Aðallandganga Bandaríkjamanna í Normandífór framm austar á Calvados-ströndinni við Vierville, nefnd lykilheitinu Omaha-strönd.

Í fyrstu landgöngubylgjunni átti a' skipa þar 34 þús. hermönnum með ökutækjum af öllum gerðumþ Þegar langöngu svæði hefði verið trygtátti að fylgja á eftir önnur bylgja með 25 þús. hermönnum og 4400 ökutækjum.

Allt fór úrskeiðis. Þýska strandarvarnarliðið hér hafði ætlað að framkvæma strandvarnaræfingu þennan morgun og var því vel undir búið. Innrásarliðið átti í erviðleikum með fjöru hindranir og lá undir skæðri stórskota- og vélbyssuhríð. Þeir komust ekki upp úr fjörunni og tókst aðeins að skipa 18 þús. manns í land meðan hitt liðið beiðfyrir utan á skipum. Vistin í fjörunni var ömurleg, hrærigrautur sundurskotinna landgöngubáta og skriðdreka, hrúgur af dauðum og særðum mönnum.
Micro