
Spider-Man: Kraven’s Last Hunt,
The Spirit,
Starman,
Strangers in Paradise,
Superman: Red Son,
Superman: The Death of Superman,
Swamp Thing,
Transmetropolitan,
Walking Dead,
We3,
X-Men: Dark Phoenix Saga,
X-Men: Days of Future Past,
X-Men: God Loves, Man Kills,
Y: The Last Man,

Vonandi hafið þið opnað hug ykkar eitthvað eftir þetta. Og ég bið ykkur um að fara í Nexus og kaupa a.m.k. eina bók hérna bara svona til að geta gefið almennilegt álit á myndasögum.



P.s. Ég hafði mikið af linkum og ég vona að þeir hafi heppnast. Og ég hafði ekki tíma til að fara yfir stafsetningarvillur.