Koenigsegg. Koenigsegg

Fyrsta fjöldaframleidda gerðin frá Koenigsegg var CC8S sem kom á markað árið 2000 og sannaði sá bíll að lítið og áhugasamt fyrirtæki gat velgt stóru sportbílaframleiðendunum undir uggum. Vorið 2004 leit svo CCR-bíllin dagsins ljós, bíllin sem skilur alla aðra bíla eftir. Sá bíll setti nýtt heimshraðamet fjöldaframleidda bíla 28. febrúar 2005 á Nardo-prófunarbrautinni á Ítalíu. Þar náði bíllin 388 km hraða og bætti þar með 12 ára gamalt met McLaren-bílsins um meira 15km. Þetta met stendur sem viðurkennt af heimsmetabók Guinness, þrátt fyrir fréttir af meiri hraða Bugatti Veyron-bílsins sem hefur ekki fengist viðurkennt.

10 ára afmæli Koenigsegg

Nýjasti bíllinn frá Koenigsegg er svo CCX-útgáfan. Að mörgu leiti er hér um nýjan bil að ræða þótt hann haldi í CC-útlit heimsmeistarans. Hann hefur verið útfærður til að standast kröfur um sportbíla á Ameríkumarkaði. CCX stendur fyrir Competition Coupe X og heldur hann þannig upp á 10 ára afmæli fyrsta CC-bílsins sem vara ekið út úr þróunardeild sænska ofursportbílafyrirtækisins árið 1996. Aðalbreytingar frá CCR-gerðinni eru á hlutum yfirbyggingar og innréttingu. Breyta þurfti framstuðara til að bíllinn stæðist strangari kröfur um árekstravarnir, til dæmis þurfti að lengja aftur enda hans um 88 mm til að hann stæðist árekstrapróf fyrir aftanákeyrslur.

Einnig fyrir hávaxna

Bíllin er rýmri en CCR og er í raun rúmbesti ofursportbíllinn á markaðinum. Hann hefur þannig þann kost fram yfir marga aðra ofursportbíla að hávaxnir ökumenn geta líka keyrt hann. Samt er hæsti punktur hans yfir malbiki aðeins í 1.120 mm hæð. Sætin eru samstararfsverkefni Sparco og prófunar bílstjórans Loris Bicocchi, þess hins sama og setti heimsmetið. Bílar sem á slíkum ofurhraða sem CCX gerir þurfa líka að hafa ofurbremsur og þess vegna er hægt að fá hann með keramikdiskum og átta stimpla bremsudælum. Einnig er hægt að sérpanta bílinn með koltrefjafelgum sem eru fyrstir í framleiðslubíl. Þannig útbúinn er Koenigsegg CCX með lægri ófjaðrandi vigt en nokkur annar ofursportbíll.

Sérhannað loftflæði

Bíllin er að sjálfsögðu tveggja sæta og tveggja hurða með topp sem má taka niður og koma fyrir undir húddinu. Yfirbyggingin er ú blöndu af koltrefjum, kevlar og plastefnum. Vindstöðull bílsins er 0,30 og er öll framhlið bílsins hans ekki nema 1,867 fermetrar. Stýrið snýst2,7 hringi og snýr bíllin við á 11metrum. Þótt grindin sé einrýmisgrind er hluti af burði hennar í yfirbyggingunni. Fram og afturfjöðrum er tvöföld klafafjöðrun með gasdempurum sem hægt er að stilla veghæð bílsins með. Ein af mikilvægari breytingum á bílnum er loftintak vélarinnar sem er einkaleyfisverndað. Það kallast Vortex og beinir loftinu þannig að blöndungunum að það þrýstist af miklum krafti inná þá. Í sjálfu sér er það engin ný tækni nema að í bíl með vélina fyrir miðju eins og CCX er, hefði áður þurft að þakskóp sem hefur hamlandi áhrif á loftflæði bílsins, Auk þess er ekkert sem hamlar sýn aftur.

Sérhönnuð vél

Vélin í CCX er líka sú fyrsta sem er sérstaklega smíðuð fyrir Koenigsegg-bíl og er með skjaldarmerkið greypt í blokkina. Hún er V8, með fjóra ventla á hvern strokk og tvöfalda knastása, skila 806 hestöflum og heilum 920 Newtonmetrum (tog) af snúningsvægi. Tveir keflablásarar sjá um að tryggja flæði vélarinnar. Blokkin sjálf er öll úr áli sem hefur fengið sérstaka hita- og þrýstimeðferð til að tryggja betri endingu hennar. Hún er sett saman í verksmiðju Koenigsegg og einnig prufuð þar á hestaflabekk áður en hún er sett í bílinn. Annað einkaleyfi Koenigsegg hefur með kælingu stimpla vélarinnar að gera, en stimpil hiti hennar er allt að 80% minn en hjá samkeppnisaðilum, sem var nauðsynlegt til að hún gæti keyrt á 91 oktana bensíni.

Helstu tölur um bílinn:

Hröðun 0-100 km/h: 3,2sek
Hámarkshraði: 395+ km/h
Kvarmíla: 9,9sek
Endahraði: 235km/h
Bremsunarvegaleind: 100-0km/h: 31metri
Eyðsla bl. Akstur: 17 L
Lengd: 4.293mm
Breidd: 1.996mm
Hæð: 1.120mm
Veghæð: 100mm
Bensíntankur: 70 L
Farangursrými: 120 L
Þurrvigt: 1.180 kg
Dekk framan: 255/35 19Y
Dekk aftan: 335/30 20Y
Rúmtakvélar: 4.700rsm
Þjappa: 8,2:1
Hestöfl: 806/6.000sn
Snúningsvægi: 920Nm./5.700sn



Heimildir: frá Bílar & Sport blaðsins og www.koenigsegg.com