SMELLUR 5 / 2002 verður haldinn helgina 13-15 des í glænýju húsnæði, gamla Aco-húsinu að skaftahlíð 24 þar sem Lina.net er. Skráning er hafin og ætlum við í þetta skipti að leyfa 140 skráningar. Þetta er minna en venjulega en það er vegna þess að þetta á að vera VIP mót og er stefnt að því að hafa rúmgott um fólk og engin rafmagnsvandræði í þetta skipti.


Hvað er Smellur?

Smellur er sí vaxandi tölvuleikja mót haldið á vegum Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík og Kljúfs ehf í samvinnu við Opin Kerfi.

Í hvaða leikjum er keppt?

Skipulagðar keppnir á Smell eru:

AQ (Action Quake 2) (2Vs2)
CS (Counter Strike) (3Vs3)
Q3 (Quake 3) (FFA)
WC3 (Warcraft 3) (2Vs2)
BF1942 (Battle Field 1942) (8vs8)


Hvað kostar svo inn?

Þáttökugjald er lágt eða 2000 íslenskar krónur, en þar sem þetta er Jóla Smellur er ókeypis inn fyrir þá sem mætta í jólasveinabúning með skeggi og öllu og svo er 10% afsláttur fyrir þá sem mætta með jólasveinahúfu :) .
Ég er í 9unda bekk og CS clanið mitt mætir, kemst ég inn?
Þar sem Smellur er framhaldsskóla mót er aldurstakmark, miðað er við að 10. bekkur fái aðgang. Ef þú ert í clani sem ætlar að mæta og þarf á þér að halda skaltu senda mail til stjórnenda Smells. Stjórn smells mun svo taka ákvörðun hvort þú komist inn og mun þá hafa samband við þig.



Staðreyndir um Smell 5 / 2002

Keppt verður í CS,AQ,warcraft 3,Q3, BF1942. Verða miðar á forsýningu The two towers, lords of the rings í verðlaun fyrir allar keppnir ásamt verða veitt gjafabréf í paintball fyrir CS og Q3

Á einu ári hafa vinsældir Smells aukist gifurlega er það að hluta að þakka netkerfi Smells sem er keyrt á HP búnaði frá Opnum kerfum. Verður húsið opið alla helgina og verður þetta okkar best skipulagða mót hingað til.

Þá er nýjasti trailerinn kominn frá honum MuZsPeLL og svo gerði Amplified 3 wallpaper. Hægt er að nálgast nýju jólatrailerana hérna nr1. og nr2. og wallpaperinn nr 1., nr 2. og að lokum nr 3..

Dowloads eru ekki bönnuð á Smell en dreifing á ólöglegu efni er stranglega bönnuð, bannað verður að downloada á meðan úrslitakeppnir eru í gangi.

Að lokum skorum við á þig að skrá þig sem allra fyrst því færri komast að en vilja. Stjórn Smells stefnir að því að gera þennan Smell þann glæsilegasta hingað til.

Linkarnir sem áttu að vera með þessu eru ekki með

en skoðiði heimasíðu smells sem er á www.smellur.net

ætla ekki eitthverir að mæta.

þið verðið að drífa ykkur að skrá ykkur.

höldum góða keppni í BF á smell

Kveðja

[89ht]SGT. NotoriouZ
******************************************************************************************