Ég gerði ritgerð um Grettis sögu og ákvað að deila henni með ykkur.

Bókin sem hér verður fjallað um heitir Grettissaga og er fornsaga. Bókin sem ég las kom út 1996, gefin út af Máli og menningu. Bókin er 222 blaðsíður.

Grettissaga er saga eins sterkasta ef ekki sterkasta Íslendings sem uppi hefur verið, saga Grettis Ásmundarsonar. Greint er frá mörgum ævintýrum sem hann lenti í og er eitt frægasta ævintýrið þegar hann drepur afturgönguna Glám, en sá bardagi ræður miklu um örlög hans. Hann verður myrkfælinn og hræðist að vera einn í myrkri. Grettir er frægastur fyrir það að hafa lifað lengst í útlegð allra Íslendinga en hann var útlagi í 20 vetur. Hann var drepinn í Drangey af manni sem hét Þorbjörn Öngull. Þegar Grettir lá banaleguna langt leiddur af sárum sínum hugðist Öngull taka vopn hans úr hendi hans en skorti afl til þess og dugðu ekki 14 menn til og varð þá höndin höggvin af Gretti og náðust þá loks saxið úr hendi hans. Einnig lét Öngull félaga sína ráða bróður Grettis, Illuga, bana. Móðir þeirra hefndi síðar dauða sona sinna og lét drepa Öngul.

Grettissaga er spennandi. Í henni er greint frá mörgum ævintýrum og afrekum Grettis “Sterka” Ásmundarsonar. Segja má að í hnotskurn sé boðskapur sögunnar sá, að ekki fer ávallt saman gæfa og gjörfileiki. Söguþráðurinn er samfelldur og áhrifamikill.
Grettir Ásmundarson er sterkasti maður landins. Styrkur hans kemur í ljós þegar hann er aðeins þrettán vetra gamall og etur kappi við sér miklu eldri mann og sterkari. Hann er dæmdur í útlegð ungur að árum og er hann þekktastur fyrir að hafa þraukað lengi sem skógarmaður, eins og fyrr er vikið að. Hann var úrræðagóður og afburðarskáld. Sagt var að hann ætti auðveldara með að koma fyrir draugum og forynjum en mönnum.
Bróðir Grettis hét Illugi. Var hann svipaður Gretti að vexti og burðum. Hann var nautsterkur og þrautseigur eins og bróðir hans. Hann var drepinn vegna þess að hann vildi ekki vinna þess eið að hlífa banamönnum Grettis.

Sagan gerist á tímum Víkinganna á nokkrum árum, aðallega á Íslandi en einnig í Noregi. Grettir á sér ekki fastan samastað, er á sífelldu flakki innanlands og utanlands


Mér fannst bókin mjög áhugaverð. Það sem mér finnst best við bókina er hvernig höfundinum tekst að skrifa samfellda sögu um Gretti, hann er á sífelldum ferðalögum og kemur víða við. Atburðarásin er flókin og tímaskeið mislöng. Sagan getur varla hafa gerst að öllu leyti í alvörunni og er fjarlæg nútímanum en bókin hentar öllum þeim sem hafa áhuga á Íslendingasögum svo og þeim sem finnst gaman að lesa og læra um íslenskar bókmenntir.

Ég fékk 10 fyrir þessa ritgerð, og er þetta án efa erfiðasta bókaskýrsla sem ég hef gert.
I ran like hell faster than the wind