The Hitchhiker's Guide to the Galaxy Rétt áðan kláraði ég að lesa bókina “The Ultimate Hitchhiker's Guide” og ég held ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið. Þessi bók er skyldulesning og þess vegna hef ég ákveðið að skrifa smá grein um hana.

Bókin er eftir bretann Douglas Adams, og er þetta frægasta verk hans, þótt hann hafi líka skrifað aðrar smásögur. Þessi bók byrjaði þó sem útvarpsleikrit held ég, en varð síðan að bók, sjónvarpsseríu, tölvuleik og einhverju fleiru mögulegu…

Aðalsöguhetjurnar eru:
Arthur Dent: ósköp venjulegur gaur, sem lifir algjörlega eðlilegu lífi þangað til að einn daginn er Jörðin sprengd í loft upp til að gera pláss fyrir geim-hraðbraut…
Ford Prefect: Vinur Arthurs, kemur frá Betelguese og er puttaferðalangur sem skrifar fyrir ferðahandbókina “The Hitchhiker's…”
Zaphod Beeblebrox: Æskuvinur Ford's, er með tvo hausa og er “President of the Galaxy”
Trillian: Jarðnesk kærasta Zaphod's.

“The Ultimate Hitchhiker's Guide” er í raun samansafn sex “smásagna”, sem hver er yfir hundrað síður, þannig að öll bókin samanleagt er yfir 800 síður… Og það á dáldið erfiðri ensku (hver veit til dæmis að “newt” er fjallasalamandra?)

Ég mæli eindregið með þessari bók, hún er með þeim fyndnari sem ég hef lesið. Hún er til á flestum bókasöfnum, og kostar einhverjar fyndnar 2000 kr. í bókabúð, þannig að ég myndi kaupa hana, þetta er bók sem maður vill eiga.

“`In those days spirits were brave, the stakes were high, men were REAL men, women were REAL women, and small furry creatures from Alpha Centauri were REAL small furry creatures from Aplha Centauri.'”