Ég sá þessa könnun, kaus og fattaði síðan að auðvitað hlusta flestir á tónlist þegar þeir keyra, sérstaklega í lengri ferðum.

Bretarnir í Top Gear sem þið flestir ættuð að kannast við höfðu einu sinni símakosningu í þáttum sínum um hvað væri besta lagið til að keyra með. Til gamans má nefna að lagið Don´t stop me now með hljómsveitinni Queen vann þá símakosningu en mig langar að spyrja:

Á hvað hlustið þið þegar þið keyrið? Hvað er ykkar uppáhalds keyri-lag?

Ég hlusta yfirleitt á einhversskonar metal þegar ég er að keyra, deathmetal, progressive metal, powermetal, metalcore, blackmetal, folkmetal, vikingmetal og hvað þetta heitir nú allt saman en metall lætur mann oft keyra svolítið hraðar en venjulega svo að þegar ég er bara á krúsinu hlusta ég frekar á jazz, fusion, raftónlist eða bara á rokk.

Besta driving-hljómsveit sem ég veit um er er líklegast sænska bandið Opeth en hún er mjög gott millistig af progressive deathmetal og jazz sem er mjög skemmtileg blanda. Ég mæli eindregið að þið kynnið ykkur Opeth, hvort sem þið eruð metalhausar eður ei. Ég get því miður ekki gert upp á milli laga til að keyra með því að þau eru svo mörg sem koma til greina.