Sumir munu segja að þessi grein eigi ekki heima hérna, en það á eftir að koma í ljós. Ég vildi bara fá að vita hvað öðrum finnst um myndasögur sem bókmenntaverk. Það eru nokkrir rithöfundar sem hafa skipað myndasögur á sess með bestum bókmenntaverkum sögunnar.
Það má kannski helzt nefna Alan Moore, Neil Gaiman og aðra. Ég t.d lít á Sandman sem bókmenntaverk. Þessi saga er svo vel sögð og virkilega grípandi.
Þið megið kannski bæta við myndasögur sem ykkur finnst eiga að vera flokkaðar sem alvöru bókmenntaverk og eru í sama flokki og Watchmen og Sandman.
Through me is the way to the sorrowful city.