Subaru Outback 2010 Þetta mun vera hinn nýi Subaru Outback 2010. Hann mun líklegast koma með þremur vélum; 2.5l boxer bensínvél sem skilar 170 hestöflum og togar 230,23 NM. Stærsta vélin mun vera 3.6l boxer (held ég) bensínvél sem skilar 256 hestöflum og togar 334,51 NM. Sú þriðja verður líklegast 2.0l boxer díselvél en það eru bara getgátur hjá mér. Bíllinn er stærri á alla kanta en forveri hans en ekkert er minnst neinsstaðar um hvort hann sé hærri eða ekki.

Hvað finnst ykkur? Mér finnst þessi hönnun vera algjör afturför miðað við hinn gullfallega 2008 Outback.

Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður af Outback enda átti fjölskyldan mín 1998 árgerð af þannig og var það líklega besti bíll sem við höfum átt. Afturför segi ég…