já þessi bíll er með 1300cc wankel turbo vél. veit ekki hvort að það sé buið að breyta þessu eitthvað. en þessi er íslenskur! og einn af draumabílum mínum.
var Rx7 með Turbo vél? ég veit reyndar lítið um þennan bíl, en já myndi vilja eiga þetta..
held nefnilega að Rx8 sé ekki turbo, eða ég er nokkuð viss um það. og mér finnst þá spes að Mazda hafi hætt að setja túrbínu á þessar vélar, reyndar endast þesar vélar ekkert rosalega. en svona er bara wankellinn… :/
Getur fengið þessar vélar líka turbo, Rx8 er non-turbo en hægt að fá flott turbo kit á þessa mótora. Wankelinn er ágætis vél en hún þarf mikið viðhald og varahlutir eru dýrir. Endast ágætlega ef farið er vel með þær.
Annars er RX7 alveg frekar ofarlega yfir uppáhalds bíla, nær ekki alveg Suprunni en hljóðið og lúkkið er svo frábært að ég get ekki annað en heillast! Maður lendir nú ekki oft við hliðina á svona bílum á ljósum, en þegar það gerist rennir maður niður rúðunum, segir öllum að þegja og bara hlustar :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..