Mercedes Benz E50 AMG Vegna lítillar umferðar af innsendum myndum ákvað ég að setja smá augnkonfekt hér inn.

Þetta er E50 AMG sem er heil 347 hestöfl og V8 mótor. 5,5 sek í hundrað og eyðir um 16 - 17 lítrum á hverja 100 km í blönduðum akstri.

Minnir einna helst á að keyra mótorhjól eða sitja í flugvél sem er að taka brunið. Rosa græja og ekkert annað en hreint leiktæki.

Þetta er 1996 árgerð og er ekin heil 76 þúsund km. Sér ekki á bílnum hvorki að utan né að innan. 2 eigendur af honum í Þýskalandi og enn sem komið er einn hér heima.


Frúin hlær í betri bíl…