Jæja ég hef hér ákveðið að skrifa eina grein hérna um umboðsaðila bíla hér á Íslandi. Eða ekki hvað umboðsaðila sem er, heldur Benz umboðið.

Það vill svo skemmtilega til að ég er búinn að eiga Benz í í hálf annað ár núna og ég hef alltaf viljað það að bíllinn minn fái sem bestu umhugsun sem hægt er að fá. Ég meina er hægt að vilja eithvað annað? Þó maður er að borga 500% meira fyrir vinnuna hjá þeim heldur en öðrum, maður býst líka 100% við því að ég fái betri þjónustu og betri aðstoð fyrir vikið.

En annað kom upp á teningin þegar ég fór fyrst með bíllinn minn. Ég fór með hann í fyrsta skiptið bara í svona allsherjar check eins og maður kallar þetta, sjá hvort það er ekki allt i fínu standi í bíllnum. En svo vildi svo skemmtilega til að ég kem tvemur dögum seinna voða ánægður með bíllinn minn nánast nýr og flottur, þá er sagt við mig í afgreiðsluni að viðgerðin kostaði um 70.000 og það var eithvað gat á einhverju sagði kallinn við mig og lét mig fá blað og penna og ég ætti að gjöra svo vel að kvitta og borga.
Ég læt þessa ferð ekkert fara rosalega í mig.

Ferð númer 2.
Það var eithvað furðulegt hljóð í bíllnum hjá mér, sem ég vissi ekkert hvað var. Þannig ég fór á verkstæði hérna í Keflavík og fer og spyr hvort einhver geti ekki komið með mér og hlustað á hvað þetta væri. Það kemur einn maður með mér út og hann segjir strax við mig að þetta er eithvað í púströrinu og ég ætti að láta kíkja á það.
Ég þakkaði honum innilega fyrir og hringji og panta strax tíma hjá öskju. Þeir segja við mig að ég geti ekki fengið tíma fyrr en eftir 2-3 vikur. Ég er nú ekkert voða ánægður með það og spyr hvort það sé ekki hægt að troða mér á milli einhver staðar. Ég býð aðeins í símanum og svo segjir hann við mig jújú komdu bara með hann á sunnudaginn og ég talaði við hann á þriðjudeginum.
Ég segji við hann að hljóðið kemur í púströrinu og bifvélavirkin sem skoðaði þettta fyrir mig sagði að það gæti eithvað verið laust.
Afgreiðslumaðurinn hjá öskju segjir að þetta verði ekkert mál. Ég fer svo og næ í bíllinn á fimmtudeginum eða föstdegi og fæ þennan skemmtilega reikning í andlitið hann var hátt í 60.000 krónur. Sögðu að það væri eithvað rör eða síja farin.
Ég sest út í bíll, bíllinn nánast bensínlaus, lét þá fá hann fullan nánast. Kveikji á honum og keyri af stað, fyrsta sem ég heyri er þetta anskotans skrölt. Ég sný við og labba inn til þeirra og spyr hvort að þeir hafi ekki lagað þetta það sem ég bað þá um, þeir segja að þeir hefðu gert það og allt ætti að vera í góðu lagi.
Fer með afgreiðslumanninn út og segji við hann að hljóðið er enþá, þá hleypur hann inn og nær í einhver yfirmannverkstæðið og hann kemur og spyr hvað er að. Ég svara honum og segji að ég hafi borgað 60.000 krónur fyrir viðgerð sem var ekki einu sinni gerð. Þá svarar hann mér með fullu hálsi og ætlar svo ekki að bakka á þvi að þeir hefðu lagað það sem átti að laga.
Ég segji við hann að ég er úr keflavík og ég fór sérstaka ferð hér í bæinn til að ná í bíllinn, ég vildi fá að skilja bíllinn eftir svo þeir gætu lagað þetta fyrir mig og ég mundi bara koma á morgun og náð í hann. En ekki var stjórin sammála því hann sagði mér bara nokkurn vegin að drulla mér í burtu og ég ætti að panta tíma aftur og ættti ekki rétt á að heimta að fara framyfir.
[Spáum aðeins í þjónustulindini, það ætti að láta bara Benz fyritækiðsjálft úti og segja við þá að þeir sem stjórna Benz umboðinu hér á Íslandi séu jafn vanhæfir og þessir Íslensku útrásarvíkingar, þeir yrðu ekki lengi að losa sig við umboðið hér á landi]
Ég þræti þarna við manninn og ég spyr hann aftur og aftur hvað ég væri að borga fyrir? Hann getur aldrei gefið mér fullnægjandi svar.
Og á endanum gefur hann eftir og tekur bíllinn, ég næ í hann eftir helgi og ég þurfti að borga annan 40.000 fyrir viðgerðina.

