Frumvarp að breytingu laga 50/1987 Það er ekkert smá hvað fólk er reitt þessa dagana, fjöldamótmæli, eggjakast og hvað eina.
Samanber þráðinn hans Pyro um mótmæli með því að flauta.

Persónulega verð ég að segja að mér finnst það misgáfuleg hugmynd. Óþroski fyrirgerir rétti þínum til að stunda málefnalegar umræður. Eina leiðin til að geta haft áhrif er að geta stundað málefnalegar umræður.

Af því tilefni hef ég ákveðið að skrifa létta grein hérna um breytingarnar, taka þær hreinlega lið fyrir lið og segja mína skoðun. Vonandi að það hvetur aðra til að gera það sama og við unga fólkið náum að hafa einhver áhrif.

Byrjum að tala um þau slys sem hafa verið uppá síðkastið og hver stefna stjórnmála er í þeim málum. Það sem af er þessu ári hafa 24 látist í umferðinni. Ef við tökum svo meðaltal frá 1998-2005 má sjá að ungir ökumenn (15-24) bera ábyrgð á 28% af þeim slysum eða nærri því einum þriðja. Meðan 35-44 ára valda 12% slysanna. Ekki einu sinni gamla fólkið kemst nálægt ungu ökumönnunum að þessu leyti en ökumenn 65 ára og eldri ullu 17% af slysunum.

Þarna verður að vera breyting á, bæði verður að fækka heildarslysum og svo reyna að jafna þetta hlutfall eitthvað út. Spurningin er bara, hvað er hægt að gera? Hvernig er hægt að gera þetta?

Sumir vilja akstursbraut, í raun er verið að byggja eina <a href="http://icelandmotopark.com/index.html“>Iceland Motorpark</a> en mun það leysa vandamálið? Ég persónulega held ekki, þvert á móti mun það hjálpa mjög mikið, í mínum augum er ekki til nein töfralausn en smá árangur er betri en enginn. Held að það muni minnka til muna ofsaakstur og spyrnur en þó ekki útrýmast alveg og 10-20 aksturinn mun varla breytast, til þess þarf vitundavakningu. Stopp.is var tilraun til þess sem að mínu mati misheppnaðist stórlega. En það er ekki talið stærðarinnar vandamál og allir gera það, ekki bara unga fólki, ég sé oft mömmur koma framá mér á sínum Station Volvo langt um þann hraða sem ég er á.

En já, aftur að lögunum.

Breyting á 51. grein laganna. Þar er talað um léttvæga breytingu á bráðabirgðaskírteininu sem ég styð alveg, held að hún muni ekki koma neinum illa og allt í fína þar. Svo kemur það sem fólk er svo á móti
<quote>Ráðherra getur sett reglur um takmörkun á heimild byrjanda til að mega stjórna ökutæki, sem ökuskírteini þarf til að stjórna, á tilteknum tíma sólarhringsins, takmörkun á fjölda farþega yngri en 20 ára og um takmörkun á afli hreyfils ökutækis. Ráðherra getur ákveðið að slíkar takmarkanir taki til byrjanda á gildistíma bráðabirgðaskírteinis allt þar til hann verður fullra 20 ára. Ráherra getur einnig ákveðið að takmarkanir séu þá aðeins settar hafi byrjandi sætt akstursbanni samkvæmt 106. gr. a. eða verið sviptur ökurétti samkvæmt 101. eða 102. gr.</quote>

Nú veit enginn hvernig þær reglur yrði settar en þetta er það sem fólk mótmælir. Ég er á móti þessu að hluta en þó ekki alveg.

1. Tímatakmörkun.
Jújú, auðvitað lækkar það tíðni slysanna, en það útrýmir líka slysum alveg ef þú hreinlega bannar alla umferð, það er samt engin lausn, á það að bitna á öllum að nokkrir geti ekki hamið sig? Gefum okkur að tímasetning sé valin og hún sé 00:00 - 07:00. Ég er oft að vinna frameftir miðnætti, á ég þá bara að hætta í vinnunni minni? Hvað með fólk sem á að mæta á næturvakt? Eða þá sem þurfa að keyra langar leiðir til að mæta í vinnu. Ég veit um fólk sem á heima á Selfossi en vinnur í bænum. Persónulega finnst mér þetta ákvæði afskaplega kjánalegt.

