Sælir.

Er hægt að leigja búnað til þess að mála bíla? Þeas sprautuna og það allt. Eða hægt bara klefa þessvegna. Fínt að vita hugsanlegt verð líka.

Ætla að gera tilraun til þess að gera bílinn fínan í sumar, pússa hann og mála og ég tími ekki að eyða hundruði þúsunda í að láta mála hann allan þar sem að þetta er frekar gamall bíll og satt að segja þá myndi málunin eflaust kosta meira en ásett verð bílsins :)

Ef ekkert svona er á Íslandi (RVK helst), þá hef ég heyrt að fólk fari stundum með bílana sína útí Borgarholtsskóla og nemendurnir þar máli bílana. Veit einhver hvað það kostar?

Og fyrir þá sem hafa áhuga þá er þetta Ford escort 97 model. Nokkrir riðblettir hér og þar og málingin farin að flagna af á hurðinni(stórir blettir), eflaust verið sprautuð áður og það verið illa gert.