Dulmálið í Artemis Fowl Ég var að lesa Artemis Fowl, Samsærið. Í ferðalagi um daginn. Svo var þessi vísa sem er framan á bókinni, og líka inní bókinni og þýðing yfir á kentársku (skrifmálið sem dulmálið er á). Hefur þú ekki séð í Artemis bókinni að það er svona dulmál neðst á síðunum.
Ég þýddi dulmálið og set það með og líka vísuna sem er framan á bókinni:

Vísan:
Álfaþjóð með ótta sönnum
Á að vara sig á mönnum
(seinni hluti er ekki framan á)
Úr heimi manna hún skal snúa
Og hún skal neðanjarðar búa.

Dulmálið neðst á síðunum.
“Til hamingju maður. Þú hefur ráðið dulmálið og það sýnir að þú ert greindari en flestir af þinni tegund. Þetta eru boð frá álfum, fólkinu, við erum að leita að bandamönnum okkar í flokki leirmanna þótt flestir af kyni manna séu vitgrannir mjög eru þoun_antekningarfla (veit ekki orðið, gæti verið villa). Því þú til dæmis, greind þín sýnir að þú hlýtur að vera af álfaþjóðum. Finnst þér þú vera öðruvísi en þeirsem í kringum þig eru?, eyrun á þér upp mjórri en á flestum öðrum. Er tungan í þér svo löng að þú getir snert nefið á þér með broddinum á henni. Dreymir þig um að geta flogið. Hefur þér einhverntímann fundist þú ættir ekki heima meðal manna?
Það er af því að álfablóð rennur í þínum (á ekki að vera æðum þarna?) Ungi Leirálfur.
Ég er með verkefni handa þér. Þú ert úr hópi fólksins og því er skylda þín að vernda jörina fyrir þeim sem vilja tortíma henni. Þér er það ætlað að tilheira nýrri kynslóð leirmanna sem mun unna jörðinni jafnheitt og álfaþjóð gerir. Reglan er aðeins ein, notum bara það sem við þurfum og notum það viturlega. Gerðu þetta og jörðin mun bjargast. Far nú og vinn verk þitt. Ég endurtek þessi boð fyrir þá menn sem þurfa að grafa eftir álfaviskunni ert þú (skrítið orðalag). Til hamingju maður…”
Þessi “skilaboð” eru síðan endurtekin þangað til að bókin er búin.

Var lengi að þýða þetta, engin skítköst takk.