2. Farþegatakmörkun
Ef þetta verður sett verða það stór mistök, ég er búinn að vera með bílpróf í tvö ár og tel mig vera orðinn nokkuð góðan bílstjóra en má ég bara vera með einn farþega? Útrýmir þetta ekki svolítið car pool í skóla og vinnu, eitthvað sem ríkið hefur stuðst við til þess að minnka útblástur gróðurhúsaáhrifa og þær umferðarteppur sem myndast sem eru einnig stórhættulegar.

3. Takmark á afli hreyfils.
Hérna kemur eitthvað sem mér líst á, þvert á móti eins og með allt annað fer það eftir því hvernig það er túlkað. Ef reglurnar eru settar á vélar með 2L vél og þú mátt aðeins keyra bíla með minna en það þá tel ég það vera of gróft, margir fjölskyldubílar ná þessu og gerir það fólki erfitt að nota foreldrabíla sem þvingar þá til að kaupa sína eigin bíla sem eru oftast ódýrari, eldri og óöruggari. Held að það geri engum gott. Verði takmörkunin þvert á móti sett í 3L værum við að tala saman. Ég veit um fólk sem hefur ekkert að gera á bílum með vél að þessari stærð og misnotar það gífurlega. 17 ára ökumaður hefur ekkert að gera á V8 Camaro til dæmis. Alltof mikið afl og alltof lítil stjórn fyrir óreyndan ökumann.
En þá er spurningin með Turbo? Helling af 2L turbo bílum til, til dæmis hin sívinsæla Subaru Impreza, þar geturðu náð hátt í 300 hestöfl á tiltörulega stock bílum. Svo þó að þetta gæti hjálpað eitthvað held ég að þetta sé engin lausn nema þeir ætli þá að dyno testa bíla og takmmarki við hestaflatölu.

4. Aldurinn
Miðað við 20 ár.. mér persónulega finnst það fullgróft, fólk er sjálfráða við 18 ára aldur og margir eru byrjaðir með heimili fyrir þennan aldur og þess háttar. Þetta ætti frekar að miða við 18 ára aldurinn og yrði þetta þá almennilegt æfingarkerfi.
16-17 – Ökukennari og æfingarakstur
17-18 – Takmarkað ökuleyfi
18-19/21 – Bráðabirgðaskírteini
19/21 -> – Fullnaðarskírteini
Svona væri ég til í að sjá það, fyrst er það ökukennari, svo færðu eitt ár til að spreyta þig, afskaplega svipað og Sóló próf í flugi og svo loksins færðu fullgilt B skírteini.

5. Hvenær þetta tekur gildi
Þarna er einnig vitnað um að ráðherra getur ákveðið hvort þetta eigi einunigs við þá sem hafa sætt akstursbanni eða sviptir ökuréttindum. Þetta finnst mér afskaplega góð setning og ef farið verður eftir henni styð ég þetta flest að öllu leyti. Til að vera sviptur ökurétti þarftu að fremja stórfellt brot og verður að sæta refsingu. Þvert á móti með akstursbannið veit ég ekki, held að margir slysast þangað inn og þurfa því að sæta afleiðingunum. Held þetta ætti frekar að vera við þá sem eru teknir við gróf brot, svosem ofsakstur eða ölvunarakstur.

Í 53. grein verður bætt við einni línu sem ég fagna þó ég myndi vilja sjá hana breytta.

<quote>Byrjandi, sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn samkvæmt 51. gr. og sviptur er ökurétti, öðlast eigi ökurétt að nýju að loknum sviptingartíma fyrr en hann hefur sótt sérstakt námskeið samkvæmt 106. gr. a. og staðist ökupróf að nýju.</quote>

Ég myndi vilja sjá þetta svona

<b>Ökumaður</b> sem sviptur er ökurétti, öðlast eigi ökurétt að nýju að loknum sviptingartíma fyrr en hann hefur sótt sérstakt námskeið samkvæmt 106. gr. a. og staðist ökupróf að nýju.

Það má ekki ganga of langt í að mismuna ungum ökumönnum, ég held nefnilega að þeir eldri þurfi sérstaklega á þessu ákvæði að halda, ungir ökumenn hafa nýstaðist ökupróf og ættu því ekki að eiga erfitt með að standast það aftur, held að þetta leysi engann vanda hjá þeim en eldra fólkið er kannski orðið aðeins kalkaðra í umferðarreglunum og svo breytast þær sífellt. Finnst að þetta ætti að eiga við um allt.

Ný grein kemur inní lögin eða 106. gr. a.

