Plís ekki byrja að tala ENDALAUST um BF 2142. Hann kemur þegar hann kemur, og ekki fyrr. EA eru rétt búnir að senda frá sér þessa tilkynningu um að nýr BF leikur sé á leiðinni.

Leyfum þeim að vinna að leiknum í stað þess að fyllast endalausri eftirvæntingu (eins og í BF2 og Vietnam) það var búið að nauðga korkum um Vietnam og Bf2 svo að flestir gerðu miklar kröfur til EA og bjuggust við miklu, en urðu þá fyrir vonbrigðum. T.d. ég las ýmislegt hérna á Huga um bf2 en svo þegar ég prufaði leikinn kom í ljós að bara hluti af “staðreyndunum” stóðust.

Það er enginn tilgangur að eyða 6 mánuðum í að tala endalaust um leik sem deyr svo eftir 6 mánuði, því að fólk hefur fyllst svo mikilli eftirvæntingu og (hefur myndað sér ranghugmyndir um komandi leik). Svo því finnst leikurinn vera lélegur.

Það komu svona 30 (rétt áður en hann kom út) korkar á dag bara um BF2, spurt um það sama í þriðja hverjum þannig að maður varð að hafa sig allan við til að geta fylgst með öllu.

Síðastliðna viku hafa komið hingað nokkrir korkar (nokkrum of mikið - 1) um að Bf 2142 sé að koma en fólk þarf bara að skoða korka 1 dag aftur í tímann til að sjá að það er búið að commenta um þetta málefni.

Hvernig væri ef einhver mundi bara búa til grein um BF 2142 ÞEGAR EA hafa gefið út meiri yfirlýsingar.

Ef þið þurfið svar við einhverju þá sendiði Jóa bara skilaboð. Ef ekki, ekki þá nota þetta hugarfar: hinir vita pottþétt meira en ég… afla sér upplýsinga sjálf/ir. www.google.com

Pointið mitt: Bíða bara róleg/ir eftir leiknum, hann verður ekki betri þótt að þið spammið endalaust hérna og hann kemur ekki fyrr þótt að þið spurjið endalaust hvenær hann kemur.

Sýnum svo að við höfum lært af reynslunni og spömmum ekki of mikið um þennan væntanlega leik, og þá kannski verður hann “góður”.

Varð bara að koma þessu á framfæri, sá bara hvert stefndi ;)