Ofur 1800 Fékk mér þennan fyrir ekki svo löngu.
Er helvíti ánægður en það er alveg hellginur sem þarf að gera.
Ganga frá öllu rafmagni, skoða aðeins gírkassa,fá sér einhvern kút til að dempa hljóðið svo hann fari í gegnum skoðun og skipta um ljós.
Ágætis verk fyrir höndum en vonandi á þetta eftir að ganga eitthvað.

Hann er samt ekki að skila öllu því sem hann á að gera.
Missir afl eftir 4800-5000rpm og virkar þar með ekki skít.
Háspennu keflið er líklega farið svo það verður farið í að skipta því út.

Planið er að gera bílinn sæmilega útlítandi, gera við allt ryð og hugsanlega fá sér felgur.
Bíllinn þarf nauðsynlega á fjöðrunarkerfi að halda og bremsum, hann minnir svolítið á belju á svelli eins og hann er núna.

Það sem er í bílnum er;

EJ20g mótor.
GT bína
Z4 ECU með tölvukubb.
Í bílnum er FMIC
Opið púst.