<quote> Lögreglustjóri skal banna byrjanda, sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn, að aka hafi hann fengið 4 eða fleiri punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagabrota. Akstursbanni skal eingöngu beitt einu sinni á gildistíma bráðabirgðaskírteinis.
Með akstursbanni eru afturkölluð ökuréttindin sem bráðabirgðaskírteinið veitir. Akstursbannið gildir þar til byrjandinn hefur sótt sérstakt námskeið og staðist ökupróf að nýju. Ráðherra setur reglur um tilhögun námskeiðs.
Þegar skilyrði akstursbanns eru fyrir hendi, skal, svo fljótt sem unnt er, banna byrjanda að aka. Ákvörðun um akstursbann má bera undir dómstóla samkvæmt reglum um meðferð opinberra mála og skal lögreglustjóri leiðbeina byrjanda um þann rétt þegar ákvörðun er birt.</quote>

Þessu ákvæði fagna ég líka en eins og áðan ætti þetta einnig að gilda um eðri ökumenn, punktamörkin gætu verið hærri þar en þetta ætti samt að vera gild, svipað og með sviptingu ökuleyfis. Þó er spurning hvernig staðið verður að námskeiðinu og hvort það verður hreinilega of kostnaðarsamt, er ótrúlega auðvelt að safna sér fjórum punktum ef þú gleymir þér á vitlausum stað og vitlausum tíma.

Svo kemur umdeildasta greinin af þeim öllum eða nr. 107 sem kallast ”Upptaka ökutækja"

<quote> Þegar um er að ræða gróf eða endurtekin brot á umferðarlögum má gera upptækt vélknúið ökutæki, sem ökuskírteini þarf til að stjórna og notað er við brotið, ef það er talið nauðsynlegt til þess að fyrirbyggja frekari brot á umferðarlögum eða öðrum lögum. Með sama skilyrði má gera upptækt vélknúið ökutæki, sem ökuskírteini þarf til að stjórna og er eign þess sem hefur framið brotið, enda þótt ökutækið hafi ekki verið notað þegar brotið var framið.
Gera skal ökutæki upptækt þegar eigandi ökutækisins er fundinn sekur um akstur undir áhrifum áfengis og áfengismagn í blóði er meira en 1,20‰ sem hefur í för með sér sviptingu ökuréttar og viðkomandi hefur tvisvar síðustu 3 árin fyrir brotið gerst sekur um akstur undir áhrifum áfengis þar sem áfengismagn í blóði hefur mælst meira en 1,20‰ og sem haft hefur í för með sér sviptingu ökuréttar. Gera skal ökutæki upptækt enda þótt það hafi ekki verið notað þegar brotið var framið.
Víkja má frá ákvæði 2. mgr. í undantekningartilvikum þegar sérstakar ástæður mæla með því.
Að öðru leyti gilda ákvæði hegningarlaga um upptöku eigna.</quote>

Þetta virðist fólk svolítið misskilja, talað er mikið um þetta í útskýringum frumvarpsins og þar stendur meðal annars.

<quote>Einkum er í því efni um að ræða gróf eða ítrekuð brot vegna ölvunaraksturs, ítrekaðan akstur þess sem sviptur er ökurétti eða þess sem ekki hefur öðlast ökuréttindi eða mjög vítaverðan akstur.</qutoe>

Svo þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að þið missið bílinn fyrir léttvæg brot, jafnvel gróf brot. Þið þurfið að stunda ítrekaðan brotaakstur og hafa sýnt fram á að þið takið ekki sönsum og venjulegar aðferðir virka ekki á ykkur. Þarna þarf að fara í gegnum dómskerfið og hefur lögreglan ekki heimild til að gera ökutækin ykkar upptæk án heimild dómara. Þó geta þeir gert ökutæki tímabundið upptækt ef sýnt er fram á að það valdi hættu. Svipað og gæsluvarðhald.

Vonandi að þetta hafi útskýrt eitthvað fyrir ykkur hvernig þessi lög eiga að virka. Eins og er er þetta ennþá frumvarp og á eftir að fara í gegnum nokkrar umræður á Alþingi og fá staðfestingu frá Forseta Íslands áður en þetta verður að lögum. Svo setur samgönguráðherra reglugerðir um þetta og túlkar lögin, ekki er enn vitað hvernig þær reglugerðir vera og því skal fara varlega með yfirlýsingar um að þið megið bara keyra þetta öflugum bílum eða hafa þetta marga farþega, þetta er allt vangaveltur.