Ferð númer 3
Fyrir stuttu síðan þá lenti ég í vandræðum með að það dropaði stundum í gegnum topplúguna hjá mér og ég panta tíma hjá öskju, segji við þá að þetta er að og ég vilji að þeir lagi þetta. Ég fæ tíma 1 viku síðar, fer með bíllinn og þessi viðgerð kostar mig um 30.000. Þeir vildu meina það að þeir hefðu ryksygað úr rennunum sem liggja útfrá topplúguni. Og það var einhver ein síja eða lega eða eithvað svona smotteri farið.
Versta var að ég lét félaga minn ná í bíllinn í reykjarvík. Ég fæ bíllinn og ég er að segja ykkur það að það var eins og þeir hefðu verið að labba á skítugum skónum útum allan bíll, olía og smurning útum allt, var upp í sætinu og huðrina og mottan var nánast ónýt.

Ferð númer 4
Á þessum tímapunkti er ég orðin allveg vel leiður á þessari þjónustu sem ég hef fengið og ætla eiginilega að láta svona heyra í mér, ég bruna í bæinn dagin eftir og ætla svo sannarlega að láta þá heyra það, þá sitja einhverjir nokkrir kallar þarna og ég stend bara og bíð, það virðiðst vera rosa mikið að gera hjá þeim öllum 4-5 í tölvuni, þeir allavegana enginn af þeim yrti á mig í 15 mínótur ég stóð fyrir framan þá gáttaður á þessu.
Ákvað samt að halda ró minni, konan mín var með mér og hún var að verða brjáluð, segjir mér nokkrun veginn að drulla mér til að ná í þessa menn og fá þjónustu.
Þannig ég labba í áttina að þeim og spyr er enginn að afgreiða hér? Þá segjir einn af þeim jú get ég eithvað aðstoðað? Hann svaraði mér eins og ég hafi bara verið að labbað inn.
Ég læt þá vita af þessum skít sem þeir eru búnir að klína útum allt og ætla fá einhvern til að gera þetta fyrir mig, ég beið í annan hálftíma og á endanum gerði afgreiðslumaðurinn þetta. Ég keyri í burtu og er ánægður með að koma mér út úr öskju.

Svo vildi svo skemmtilega til að það byrjaði að rigna seinna um kvöldið þegar ég kem í Keflavík, þá byrja nokkrunvegin að rigna inn í bíllinn, ég get ekkert notað bíllinn næstu daga útaf þetta varð bara mun verrra eftir að ég lét þá fá hann.
Ferð númer 5
Læt þá vita af þessu og þeir taka bíllinn á mánudegi, segja mér að bíllinn verður tilbúinn á morgun, ég hringji í þá daginn eftir, þá geta þeir ekkert sagt mér. Bíð fram til föstudags, þá hringja þeir í mig og ég fæ reikning upp í 90.000 krónur. Ég gjörsamlega missti mig næstum þvi, ég er ekki að grínast með það en hvað er ég að borga þessum mönnum? OG FYRIR HVAÐ!!!!Þeir sögðu að það tók þá 22 vinnutíma fyrir þá að finna vandamálið. Og ég Fékk að borga fyrir hluta af því.

Ferð númer 6
Svo fyrir stuttu þá fór viftan sem kælir vélina, hún fór að vinna á 100% hraða alltaf, sem er ekkert eðlilegt, þannig ég fer með hann hérna á verkstæði í keflavík og læt hann skoða þetta, það er skipt um legur og skoðað allt. Svo segjir maðurinn sem er að laga þetta fyrir mig að það þurfi bara að edurstilla tölvuna. Og hann sé ekki með tækinn í það. Þannig ég þarf að fara aðra ferð inn í öskju og ég bíð í nokkra degi eftir að fá tíma hjá þeim, svo er bíllinn til 3 dögum seinna. Og Þá segja þeir við mig að það var einhver vír farin og þetta kostaði mig 35.000 og þetta var að ske í dag.

Ég sagði samt við þá í hvert einasta skipti að ég gæti ekki borgað einhverjar háar upphæðir þegar það ÞURFTI ekki nauðsynlega að laga. Þannig ég vildi alltaf fá hringjingu frá þeim, ég fékk eitt skipti hringingu frá þeim í öll skiptin.
Ég mun gera allt í mínu valdi til að láta fólk vita af þessari þjónustu og reyna benda fólki á að fara eithvað annað, því þetta er án efa versta þjónusta sem ég hef fengið á ævinni minni.
Þetta á að vera Benz umboð, við Íslendingar gleymum oft fyrir hvað við stöndum og það má svo sannarlega segja um þetta umboð. Það mundi nú eithvað heyrast í kananum ef hann mundi fá svona þjónustu!
thNdr notar facebot frá www.facebot.com