Capture The Flag.

Þetta er sami Battlefield 1942 leikurinn sem við elskum allir. Reglurnar eru bara aðeins breyttar.

Hér færð þú og þitt lið stig fyrir að ná fána, sem er vel varinn í homebase-i óvinarins. Þegar þú hefur náð þessum fána, sem allt snýst um, verður þú að miðju leiksins. Hver einasti mótherji er á hælum þér og markmið óvinarins er að drepa fánaberann (þig). Allir liðsfélagar þínir þurfa hinsvegar að gera sitt besta að verja þig og passa uppá það að þú komist heill á húfi með fána óvinarins í ykkar homebase.

Hingað til höfum við verið að spila *Battlefield Conquest* á simnet.

Undirritaðir vilja að tekið verður uppá að spila *Battlefield - Capture The Flag*. Þetta býður uppá gífurlega fjölbreytni og tilbreytingu.

Það er ótrúlegt hvað höfum hengið í þessum leik fáránlega lengi en aðeins spilað með Conquest reglunum. Capture The Flag eru hin 50%-in af Battlefield 1942 sem við höfum ekki kynnst né prófað.

Við vonum því að það verði tekið vel undir þetta og þetta prófað. Við viljum ekki að þessi hugmynd verði bara lögð til hliðar. Ef okkur líkar ekki við þetta, þá gæti ekki verið einfaldara að breyta þessu til baka.

En ég ræð engu um þetta, ég kem þessu bara hingað til skila og það erum við Battlefield múgurinn sem getum fengið þessu breytt ef við viljum og tökum vel undir þetta.

Að lokum spyr ég því… Viltu halda áfram í Conquest mode eða viltu gefa þessari hugmynd sjens?

Þakka lesturinn.

Ritari: [I'm]Sunshine
Hugmyndasmiður: [I'm]Delw Guuu
Recycle, Stay in School and Fight the Power!