Ég hálf skammast mín að senda þetta inn en mér finnst persónulega að fólk ætti að sjá þetta og þessi frétt fær athyglina sem hún aþrf hérna, allavegna, fengið af www.skifan.is - Takk fyrir flotta umfjöllun :)

Electronic Arts™ er sönn ánægja með að staðfesta orðróminn um aukadisk fyrir leikinn Battlefield 1942™. Aukadiskurinn mun heita Battlefield 1942: The Road to Rome . Áherslan í Road to Rome er “multiplayer”, en það er einmitt það sem flestir hafa nýtt sér í upprunalega leiknum. Ný borð, fleiri farartæki og fleiri gerðir hermanna.





The Road to Rome mun einungis leggja áherslu á hernaðarátök á Ítalíu og Sikiley, sem hafa fengið allt of litla umfjöllun í sögubókunum. Leikmenn geta valið um að keppa á sex nýjum borðum og eru þar á meðal Operation Husky (á Sikiley) og bardagana um Anzio og Monte Cassino. Hvert borð inniheldur fjöldan allan af hinum ýmsu smátriðum svo sem dæmigerð ítölsk hús, miðjarðarhafsgróður og síðast en ekki síst kastalann í Monte Cassino.






Farartækin eru mjög stór þáttur í spilun Battlefield 1942, og í The Road To Rome eru átta ný farartæki (sem bætast við þau sem fyrir eru í upprunalega leiknum). Meðal þessara nýju farartækja eru þýsk BF-110 og bresku orrustuflugvélarnar Mosquito. Önnur ný farartæki eru ítalskir, breskir og þýskir skriðdrekar og vopn til að skjóta þá niður. Ný vopn eru í leiknum og má þar nefna ítalska Breda riffilinn, hinn breska Sten SMG og byssustinga.


Semsagt Battlefield 1942 mun bæta sig hvað “multiplayer” varðar. Í The Road To Rome munu einstaka borð styðja spilun allt að 64 leikmanna, þannig að upplifunin verður eins stórbrotin og mögulegt er. Leikmenn geta prófað að bregða sér í hlutverk fleiri mismunandi landgönguliða og nýta öll vopnin frá báðum herfylkingum, ásamt því að taka stjórnina á farartækjum á sjó, landi eða lofti. Þar fyrir utan inniheldur Road To Rome tvær nýjar herfylkingar : Franska friðargæsluliða og ítalska hermenn.





Battlefield 1942: The Road to Rome er í þróun hjá sænska fyrirtækinu Digital Illusions. The Road to Rome er væntanlegur í verslanir snemma á næsta ári og verður gefinn út undir merkjum EA GAMES™. Til að spila The Road To Rome verður upprunalegi leikurinn að vera í tölvunni.





Á Íslandi hefur Battlefield 1942 heldur betur slegið í gegn og hefur selst í meira en 1000 eintökum.


Takið eftir að Bf hefur selst í 1000+ eintöku, GLÆSILEGT :)
“Killing for Peace is like Fucking for Virginity”