Þetta er eitt að vinsælustu áhumálunum en það koma bara svo sjaldan inn greinar nema eitthvað Desert Combat 0.4 komið.

Til að byrja með ætla ég að nöldra yfir rússnesku/japönsku medic byssunni. Bergmann MP18 Sub Machine Gun heitir hún. Það er einn mesti gallinn í leiknum að rússar og japanir séu með sömu medic byssuna. Þessi byssa er mjög pirrandi og þar sem ég er oftast medic reyni ég að sætta mig við hana en ég þarf að gera það tvöfalt oftar útaf þessum galla. Þetta er reyndar ‘'bara ég’' en þetta er samt augljós galli. Ég meina japanir voru axis og rússar allied.

Þetta fyrsta var eina nöldrið þannig ekki hætta að lesa.

Það mætti líka bæta við skriðdrekabana(ég veit að það er þannig í RTR) í nokkur borð. Til dæmis Tobruk, Battleaxe, Aberdeen, Battle of the Bulge, Berlin og Kursk(kem að því seinna)

Þetta er ekkert nauðsinlegt enn það yrði bara skemmtilegra.

Svo þyrfti líka að bæta fleiri skriðdrekum við í Kursk.(það er ástæðan fyrir að ég setti það í skriðdrekabana dæmið) Það var nú stærsta skriðdrekaorrusta stríðsins.

Svo mætti líka auka skaðann sem rocket gerir á tank þegar því er skotið af stuttu færi.

Hugmyndir að nýjum map-um: Crete(Almennilegt fallhlífar fight), Leningrad(svona þar sem allied reynir að rjúfa umsátrið og axis að ná borginni. Ekkert fast flagg) Sevastopol(byggt upp eins og Tobruk nema með fullt af fallbyssum og skriðdrekabönum.(allied verst og axis sækir.))

Þetta er búið í bili og ég vil enginn leiðindi. Þetta eru aðeins mínar skoðanir.
Brostu framan i heiminn og hann lemur thig til baka i andlitid…