Bremsur Bremsur
Þó að bremsurnar séu nú ekki beint undir húddinu fannst mér full ástæða til að skrifa léttan pistil um þennan mikilvæga hluti bílsins. Mönnum hættir nefnilega ískyggilega mikið til að einblína á hestöfl og gleyma öðrum þáttum bílabreytinga. Það er náttúrulega mun skemmtilegra að segja frá því að maður komist ¼ míluna á undir 12 s. En að maður geti bremsað sig niður úr 100 km/h á 2 s, en hvort er mikilvægara í alvöru?
Bremsur byggja eins og flestir vita á viðnámi, klemma með viðnámsmiklum klossum grípur um disk og myndar þannig núning. Ég ætla að láta eiga sig að fjalla um tromlur þar sem þær eru nánast úreltar og bjóða ekki upp á mikla möguleika í breytingum. Eins og gefur að skilja eru bremsurnar því betri sem flatarmálið milli snertiflata er meira, stórir klossar í stórum klemmum utan um stóra diska mynda mikinn núning og bremsa vel.
Þegar stórir bremsuklossar eru notaðir þarf að sjá til þess að átakið á þá sé jafnt allstaðar það er fengið með því að nota fleiri stimpla í klemmunum (e. Piston, dæmi 4 piston caliper) og eru til dæmis boðið upp á 8 stimpla bremsur í nýjustu og árgerðum af Mercedes-Benz.
En fleiri þættir spila inn í, núningur veldur hita og í okkar tilfelli miklum hita, fleiri hundruð gráður þegar maður er að leika sér mikið. Hitinn veldur því að bremsukrafturinn minnkar (e. Brake-fade). Til að sporna við þessu eru notaðir kældir diskar en þá er svæði innan í disknum sem er með einskonar blöðum sem hjálpa til við að auka flatarmál disksins og þar af leiðandi kælist hann hraðar, slíkir diskar eru staðalbúnaður a.m.k. að framan, á flestum nýlegum bílum.
En nú í skemmtileg heitin, boraðir og rákaðir diskar. Það að bora diska hefur þau áhrif að heitt gas sem myndast við núninginn hefur leið til að sleppa í burtu sama á við um rákaða diska einnig hjálpar þetta tvennt við að bægja vatni frá ef svo ber undir. Það er samt galli á gjöf Njarðar með boruðu diskana að þeir eru ekki eins sterkir og verður það til þess að oft myndast sprungur við holurnar og diskarnir jafnvel brotna, slíkt gerist þó yfirleitt aðeins þegar mikið mæðir á bremsunum. Rákirnar hafa ekki slík vandamál en hafa þann kost umfrma holurnar að þær skafa eilítið bremsuklossana þannig að alls kyns ófögnuður skefst af, reyndar eyðast klossarnir e-ð hraðar við það.
Það sem svona götukappaksturvitleysingar eins og við ættum að skoða hvað varðar að
auka bremsugetu með tiltölilega litlum kostnaði er að kaupa almennilega bremuklossa, það er ekkert mál að skipta um þá sjálfur og það getur verið talsverður munur á einhverjum ódýrum þriðja aðila klossum eða gæða klossum á borð við EBC, Pagid og Mintex, svona til að taka dæmi. Menn þurfa bara að passa sig að performance klossar eru gerðir fyrir mismunandi hitastig og það er ekkert sniðugt að keyra um borgina með klossa gerða fyrir +300°C, þeir myndu ekki ná að halda við bílinn í smá brekku! Götuklossar eiga að dofna við mikla og harða keyrslu.

Endilega ef einhverjir hafa einhverju við að bæta verið Hugaðir!
-Herra Stór!